SunnudagsMogginn - 07.03.2010, Blaðsíða 6

SunnudagsMogginn - 07.03.2010, Blaðsíða 6
6 7. mars 2010 A llt útlit er fyrir æð- isgenginn endasprett í ensku úrvalsdeild- inni í knattspyrnu á þessu vori. Mótið hefur um margt spilast óvenjulega og þeg- ar tíu umferðir eru óleiknar eiga þrjú lið býsna góða möguleika á meistaratitlinum, Chelsea, Man- chester United og Arsenal. Undanfarin tíu ár hafa meist- araliðin í Englandi tapað að með- altali 3,7 leikjum á vetri. Flestum tapaði Manchester United 2000- 01, sex talsins, en Arsenal fæst- um, ekki einum einasta, 2003- 04. Chelsea hefur þegar lotið fimm sinnum í gras á yfirstand- andi leiktíð og Manchester Unit- ed og Arsenal sex sinnum. Man- chester City hefur raunar aðeins tapað fjórum leikjum en tíu jafn- tefli gera það af verkum að liðið er tólf stigum frá toppnum enda þótt það eigi leik til góða. Það er að líkindum of breitt bil að brúa, jafnvel í þessu undarlega árferði. Meðalstigafjöldi ensku meist- araliðanna undanfarinn áratug er 88,3 stig. Chelsea á stigametið, 95 stig frá 2004-05 en 2000-01 dugðu 80 stig Manchester United til að landa titlinum. Chelsea er á toppi deildarinnar núna með 61 stig og gæti því í besta falli lokið keppni með 91 stig. Eins og mót- ið hefur þróast verður að teljast afar hæpið að eitt toppliðanna vinni alla sína leiki fram á vorið og því eru yfirgnæfandi líkur á því að deildin vinnist á færri stig- um en 88. Nær örugglega koma 85 stig til með að duga. Toppliðin þrjú hafa leikið á als oddi á heimavelli í vetur, Chelsea og United hafa unnið tólf af fjór- tán leikjum sínum þar og Arsenal ellefu. Úti hafa þau öll unnið sjö leiki af fjórtán. Samtals hafa toppliðin þrjú tapað sautján leikjum, þar af þrettán á útivelli. Til samanburðar má geta að þrjú efstu liðin í fyrra, United, Liver- pool og Chelsea, töpuðu aðeins ellefu leikjum allan veturinn. Líkið reyndist með lífsmarki Sú staðreynd að Arsenal sé aftur komið í bullandi baráttu um tit- ilinn er til marks um tor- kennilegheit sparktíðarinnar. Manchester United ók yfir Skytturnar á Emirates- leikvanginum í lok janúar og Chelsea bakkaði yfir líkið viku síðar. Öll sund virtust lokuð. Síðan hefur Arsenal fengið fullt hús stiga úr þremur leikjum á meðan Chelsea hefur aðeins nælt í þrjú stig og United fjögur. Sé mið tekið af þessari þróun gæti þess vegna allt önnur staða verið komin upp í lok mánaðarins. Ýmsir eru á því að Arsenal eigi auðveldustu leikina eftir, þeirra á meðal Sir Alex Ferguson, knatt- spyrnustjóri Manchester United – ef hægt er að tala um auðvelda leiki á þessu stigi móts. Engum blöðum er hins vegar um það að fletta að Chelsea á erf- iðustu dagskrána fyrir höndum. Liðið á meðal annars eftir að mæta Tottenham og Liverpool á útivelli, auk risaslagsins við Manchester United í Leikhúsi draumanna 3. apríl. Á móti kem- ur að heimaleikirnir virka auð- veldir á pappírunum. Það veikir lið Chelsea verulega þessa dagana að þrír lykilmenn eru frá vegna meiðsla, Petr Cech, Ashley Cole og Michael Essien. Raunar hafa öll toppliðin lent í meiðslavand- ræðum í vetur, nægir þar að nefna stórmenni á borð við Rio Ferdinand og Nemanja Vidić hjá United og Robin van Persie og Theo Walcott hjá Arsenal. United á eftir að mæta fjórum af efstu liðunum sex, þar af þremur heima, Chelsea, Liver- pool og Tottenham. Þá eiga þeir Fergusynir eftir að glíma við samborgara sína í Manchester City á útivelli. Þar munu bein skjálfa. Hverjir hreppa hnossið? Æðisgenginn endasprettur framundan í ensku úrvalsdeildinni þar sem þrjú félög kljást um gullið Vikuspegill Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is Reuters Þeir hafa borið höfuð og herðar yfir aðra leikmenn í Englandi í vetur: Wayne Rooney, Manchester United; Didier Drogba, Chelsea og Cesc Fàbregas, Arsenal. Þeir hafa gert 69 mörk. Leikirnir sem toppliðin eiga eftir: Chelsea: West Ham (h), Blackburn (ú), Portsmouth (ú), Aston Villa (h), Man. Utd (ú), Bolton (h), Tottenham (ú), Stoke (h), Liverpool (ú), Wig- an (h). Man. Utd: Wolves (ú), Fulham (h), Liverpool (h), Bolton (ú), Chelsea (h), Blackburn (ú), Man. City (ú), Tottenham (h), Sunderland (ú), Stoke (h). Arsenal: Burnley (h), Hull (ú), West Ham (h), Birmingham (ú), Wolves (h), Tottenham (ú), Wigan (ú), Man. City (h), Blackburn (ú), Fulham (h).             ! !  " # $ "  #   %  &' ( '  !)** '$ *      ! "#  $! " %& '! " ()  ** & & % + Baráttan um fjórða sætið, sem gefur þátttökurétt í Meist- aradeild Evrópu næsta vetur, er ekki síður hörð. Fjögur félög hafa ósvikinn áhuga á því sæti, Totten- ham og Manchester City, sem hafa 49 stig, Liverpool, sem hefur 48 stig og Aston Villa, sem hefur 45 stig en á tvo leiki til góða á Liverpool og Tottenham og einn á City. Stóru félögin fjögur, Chelsea, Manchester United, Arsenal og Liverpool, hafa einokað efstu sætin fjögur frá árinu 2005. Einnig barist um fjórða sætið Leikur Manchester City eða Liver- pool í Meistaradeildinni að ári? Reuters
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.