SunnudagsMogginn - 07.03.2010, Blaðsíða 39
7. mars 2010 39
N
ew York er ekki ein borg, hún er margar
borgir. Í Upper West Side á Manhattan
hefur fjölskyldan kynnst annarri hlið á
New York. Hverfið einkennist af lágreist-
um, rauðbrúnum sandsteinshúsum, litlum kaffi-
húsum og veitingahúsum. Á götunum ríkja gulir
leigubílar, en mannlífið er skemmtileg blanda af gyð-
ingum í síðum frökkum og með svarta hatta,
stjörnuleikurum frá níunda áratug síðustu aldar,
fólki að viðra hunda og miðaldra hlaup-
urum. Hér er meira að segja lítið samfélag
Íslendinga. Síðast en ekki síst má sjá teg-
und sem margir trúa að þrífist ekki í New
York, nefnilega börn. Systurnar Elísabet
Una, 7 ára og Kristrún, 4 ára, mæla sér-
staklega með nokkrum stöðum og við-
burðum í Upper West Side. „Mér finnst gat-
an okkar falleg. Hún minnir mig á Svíþjóð
þó ég hafi aldrei komið þangað,“ segir El-
ísabet.
Systurnar hafa báðar notið þess að búa í
námunda við Central Park og renndu sér
þar á sleða þegar fyrsti snjórinn
kom. Borgaryfirvöld brugðust við
snjókomunni og lokuðu öllum skólum
þann daginn. Skólastelpan hefur
reyndar fengið frí á öðrum dögum en
heima, eins og til að fagna Martin
Luther King-deginum og Yom Kippur.
„The Zoo er skemmtilegt, af því að
í dýragarðinum eru mörg dýr. Þar er
líka ísbjörn í búri,“ bætir hún við.
Þessi ágæti ísbjörn hefur hins vegar
glímt við þunglyndi og þegið aðstoð
dýrasálfræðings við að vinna bug á
þeim vanda. Þetta ættu þeir sem vilja verklagsreglur
um ísbirni á Íslandi að hafa í huga. „Mér finnst
gaman að skoða risaeðlurnar. Það eru samt bara
beinagrindurnar af þeim,“ segir Kristrún en einn
kostur hverfisins er American Museum of Natural
History. Hún hefur sótt nokkur söfn og í Guggen-
heim féll dómur: „Þetta er meira krot en ég hélt.“
Róluvellirnir, sem eru yfir tuttugu talsins í Central
Park, hafa slegið í gegn hjá systrunum. Við fest-
umst fljótlega á Diana Ross-vellinum, sem er á
horni 81. strætis og Central Park West. En einn eft-
irlætishluti minn af garðinum eru bekkirnir, þar sem
margar fallegar ástarjátningar og kveðjur til látinna
ættingja hafa verið skrifaðar á lítil skilti á bekkj-
unum.
Tvö kaffihús eru í sérstöku uppáhaldi í hverfinu.
Café Lalo, í 83. stræti milli Amsterdam og Broad-
way. Þar sjást Meg Ryan og Tom Hanks á stefnu-
móti í myndinni You’ve got Mail, fyrir þá á sem hafa
áhuga á slíku. Hitt kaffihúsið heitir því trausta nafni
Good Enough to Eat, í 83. stræti við Amsterdam, og
þar hefur húsfreyjan nálgast að slá stúlknamet í
hamborgaraáti. Um helgar er líka sveitamarkaður
við enda götunnar, þar sem hægt er að kaupa
svínslega góðar hafrakökur og mjólk í glerflösku
beint frá bóndanum.
Skemmtilegast fannst systrunum að upplifa Hallo-
ween, sem er árlega 31. október. „Mér fannst
Halloween samt dálítið hræðilegra en ég hélt að
það yrði,“ segir Kristrún. Heimsókn til New York á
þessum tíma er ekki síður skemmtileg en rétt fyrir
jólin, en færri virðast hafa kveikt á þessu tilefni til
borgarferðar. Þá má ganga 78. strætið, á milli
Amsterdam og Columbus, og sjá röskar systurnar
deila út sælgæti. Í vetur stóð þar maríubjalla í fylgd
vinalegs ljóns.
Póstkort frá
New York
’
Þessi ágæti ís-
björn hefur
hins vegar
glímt við þunglyndi
og þegið aðstoð dýra-
sálfræðings við að
vinna bug á þeim
vanda.
Þorbjörg
Sigríður
Gunnlaugsdóttir
Anna Sigga, Auður,
Helga, Urður, Bryn-
dís, Anna Stína,
Brynhildur og Katrín
alsælar í brekkunni.
Á slóðum Fjalla-
Eyvindar í Hrafnfirði.
Seglskútan Aurora
var bækistöðin.
Helga Thors skíðar
niður í Hrafnsfjörð.