SunnudagsMogginn - 07.03.2010, Blaðsíða 16

SunnudagsMogginn - 07.03.2010, Blaðsíða 16
16 7. mars 2010 N okkuð hefur verið deilt um á hvaða tímapunkti íslenska bankahrunið varð óumflýj- anlegt. Algengasta söguskýr- ingin er sú að með falli Lehman Brothers hafi lánalínur bankanna lokast og þar með hafi þeim verið allar bjargir bann- aðar. Lánalínur íslenskra fjárfestingafyr- irtækja á erlendri grundu lokuðust þó mun fyrr en í tilfelli íslensku bankanna. Afleiðingin varð auðvitað sú að íslensku bankarnir fengu stór félög á borð við Milestone og Baug í fangið snemma árs 2008. Talsvert hefur verið rætt og ritað um gjaldfellingar lána Milestone og tengdra félaga hjá erlendum bönkum. Glitnir kom Milestone til bjargar snemma á árinu 2008 og lánaði félaginu 250 milljónir evra – gjaldeyri sem bank- inn þurfti líklegast sjálfur sárlega á að halda. Eftir á að hyggja kunna aðgerðir bankanna að virðast undarlegar, en lík- lega töldu bankarnir nauðsynlegt að koma stóru íslensku fjárfestingafélög- unum til bjargar – til að halda íslenska hagkerfinu á floti. Lánveitingar bankanna til tengdra að- ila hafa verið mikið ræddar í kjölfar bankahrunsins. Því er vert að velta fyrir sér hvort bankarnir hafi sýnt viðleitni til að draga úr slíkum æfingum, og á hvaða tímapunkti það var gert. Einnig er vert að huga að því hvernig áhættu bankanna gagnvart einstökum viðskiptavinum var háttað. Gjaldþrotaskipti stórra fjárfest- ingafélaga hér á landi hafa leitt í ljós að gríðarmiklar fjárhæðir voru lánaðar til fyrirtækja, sem voru annaðhvort form- lega eða óformlega vensluð bönkum sem lánuðu þeim. Vildu þrengja lánaheimildir Þegar neikvæðar skýrslur um íslensku bankana bárust snemma árs 2006 urðu þeir fyrir talsverðri ágjöf. Krónan veikt- ist og hin skinhelgu matsfyrirtæki rumskuðu. Þá námu heildareignir ís- lenska bankakerfisins um fimmfaldri landsframleiðslu Íslands. Morgunblaðið hefur undir höndum fundargerð stjórnar Glitnis frá 25. maí 2006, þar sem skýr vilji stjórnenda bankans í þá veru að minnka áhættu bankans kemur í ljós. Bjarni Ármanns- son, þáverandi forstjóri, kynnti stjórn bankans áætlanir um að þrengja lána- heimildir bankans. Í greinargerð sem skilað var til stjórnarmanna Glitnis segir að engin skýr stefna sé fyrir hendi innan bankans um hvernig eigi að fara með stórar áhættuskuldbindingar bankans, sem nemi yfir 15% af eiginfé hans. Fram kemur í greinagerðinni að á þeim tíma hafi verið miðað við að áhætta gagnvart einstökum viðskiptavini megi ekki nema meira en 20% af eigin fé bankans. Jafn- framt mátti samanlögð áhætta gagnvart öllum viðskiptavinum í flokki stærstu áhættuskuldbindinga ekki nema meira en 400% af eigin fé. Stór áhættuskuld- binding er skilgreind sem áhætta sem nemur 10% af eigin fé eða meira. Þær tillögur sem sem lagðar voru fram á stjórnarfundinum í maí 2006 miðuðu við að áhætta gagnvart einstökum við- skiptavini mætti ekki nema meira en 15% af eigin fé, og samanlögð áhætta gagnvart viðskiptavinum, samkvæmt 10% reglunni sem er nefnd að ofan, mætti ekki nema meira en 150%. Sam- kvæmt heimildum Morgunblaðsins var þetta gert til að bregðast við gagnrýni matsfyrirtækja á áhættu bankans gagn- vart stórum viðskiptavinum. „We need the money“ Hannes Smárason sat í stjórn bankans á þessum tíma. Á fundinum, sagðist Hannes ekki geta sætt við þessar til- lögur, og sagði: „We need the money.“ Hannes sagði sig raunar úr stjórn eftir fundinn 25. maí, þar sem hann hafði keypt sig inn í Straum-Burðarás og gat þess vegna ekki setið í stjórn Glitnis áfram. Raunar eru reglur Fjármálaeftirlitsins afar rúmar hvað þetta varðar. Þar segir að áhætta gagnvart einum viðskiptavini megi ekki nema meira en 25% af eigin fé, og að heildaráhætta hæsta áhættu- flokks (lánveiting sem nemur yfir 10% af eigin fé) megi ekki nema meira en 800%. Áhættuhlutföll yfir meðaltali Á stjórnarfundi Glitnis 27. júní voru til- lögurnar sem fram voru lagðar 25. maí ræddar áfram. Samkvæmt fundargerð voru þær þó ekki samþykktar, heldur frestað til næsta stjórnarfundar. Í greinagerð sem dreift var til stjórn- armanna segir: „Standard & Poor’s heldur fram að reglubundið hámark FME um einstakar lánveitingar, 25%, sé sé af- ar hátt í ljósi áhrifa á eigið fé bankans, því ef eitt slíkt lán gjaldfellur gæti það haft áhrif á getu bankans til uppfylla lág- markskvaðir um eiginfjárhlutfall.“ Jafn- framt kemur fram að samkvæmt Stand- ard & Poor’s sé meðaltal stórra lánveitinga evrópskra banka um 7% af eigin fé þeirra. Í tilfelli Glitnis var hlut- fallið 14%. Fjárfestingafélögin Baugur, FL Group og Milestone eru nefnd í þessu sambandi, í skýrslunni sem dreift var til stjórnar. Niðurstaða fékkst í nóvember Niðurstaða náðist í málinu innan stjórn- ar Glitnis í nóvember 2006. Að endingu var samþykkt að áhætta gagnvart einum viðskiptavini mætti ekki vera meiri en 20% og heildaráhætta ekki meiri en 200% af eigin fé. Með öðrum orðum, einstakar áhættuskuldbindingar bankans sem voru yfir 10% af eigin fé hans máttu ekki vera samanlagt meiri en 200%. Heimildamenn Morgunblaðsins innan úr Glitni herma að þarna hafi stjórnendur bankans þurft að gefa eftir gagnvart hluthöfum sem sífellt juku hlut sinn í bankanum á þessum tíma, það er að segja FL Group. Seglin þanin á ný Sjá má á árshlutareikningum Glitnis á síðari hluta árs 2006 og fyrri hluta árs 2007 að verulega hafði hægt á útlána- vexti bankans. Vaxtatekjur voru minni en áður, þó þóknanatekjur sýndu lít- illega aukningu. Í apríl 2007 seldi Mile- stone stærstan hlut sinn í bankanum til FL Group. Á aðalfundi bankans fyrir árið 2006, sem var haldinn 20. febrúar 2007, hélst stjórnin lítið breytt, nema að Hannes Smárason tók þar sæti á ný. Ein- ar Sveinsson var áfram stjórnarformað- ur. Ríflega tveimur mánuðum síðar, eftir að FL Group hafði náð undirtökum í bankanum, var blásið til hluthafafundar þar sem stjórninni var skipt út og Þor- steinn M. Jónsson tók sæti stjórnarfor- manns, og Einar Sveinsson, sem lengi hafði setið í stjórn, fór þaðan. Jón Ásgeir Jóhannesson, sem var áhrifamikill innan FL Group, hafði náð undirtökum í bank- anum. Í lok maí 2007 var eignarhlutur FL Group í Glitni um 30%. Bjarni Ármannsson lét af störfum sem forstjóri og Lárus Welding tók við. Lárus hafði getið sér gott orð hjá Landsbank- anum í Lundúnum, en sérsvið hans voru fyrirtækjalán og fjárfestingabanka- starfsemi. Lítil breyting sást á bókum bankans við lok annars fjórðungs ársins 2007. Við lok þriðja fjórðungs sást hins vegar að nýr forstjóri og eigendur höfðu látið til sín taka, og ný útlán bankans og kröfur á lánastofnanir höfðu aukist um fjórðung og námu ríflega 2.000 millj- örðum. Útlán höfðu aukist um 190 millj- arða sumarið 2007. Fræg er yfirskrift kynningar Glitnis á uppgjöri þriðja fjórðuns: „Back on track“, eða Aftur á beinu brautina. Stjórnendur Glitnis töldu þannig bankann vera kominn á beinu brautina með auknum útlánum, á sama tíma og óveðursský hrönnuðust upp á alþjóðlegum fjármálamörkuðum. Harðnar á dalnum Haustið 2007 benti margt til þess að flestar dyr íslensku bankanna væru að lokast. Fjármagnsmarkaðir þornuðu upp. Glitnir var að sjálfsögðu engin und- antekning þar. Síðla hausts 2007 til- kynnti bankinn að hann hygðist efna til allsherjarkynningarherferðar í Banda- Svona var Glitnir keyrður í þrot Sumarið 2006 veltu stjórnarmenn Glitnis fyrir sér hversu áhættusækinn bankinn ætti að vera og hvaða stefnu ætti að móta varðandi stórar áhættuskuldbindingar hans. Tímasetningin var skiljanleg vegna þeirrar gagnrýni sem íslensku bankarnir höfðu orðið fyrir skömmu áður. Þegar nýir eigendur tóku völdin í bankanum vorið 2007 var ákveðið að blása efnahagsreikning bankans út og auka áhættuna í rekstrinum. Þessar ákvarðanir voru teknar á sama tíma og óveðursský hrönnuðust upp á alþjóðlegum fjármálamörkuðum. Fjármagn var ekki ódýrt lengur. Þórður Gunnarsson thg@mbl.is Jón Ásgeir Jóhannesson Hannes Smárason Þorsteinn M. Jónsson Lárus Welding ’ Í kynningu Lárusar kemur fram að ætlun Glitn- ismanna sé að stækka lánabókina gríðarlega fram til ársins 2009. Á einni glærunni kemur fram að lánabókin eigi að nema 44,3 milljörðum evra á árinu 2009, eða tæplega 4.000 milljörðum […]. Það er því ljóst að 10 mánuðum fyrir hrun bankakerfisins höfðu Glitnismenn lítinn hug á varfærinni og íhalds- samri bankastarfsemi – þvert á móti átti að gefa allt í botn til að komast í gegnum erfiðleikana.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.