SunnudagsMogginn - 07.03.2010, Blaðsíða 2

SunnudagsMogginn - 07.03.2010, Blaðsíða 2
2 7. mars 2010 4-9 Spegill vikunnar Fljúgandi fiskar, toppbaráttan í ensku úrvalsdeildinni, Michael Foot allur og fór neyðaraðstoðin í Eþíópíu í hernað? 22 Bjart yfir Listahátíð í Reykjavík Listahátíð í Reykjavík fagnar fertugsafmæli sínu á þessu ári. Hrefna Haraldsdóttir, listrænn stjórnandi hennar, er bjartsýn á framtíðina. 27 Er þyngdarlögmálið ímyndun? Kristján Leósson eðlisfræðingur og Hjálmar H. Ragnarsson, tónskáld og rektor LHÍ, skrifa um vísindi á mannamáli. 30 Stígamót í tuttugu ár Guðrún Jónsdóttir, talskona Stígamóta, lætur sig dreyma um að hægt verði að breyta Stígamótum í sólarhringskvennaathvarf. 34 Á vettvangi hamfara Ingvar Á. Þórisson kvikmyndagerðarmaður var fluga á vegg meðan Íslenska alþjóða- björgunarsveitin var á Haítí fyrir skemmstu. 37 Orrusta um árshátíð Stjórn nemendafélags FB vildi halda árshátíð nemenda úti á landi en stjórnendur skólans lögðust gegn því. Málum var miðlað að lokum. Lesbók 48 Skaut Eiður í slána eða slánna? Baldur Hafstað sér um Tungutak vikunnar. 48 Örlög milljóna manna Grafíklistakonan Sigrid Valtingojer sýnir verk sín, gömul og ný, í Lista- safni ASÍ á 75 ára afmælinu. 52 Verður öfgum svarað með öfgum? Rýnt í nýja bók eftir Ian Buruma, Guðirnir tamdir. 38 Efnisyfirlit Forsíðumyndina tók Golli af Birni Thors leikara Umsjón Sunnudagsmoggans: Pétur Blöndal, pebl@mbl.is Umsjón Lesbókar: Einar Falur Ingólfsson, efi@mbl.is Ritstjórn Sunnudags- moggans: Arnar Eggert Thoroddsen, Árni Matthíasson, Bergþóra Jónsdóttir, Helgi Snær Sigurðsson, Hólmfríður Gísladóttir, Ingveldur Geirs- dóttir, Kolbrún Bergþórsdóttir, Kristján Jónsson, Orri Páll Ormarsson, Signý Gunnarsdóttir , Skapti Hallgrímsson, Ylfa Kristín K. Árnadóttir. 40 Augnablikið Þ etta er dagurinn sem rithöfundar skríða úr hýði sínu og blanda geði. Það er höf- undakaffi í höfuðstöðvum Forlagsins. „Það eru allar félagslegar æfingar þegnar í þessu einmanalega starfi,“ segir Sigurður Pálsson kíminn – á sinn skáldlega hátt. Hann vinnur við æskudrauma þessa dagana – skrifar minningabók um barnæskuna, sem kemur þó ekki út fyrr en á næsta ári. Þetta er því ekki framhald Minningabókar, sem var frá Parísar- árunum, „heldur afturhald!“ Svo hrósar hann kaffivélinni. – Jafnast hún á við Le Sélect? „Hún fer langleiðina,“ svarar hann. „Ljósin í henni minna mann á diskótek fremur en nokkuð annað. Sem er fínt!“ Hann gengur að kaffivélinni. „Blessaður Siggi!“ er kallað digrum rómi. Einar Kárason er mættur í hús. Þá eru þrír ferðafélagar frá Route 66 á staðnum, rithöfundarnir Einar og Ólafur Gunnarsson, og forleggjarinn og myndasmiðurinn Jóhann Páll Valdimarsson, en þeir fóru á „reykspólandi Kadi- lakk yfir Ameríku“. Árni Bergmann hefur frekar beint sjónum sínum austur á bóginn, enda talar hann rússnesku. Þó ekki þennan daginn. Fleiri höfundar skjóta upp kollinum, Stefán Máni, Sig- rún Eldjárn, Bragi Ólafsson og Bergljót Arnalds með nýfætt stúlkubarn. „Þarna er yngsti höfundurinn kominn – hún er fjögurra mánaða,“ segir Sigurður. Einhver hefur orð á því að hún muni landið erfa. „Það verður nú lítið annað en bækur,“ segir Bergljót. „Literatúrinn!“ segir Einar. Hann gaumgæfir ungabarnið. „Hvað heita svona fínar manneskjur?“ „Hún er ekki komin með nafn,“ svarar Bergljót. Einar stenst ekki mátið. „No Name-manneskja ársins!“ Sigurður grípur orðið. „Mér hefur alltaf þótt nafn franskrar dóttur André Breton fallegt. Hún heitir Aube. Dögun.“ „Ég ætlaði að skíra Forlagið Dögun á sínum tíma, en þá var til byggingarfélagið Dögun,“ skýt- ur Jóhann Páll inn í. „Þú mælir með Dögun?“ spyr Bergljót. „Já,“ segir Sigurður. „En byggingarfyrirtækið?“ spyr Einar. Eydís berst í tal sem nafn. „Eighties?“ spyr Sigurður. En hann er ekki hættur við Dögun. „Það þyrfti eins atkvæðis „no nonsense“ nafn með Dögun. Dögun Sif.“ „Er hún ekki komin með nafn?“ spyr Sif Jó- hannsdóttir, sem sest við borðið með fimmtu kynslóð forleggjara í fanginu. „Dögun?“ segir Bergljót spyrjandi. „Ókei,“ segir Sif. „Ef bóndinn samþykkir,“ flýtir Bergljót sér að bæta við þegar hún sér blaðamann skrifa. pebl@mbl.is Sigurður Pálsson, Jóhann Páll Valdimarsson, Ólafur Gunnarsson og Bragi Ólafsson í höfundakaffinu. Morgunblaðið/Árni Sæberg Literatúrinn! 7. mars Í dag verða haldnir fjórðu tónleikarnir í barna- og fjölskyldutónleikaröðinni Töfrahurð í Salnum í Kópavogi, en hugmyndin á bak við röðina er að börn- in fái að taka þátt í og kynnast tónlistarsköpuninni. Að þessu sinni mun klassísk danstónlist, m.a. eftir Mozart og Strauss, óma á sviðinu og verð- ur Salnum breytt í diskótek í tilefni dagsins. Sérstakur gestur verður ten- órinn Jóhann Friðgeir Valdimarsson, dansarar úr Listdansskóla Íslands stíga á svið og hljómsveit hússins verður Sinfóníuhljómsveit áhuga- manna. Frá kl. 12.30 til 14.30 verður götuleikhús og andlitsmálun í and- dyrinu en dagskráin hefst kl. 13 og kl. 15. Klassískt fjölskyldudiskótek Við mælum með… 7. mars Kl. 14 veitir Messí- ana Tómasdóttir leið- sögn um sýninguna Strengir í Gerðubergi. Á sýningunni má líta leikbrúður, búninga og grímur frá nokkrum sýningum Strengjaleikhússins og höfðar hún jafnt til barna sem full- orðinna. 9. mars Trúbadorarnir og söngvaskáldin Uni og Jón Tryggvi halda tón- leika á Rósenberg kl. 21. Þetta eru kveðjutónleikar í til- efni tónleikaferðar til Bandaríkj- anna en þau hlutu nýlega styrk frá Reykjavík Loftbrú. 10.-13. mars Í vikunni mun hljómsveitin South River Band blása til alþýðu- og heimstónlistarhátíðarinnar Reykja- vík Folk Festival á Kaffi Rósenberg og munu alls 14 sveitir koma fram. www.noatun.is Nóatún bestir í kjöti 20% afsláttur AÐ EIGIN VA LIKRYD DAÐ LAMBAFILE MEÐ FITURÖND KR./KG 2798 BBESTIR Í KJÖTI ÚRKJÖTBOR ÐI ÚR KJÖTBORÐI 3498
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.