SunnudagsMogginn - 07.03.2010, Blaðsíða 31

SunnudagsMogginn - 07.03.2010, Blaðsíða 31
7. mars 2010 31 hefur verið ofbeldi og oft miklu ýktari. Það fólk á oft einnig sögu um kynferðislegt ofbeldi fyrr á ævinni.“ Krafa um kynferðislegt sjálfræði Eitt af því sem lítið sem ekkert hefur breyst á umliðnum tuttugu árum er, að sögn Guðrúnar, sú staðreynd að flestir brotaþolar kynferðislegs ofbeldis glíma við skömm, lélega sjálfsmynd og sekt- arkennd í kjölfar ofbeldisins. „Við eyðum tvöþúsund klukkutímum á ári í að reyna að leiðrétta þessar ranghugmyndir. Það endurspeglast líka í því að fólk leitar sér seint hjálpar og reynir oft ekki að kæra glæpamenn. Konur eru þannig sjálfar að bera sektina á því að einhver ákvað að meiða þær sem er fráleitt, því nauðgun er þá og því aðeins nauðgun að hún sé framin gegn vilja þess sem er nauðgað, annars er það ekki nauðgun. Hvernig getur sú hin sama þá nokkurn tímann borið ábyrgina sama í hvaða ástandi hún var? Krafan sem við hljótum að gera er kynferðislegt sjálf- ræði við allar aðstæður. Hvort sem konan er drukkin, dópuð, í áfengisdái, barn eða fötluð, þá hlýtur það að vera viðmiðið að kynlíf, eins yndislegt og það er, eigi þá og því aðeins rétt á sér að það sé öruggt að báðir vilji það.“ En hvernig sér Guðrún framtíð Stíga- móta fyrir sér? „Við eigum okkur draum um að stofna nýtt kvennaathvarf og gera Stígamót þannig að athvarfi. Með því vilj- um við bregðast við þrenns konar þörf. Í fyrsta lagi erum við í dag ekki með sólar- hringsopnun en þyrftum að hafa hana. Í öðru lagi hefur reynslan sýnt það að konur sem eru að brjótast út úr vændi og mansali eiga oft ekki samleið með konunum í Kvennaathvarfinu og það þarf að stofna fyrir þær athvarf. Vilja yfirtaka Neyðarmóttökuna Og í þriðja lagi myndum við vilja taka yfir Neyðarmóttökuna þar sem við sinnum nú þegar fleiri nauðgunarmálum en hún. Tryggja þyrfti að fagleg þjónusta yrði á engan hátt skert, sama fagfólk ynni vinn- una, bara í umhverfi sem byggðist á þörf- um notendanna. Þá værum við með sólar- hringsþjónustu fyrir þessa þrjá hópa, Stígamótafólk, konur sem hefur verið nauðgað og konur sem hafa verið í vændi,“ segir Guðrún og tekur fram að draumurinn væri að geta þegar á þessu ári tekið yfir gamalt gistihús með mörgum herbergjum, skoðunarherbergi fyrir Neyðarmóttökuna, góðu eldhúsi og stórum sal þar sem aðstaða væri fyrir hópastarf og fræðslukvöld. Að sögn Guð- rúnar hefur hún þegar rætt hugmyndina við félagsmálaráðherra sem virðist hrifinn af henni og nú bíði hún eftir viðtali við heilbrigðisráðherra og vonist til þess að hún taki einnig vel í hugmyndina. „Jafnframt myndi ég vilja endurvekja starf Stígamóta úti á landi, en til þess að það sé hægt þurfum við fleira starfsfólk. Við höfum á síðustu árum reglulega boðið upp á viðtalsþjónustu víðs vegar um land- ið og alls ekki getað annað eftirspurninni. Við urðum hins vegar að hætta með þá starfsemi og segja tveimur starfskonum upp á síðasta ári þar sem ríkisframlög til Stígamóta lækkuðu um 10% á árinu 2010 á sama tíma og frjáls framlög hafa nánast horfið. En þó þröngt sé í búi þá er það ekki afsökun fyrir því að sinna ekki þeim sem þurfa á hjálp að halda enda held ég ekki að það sé vilji neins.“ Óréttur brýnir mig til dáða Af öðrum málefnum sem Guðrún vildi óska að hægt væri að sinna betur er kyn- ferðisleg áreitni eitt. „Hún getur haft mjög alvarlegar afleiðingar, en hverfur gjarnan í skuggann af nauðgunum og sifjaspellum af því að kynferðisleg áreitni hljómar ekki eins alvarlega. En í henni getur falist gíf- urleg valdníðsla og því fylgt mjög alvar- legar afleiðingar.“ Ekki er hægt að sleppa Guðrúnu án þess að spyrja hana hvað haldi henni gangandi í starfinu og hvort hún verði aldrei þreytt á því að lifa og hrærast í heimi afleiðinga kynbundins ofbeldis. „Óréttur brýnir mig og eflir mig til dáða. Í hvert sinn sem ég finn að hlutirnir eru ekki eins og þeir eiga að vera þá styrkir það í mér baráttukon- una. Ég held að ég hafi nært glóðina í mér með því að sitja ekki við eldhúsborðið heima og væla yfir vonsku heimsins held- ur leitast við að breyta honum. Þegar mér finnst að það takist að einhverju marki þá veitir það mér ómælda starfsgleði. Og þetta á ekki bara við um mig, því ég er ekki ein á Stígamótum. Við erum hér hörkugengi þrautþjálfaðra kvenna. Vinn- an okkar byggir á því að við vinnum sam- an sem samhent teymi þar sem gagn- kvæmt traust verður að ríkja.“ „Krafan sem við hljótum að gera er kynferð- islegt sjálfræði við allar aðstæður. Hvort sem konan er drukkin, dópuð, í áfengisdái, barn eða fötluð, þá hlýtur það að vera við- miðið að kynlíf, eins yndislegt og það er, eigi þá og því aðeins rétt á sér að það sé öruggt að báðir vilji það,“ segir Guðrún Jónsdóttir, talskona Stígamóta. Morgunblaðið/Árni Sæberg ’ Við höfum enga ástæðu til að trúa ekki eða treysta ekki fólki sem kemur hingað, enda kemur fólkið hingað fyrst og síðast til þess að hjálpa sjálfu sér. Það kærir sjaldnast. Því skyldi það koma hingað til að bulla um eitthvað sem ekki hefur átt sér stað? „Konurnar sem vinna hjá Stígamótum eru algjörar hetjur. Þær hafa breytt lífi mínu til hins betra, því það er ómet- anlegt að fá þann stuðning og skilning sem ég hef fengið þar. Eftir að hafa unnið með sjálfa mig hjá Stígamótum hef ég öðlast sjálfsvirðinguna aftur, sé sjálfa mig í jákvæðu ljósi, hef öðlast trú á sjálfri mér aftur og aftur fengið áhuga á lífinu,“ segir Aníta sem leitaði fyrst til Stígamóta árið 2006 og hefur síðan þá verið í reglulegum viðtölum og tekið þátt í hópastarfi með öðrum brotaþolum kynferðisofbeldis. „Þegar ég var 15 ára var mér og vin- konu minni byrlað ólyfjan og okkur síð- an hópnauðgað af fjórum fullorðnum karlmönnum,“ segir Aníta þegar hún er spurð hvers vegna hún hafi leitað til Stígamóta. Tekur hún fram að ofbeldið hafi haft víðtæk áhrif á líf sitt, án þess að hún hafi í fyrstu gert sér almennilega grein fyrir því. „Fyrst á eftir var ég í al- gjörri afneitun og vildi ekki viðurkenna fyrir sjálfri mér að það væri eitthvað að. Á sama tíma leitaði ég mér aðstoðar hjá fjölda sálfræðinga vegna þess að ég var að glíma við þunglyndi og sjálfsvígshugs- anir auk þess sem lífgleðin og sjálfsvirð- ingin var í molum. Ég tengdi þessa van- líðan hins vegar ekki við nauðgunina,“ segir Aníta og rifjar upp að það hafi verið fyrir tilviljun í viðtali hjá einum sálfræð- ingi sem hún minntist á nauðgunina og þá hafi sá bent henni á samhengi hlut- anna. „Þegar ég leitaði til Stígamóta, um ári eftir nauðgunina, var ég komin í algjör þrot með sjálfa mig. Ég vissi ekki við hverju ég ætti að búast hjá Stígamótum, en þar fékk ég fullkomin skilning. Það var svo gott að geta talað við einhvern sem vissi nákvæmlega hvað ég væri að ganga í gegnum og hafði sjálf reynslu af því að vera í sömu sporum og ég.“ Að sögn Anítu hjálpaði það henni einnig að taka þátt í hópastarfinu og heyra þar reynslu annarra brotaþola kynferðisbrota. „Það er einhvern veginn svo miklu auðveldara að sjá í tilfelli ann- arra að um ofbeldisverk hafi verið að ræða sem brotaþolinn ber ekki ábyrgð, á meðan maður er sjálfur að burðast um með sektarkennd vegna þess sem kom fyrir mann sjálfan,“ segir Aníta. Spurð hvernig hún hafi það í dag tekur Aníta fram að hún sé enn að glíma við sektarkenndina, skömmina og sjálfs- ásökunina sem eru velþekktar afleiðingar nauðgana. „Svona ofbeldi hefur áhrif á hvern einasta þátt í lífi manns. Ég er viss um að þetta verði eitthvað sem ég þurfi að glíma við alla ævi og maður þarf stöð- ugt að vera á varðbergi til þess að láta þessa reynslu ekki aftra sér í lífinu. Það er líka svo ósanngjarnt að eiga þetta lífs- tíðarverkefni fram undan út af einu kvöldi sem fór illa,“ segir Aníta. Hún er í dag í fullri vinnu og í námi með til þess að undirbúa sig undir að geta sest aftur á skólabekk fyrir alvöru með haustinu. Fékk aftur trú á lífið „Ég leitaði mér fyrst aðstoðar hjá Stíga- mótum árið 1998 í kjölfar nauðgunar. Fyrsta árið var ég í reglulegum viðtölum hjá starfskonum Stígamóta og þær veittu mér ómetanlega aðstoð,“ segir Eva sem var tæplega þrítug þegar henni var nauðg- að. Hún hefur síðan þá reglulega mætt í viðtöl til Stígamóta og á síðustu árum tek- ið þátt í sjálfshjálparhópi. Beðin að rifja ofbeldisatvikið upp segir Eva að hún hafi verið úti að skemmta sér. „Kunningi minn, sem var eins og ég undir áhrifum, bauðst til þess að fá vin sinn til að keyra mig heim, en sá keyrði okkur hins vegar heim til kunningja míns og keyrði í burtu. Ég var þá orðin mjög veik og hafði farið út úr bílnum til að æla. Kunningi minn bauð mér að koma inn til að hressa mig við, en ég tjáði honum að ég vildi fara beint heim. Hann bauðst þá til að hringja á leigubíl fyrir mig þannig að ég fór með honum inn. Þegar við komum inn réðist hann á mig. Ég byrjaði á því að berjast á móti, en það virtist bara espa hann upp. Ég gafst því fljótlega upp á að veita mót- spyrnu og hugsaði um það eitt að lifa af, því mér leið eins og ég væri í lífshættu. Ég slapp með rifin föt og áverka á kynfærum, sem var ekki nægilegt ofbeldi samkvæmt skilgreiningu íslensku laganna.“ Áverkarnir ekki nægilega miklir Að sögn Evu ákvað hún fljótlega í kjölfar nauðgunarinnar að kæra og leitaði til bæði Stígamóta og Neyðarmóttökunnar innan við tveimur dögum eftir árásina. „Til að byrja með kenndi ég sjálfri mér um atvikið og fannst að ég hefði átt að vita betur en að treysta þessum kunningja mínum. Mér fannst ekki koma annað til greina en að kæra enda bjóst ég ekki við öðru en að nauðgun væri ólögleg,“ segir Eva og tekur fram að það hafi verið mikið áfall þegar kærunni var vísað frá. „Verjandi mannsins hélt því fram að ég hefði getað rifið föt mín sjálf og kunningi minn hélt því fram að um hefði verið að ræða mjög agressíft kynlíf, með mínu samþykki, sem hafi leitt til þess að það voru áverkar,“ segir Eva og bætir við: „Mér finnst ekki eðlilegt að samfélagið samþykki svona ofbeldi. Málinu var vísað frá af því að nægilegu ofbeldi var ekki beitt. Áverkarnir á mér voru ekki nægilega miklir. Ég barðist fyrst á móti og sagði honum ítrekað að ég vildi ekki vera með honum. Það ætti að vera nóg, en er það ekki hérlendis því lögin virðast ekki gera ráð fyrir því að ég hafi kynfrelsi og geti neitað. Ég hefði verið betur varin lagalega séð ef hann hefði brotist inn á heimili mitt og stolið þaðan bréfum.“ Eva þurfti í kjölfar nauðgunarinnar að glíma við erfiðar andlegar afleiðingar hennar svo sem sjálfsvígshugsanir og þunglyndi. Spurð um aðstoðina sem hún fékk hjá Stígamótum segir Eva mikilvægt að hún hafi alfarið sjálf fengið að ráða ferðinni. „Ég fékk að koma hvenær sem ég vildi og réð því um hvað væri rætt. Stund- um gat ég ekkert sagt og þá fékk ég bara að gráta. Eitt af því sem var svo mikilvægt var að ég mátti viðurkenna að mér liði illa,“ segir Eva og tekur fram að aðstand- endur brotaþola nauðgana reyni oft að hvetja brotaþolann til þess að gleyma of- beldinu. „Ég reyndi lengi vel að láta eins og ekkert hefði gerst og halda áfram með líf mitt. En það gjörbreytist allt eftir svona árás,“ segir Eva sem í kjölfar nauðgunar- innar leið fyrir mikla félagsfælni auk þess sem áfengisneysla hennar jókst þar sem hún reyndi með því móti að deyfa sig en átta ár eru síðan Eva fór í meðferð og hætti neyslu. Spurð hvernig aðstæður hennar séu í dag segist Eva hafa með aðstoð Stígamóta tekist að fóta sig í lífinu aftur, en hún er nú í meistaranámi við Háskóla Íslands. Hún er í sambúð með æskukærastanum en þau eiga tvö börn á unglingsaldri. Aðspurð segir hún nauðgunina hafi tekið mjög á manninn hennar og fjölskylduna alla, en tekur fram að maðurinn hennar hafi einn- ig getað leitað sér aðstoðar hjá Stígamót- um og að það hafi reynst þeim ómetan- legt. „Að mörgu leyti má segja að þessi lífsreynsla og sá stuðningur sem ég fékk hjá Stígamótum til að vinna úr henni hafi þroskað mig sem manneskju og gert mig sterkari. Fyrst ég lifði þetta af þá tel ég mig geta komist í gegnum allt.“ Ómetanleg aðstoð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.