SunnudagsMogginn - 07.03.2010, Page 22

SunnudagsMogginn - 07.03.2010, Page 22
22 7. mars 2010 Í sland er öðru vísi en önnur lönd. Sjálf erum við sumpart ef til vill hrædd við þá staðreynd, en þó þrátt fyrir allt hreykin og byggjum raunar á henni hagsmunavon. En gagnstætt því, sem við stundum viljum halda, þá er ekki víst, að Íslendingar séu öðru vísi en aðrir og í því er engin eftirsókn, nema það gefi okkur sjálfum fullnægingu og öðrum ávöxt af því, sem við afrekum. Alþjóðleg listahátíð minnir okkur á það, að þjóðern- isvitund og alþjóðasamkennd verður að haldast í hendur. [...] Reykjavík fagnar listahátíð og væntir þess, að slíkar verði haldnar reglulega í framtíðinni, verði listalífi höfuðborgar og lands lyftistöng og geri Reykjavík tengilið milli heimsálfa, landa og manna.“ Þannig komst Geir Hallgrímsson borg- arstjóri að orði við setningu fyrstu Listahátíðarinnar í Reykjavík sumarið 1970. Nú, fjórum áratugum síðar, verður ekki annað séð en Geir hafi orðið að ósk sinni. Alltént er Hrefna Haraldsdóttir, listrænn stjórnandi hátíðarinnar, ekki í nokkrum vafa. „Mér finnst hafa tekist mjög vel til,“ segir Hrefna þegar hún horfir um öxl. „Verðmæti hátíðarinnar liggja í öllum þeim góðu listamönnum sem hafa komið á hátíðina. Það var vandað til verks í upp- hafi og lagt upp með mikinn metnað. Listahátíð í Reykjavík er löngu búin að sanna gildi sitt.“ Ashkenazy lykilmaður Tónninn var gefinn þegar á fyrstu hátíð- unum með komu listamanna á borð við Yehudi Menuhin, Jacqueline du Pré, Daniel Barenboim, André Previn og Mstislav Rostropovitsj. Þökk sé Vladimir Ashkenazy, sem bjó hér á landi á þeim tíma. „Ashkenazy var algjör lykilmaður í upphafi. Tengslanetið var minna á ár- unum í kringum 1970 en það er í dag og sambandið við umheiminn minna. Ashkenazy var hátíðinni því ákaflega dýr- mætur – og er enn. Hann er verndari há- tíðarinnar og fylgist vel með gangi mála. Ashkenazy hefur alla tíð verið velviljaður, áhugasamur og hvetjandi,“ segir Hrefna. Hún segir stóru nöfnin hafa vakið mikla athygli á hátíðinni fyrsta kastið, langt út fyrir landsteinana. Það hafi verið vatn á myllu innlendra listamanna. „Það er ekki nokkur vafi að Listahátíð í Reykjavík hef- ur hjálpað íslenskum listamönnum að koma sér á framfæri erlendis. Við erum alltaf að leiða saman listamenn og tengja fólk. Listahátíð er öðrum þræði umboðs- skrifstofa.“ Samstarf innlendra og erlendra lista- manna hefur aukist jafnt og þétt á hátíð- inni og segir Hrefna fólk koma til með að fá góða mynd af því í vor. „Hugrekki og nýsköpun eru broddurinn á hátíðinni. Landamæri eru engin fyrirstaða í listum lengur og mörkin milli listgreina mun þokukenndari en áður. Listahátíð í Reykjavík er ljúft og skylt að svara kalli tímans.“ Klassík og nýsköpun Hrefna tekur eigi að síður fram að ný- sköpun og tilraunastarf muni ekki koma niður á hinum hefðbundnari listum. „Listahátíð hefur alltaf gert klassíkinni hátt undir höfði og svo verður að sjálf- sögðu áfram, ekki síst á sviði tónlistar. Það getur verið svolítið snúið verkefni að láta nýsköpun og klassík njóta sín saman en um leið ákaflega skemmtilegt.“ Hrefna segir úrtöluraddir löngu þagn- aðar, enda hafi Listahátíð margsannað fjölhæfni sína. Allir eigi að finna þar eitt- hvað við sitt hæfi. „Það er ekki hægt að halda því fram með neinum rökum að Listahátíð sé snobbhátíð, eins og sumir virðast hafa óttast á fyrstu árunum. Jafn- vægið hefur alla tíð verið gott, milli svo- kallaðrar hámenningar og dægurmenn- ingar, milli listgreina, innlendra og erlendra listamanna.“ Hrefna segir það í raun mjög sjaldgæft að hátíð af þessu tagi hafi allar listgreinar undir. Mun algengara sé að þær sérhæfi sig, einkum í smærri löndum. „Ég tel að þessi sérstaða endurspegli íslenskt sam- félag. Íslendingar eru víðsýnir að eðlisfari og í fámennu samfélagi er þetta rökrétt. Ekki svo að skilja að við séum með kvóta fyrir ákveðnar greinar, þvert á móti snýst dagskráin alltaf á endanum um gæði at- Verðmætin felast í listafólkinu Listahátíð í Reykjavík er fertug um þessar mundir. Hrefna Haraldsdóttir, listrænn stjórn- andi hátíðarinnar, lítur stolt um öxl á þessum tímamótum og segir sóknarfærin ótvíræð, þrátt fyrir erfið ytri skilyrði. Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is „Íslendingar líta upp til hópa á menningu og listir sem sjálfsagðan hluta af sínu daglega lífi,“ segir David Byrne og Cindy Sherman koma bæði á Listahátíð í Reykjavík í vor.

x

SunnudagsMogginn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.