SunnudagsMogginn - 07.03.2010, Blaðsíða 30

SunnudagsMogginn - 07.03.2010, Blaðsíða 30
30 7. mars 2010 É g held að við þurfum algjörlega nýja nálgun á umræðuna um kynbundið ofbeldi þar sem áherslan er á mögulega ofbeld- ismenn. Þannig þarf forvarnarstarfið í auknu mæli að beinast að drengjum og körlum á jákvæðan hátt þar sem undir- strikuð er við þá virðing í samskiptum kynjanna. Það er það eina sem getur dreg- ið úr ofbeldinu. Við getum endalaust hvatt stúlkur og konur til að passa sig en það kemur ekki til með að breyta neinu, því það er alltaf í höndum þess sem beitir of- beldinu hvort það er framið eða ekki. Það er langt því frá allir karlar sem beita of- beldi en skemmdu eplin eru í þeirra hópi. Mér finnst vitundarvakningin vera komin þangað núna að fólk getur tekið við þess- um skilaboðum, karlar skilja þetta og vilja vera með í baráttunni og það er gríðar- legur munur frá því sem áður var,“ segir Guðrún Jónsdóttir, talskona Stígamóta. Á alþjóðlegum baráttudegi kvenna á morgun, 8. mars, verða liðin 20 ár síðan Stígamót hófu starfsemi sína. Þessara tímamóta verður, að sögn Guðrúnar, minnst með margvíslegum hætti á árinu. Venju samkvæmt verður ársskýrsla Stíga- móta kynnt 8. mars og boðið til móttöku í Sjóminjasafninu kl. 17-19 með ávarpi for- sætisráðherra. Þriðjudaginn 9. mars verð- ur haldin ráðstefna undir yfirskriftinni Nauðganir og viðbrögð samfélagsins við þeim. „Hápunktur afmælisársins verður síðan mánudaginn 25. október þegar ætl- unin er að endurtaka kvennafrídaginn á 35 ára afmælisári hans, en öll kvenna- hreyfingin í landinu stendur þar að baki. Tilgangurinn er að virkja allar konur á Ís- landi til að fara út á götur, standa saman og sýna að við líðum ekki að konur séu beittar órétti,“ segir Guðrún og bendir á að í tengslum við kvennafrídaginn verði hér á landi haldin annars vegar alþjóðleg kvennaráðstefna sem kvennahreyfingin skipuleggi auk þess sem Stígamót standi að ráðstefnu fyrir regnhlífasamtök nor- rænu kvennaathvarfahreyfingarinnar. Konur sérfræðingar í sjálfum sér Aðspurð um starfið hjá Stígamótum síð- ustu tvo áratugi segir Guðrún að frá stofn- un hafi 5.347 einstaklingar nýtt sér þjón- ustu Stígamóta, bæði konur, börn og karlar. Tekur hún fram að börn sæki ekki lengur aðstoð til Stígamóta eftir tilkomu Barnahúss og bendir jafnframt á að oft sé lítil skörun milli Stígamóta og Neyðar- móttöku vegna nauðgana þar sem flestir skjólstæðingar Stígamóta leiti þangað vegna langtímaáhrifa kynferðisofbeldis sem þeir urðu fyrir í æsku eða fyrir ein- hverjum árum á meðan skjólstæðingar Neyðarmóttökunnar komi vegna nýlegra nauðgana. „Fyrst eftir stofnun var aðsóknin gríð- arleg enda ljóst að hér var um uppsafn- aðan vanda í samfélaginu að ræða,“ segir Guðrún og rifjar upp að stofnun Stígamóta hafi á sínum tíma vakið nokkra mótstöðu í samfélaginu þar sem margir hafi ekki vilj- að viðurkenna að ljótleiki á borð við sifja- spell og nauðganir fyrirfyndust í íslensku samfélagi enda aldrei vinsælt að vera boð- beri válegra tíðinda. „Á sama tíma voru konur upp til hópa fjúkandi reiðar yfir því að svona útbreitt samfélagsmein hefði legið algjörlega í þagnargildi öldum saman. Þær voru reiðar við fagstéttirnar yfir því að hafa ekki sinnt þessum málum og áttu erfitt með að skilja að fagfólk á borð við sálfræðinga, fé- lagsfræðinga, geðlækna, lögreglu, hjúkr- unarfræðinga, presta og kennara hefðu ekki numið þessar aðstæður. En hvernig átti þetta fólk frekar en aðrir að vita að ástandið væri svona slæmt? En einmitt af því að enginn vissi þá voru brotaþolar kynferðisofbeldisins endurskilgreindir sem sérfræðingarnir og í því fólst mikil valdefling,“ segir Guðrún og bendir á að konur hafi á þessum tíma almennt ekki verið álitnar vera sérfræðingar í sjálfum sér. Þolendur ávallt teknir alvarlega „Strax á upphafsárum Stígamóta mót- uðust þær vinnuaðferðir sem hér eru enn hafðar í heiðri og felast í því að byggja á þekkingu þeirra sem orðið hafa fyrir of- beldinu. Við lítum á fólkið okkar sem heil- brigða einstaklinga sem lent hafa í hræði- legu ofbeldi og komist í gegnum þá lífsreynslu og búa þess vegna yfir miklum styrk. Einnig skiptir mjög miklu máli fyrir konurnar sem hingað leita að finna að þær eru teknar alvarlega,“ segir Guðrún og undirstrikar að hjá Stígamótum sé aldrei talað um „meinta“ nauðgun. „Við höfum enga ástæðu til að trúa ekki eða treysta ekki fólki sem kemur hingað, enda kemur fólkið hingað fyrst og síðast til þess að hjálpa sjálfu sér. Það kærir sjaldnast. Því skyldi það koma hingað til að bulla um eitthvað sem ekki hefur átt sér stað?“ segir Guðrún og tekur fram að rauði þráðurinn í öllu starfi Stígamóta sé öflugt sjálfshjálparstarf. Að sögn Guðrúnar hefur fjöldi þeirra sem leita sér aðstoðar hjá Stígamótum á síðustu árum haldist nokkurn veginn sá sami milli ára. „Á síðustu árum hafa konur og einnig nokkrir karlar úr vændi og klámiðnaðinum bæst í hóp okkar fólks. Þessi einstaklingar hafa nákvæmlega sömu einkenni og annað fólk sem beitt „Við þurf- um nýja nálgun“ Frá því Stígamót tóku til starfa 8. mars 1990 hafa alls 5.347 einstaklingar nýtt sér þá aðstoð sem þar er hægt að fá. Guðrún Jónsdóttir, talskona Stígamóta, lætur sig dreyma um að hægt verði að breyta Stígamótum í sólarhrings kvennaathvarf. Silja Björk Huldudóttir silja@mbl.is „Dagskrá ráðstefnunnar er hugsuð þannig að nauðgunarmálum sé fylgt frá verknaði og staldrað við á öllum stigum þar til hugsanlegir dómar falla. Þeirri spurningu er velt upp hvað gerist í meðförum hvers stigs, hvort meðferðin sé viðunandi eða hvort við getum hjálpast að við að bæta hana,“ segir Guðrún. Vísar hún þar til ráð- stefnu sem ber yfirskriftina Nauðganir og viðbrögð samfélagsins við þeim og haldin verður á Grand hóteli þriðjudaginn 9. mars kl. 13-17 í tilefni af 20 ára afmæli Stígamóta. Auk Guðrúnar flytja framsögu þau Þór- dís Elva Þorvaldsdóttir rithöfundur, Sæ- unn Kjartansdóttir sálgreinir, Katrín Anna Guðmundsdóttir jafnréttishönnuður, Þor- björg Inga Jónsdóttir hæstaréttarlögmað- ur, Stefán Eiríksson, lögreglustjóri á höf- uðborgarsvæðinu, Valtýr Sigurðsson ríkissaksóknari og Ragnheiður Harðar- dóttir settur héraðsdómari, auk þess sem dómsmálaráðherra mun ávarpa samkom- una. Meðal þess sem til umfjöllunar verður á ráðstefnunni eru brotalamir í rannsókn og meðferð kynferðisbrotamála, aðkoma réttargæslumanna að nauðgunarmálum, hlutverk og verkefni lögreglu í nauðg- unarmálum, aðkoma embættis ríkis- saksóknara að nauðgunarmálum og með- ferð nauðgunarmála fyrir dómi. „Hið illvinnanlega vígi er réttarkerfið, sem er afskaplega illa hannað til að vernda konur fyrir mannréttindabrotum. Það er alveg með ólíkindum að bera sam- an tölur yfir nauðgunardóma við þann fjölda kvenna sem leitar sér hjálpar vegna nauðgana annars vegar hérna og á hins vegar á Neyðarmóttökunni. Við fáum vitneskju um 200-300 nauðganir á hverju einasta ári, en á sama tíma eru aðeins 5-15% þeirra mála sem koma inn á borð til okkar kærð til lög- reglu. Á tímabilinu 1997-2006 fóru að með- altali aðeins fimm nauðgunarmál í gegnum alla héraðdóma landsins og aldrei fleiri en þrjú mál á ári í gegnum Hæstarétt. Þessar tölur eru í æpandi mótsögn við það að við séum réttarríki sem verndi þegnana fyrir glæpum. Stundum finnst mér að löggjöfin sé varla pappírsins virði þegar hún virkar ekki,“ segir Guðrún og tekur fram að um sé að ræða sameiginlegt vandamál á öllum Norðurlöndunum og í Evrópu. „Einhvern veginn virkar þetta á mig eins og svikamylla þó ég geti ekki bent á neinn svikara. Þegar Neyðarmóttakan var stofnuð og sýnatökur urðu mjög faglegar þá héldum við að dómum myndi fjölga, en það gerðist ekki. Nefna má djúpstæða tortryggni í garð kvenna sem segja frá nauðgunum og að sjálfsögðu eðli þessara glæpa sem fara fram þar sem engin vitni eru og konur leita sér hjálpar seint eða aldrei. Þannig að það verður aldrei auðvelt að ná utan um þessa menn og þennan málaflokk. Við megum samt ekki gefast upp. Við verðum að hugsa upp á nýtt.“ Segir réttarkerfið hið illvinnanlega vígi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.