SunnudagsMogginn - 07.03.2010, Blaðsíða 9

SunnudagsMogginn - 07.03.2010, Blaðsíða 9
7. mars 2010 9 M illjónir dollara, sem átti að nota til að hjálpa fórn- arlömbum hung- ursneyðarinnar í Eþíópíu 1984 og 1985, fóru í vopnakaup sam- kvæmt rannsókn breska rík- isútvarpsins, BBC. Gamlir bylt- ingarforingjar sögðu BBC að þeir hefðu blekkt hjálparstarfsmenn til að ná í fé, sem var notað til að fjármagna tilraunir til að steypa stjórn landsins. Írski söngvarinn Bob Geldof, forsprakki Band Aid, sem stóð fyrir LiveAid-tónleikunum og safnaði rúmlega 60 milljónum dollara fyrir Eþíópíu, tekur lítið mark á niðurstöðum BBC. „Ver- ið getur að eitthvert fé hafi verið misnotað í þessum átökum, sem voru þau mestu og lengstu í álf- unni, en að halda því fram að umfangið hafi verið svona mikið er bara kjaftæði,“ sagði Geldof. Einn byltingarforinginn úr Þjóðfrelsishreyfingu Tigray (TPLF) hélt því fram við BBC að 95 milljónir dollara frá vestræn- um ríkisstjórnum og góðgerð- arstofnunum, þar á meðal Band Aid, hefðu farið til skæruliða. BBC vitnar einnig í skýrslu bandarísku leyniþjónustunnar, CIA, frá 1985 þar sem segir að nánast sé víst að sjóðir, sem safnað hafi verið til að aðstoða Eþíópíubúa, hafi farið í hernað. Þegar hungursneyðin skall á átti stjórn Eþíópíu í átökum við uppreisnarmenn í norðurhér- uðunum Eritreu og Tigray. Stórir hlutar landsbyggðarinnar voru ekki á valdi stjórnarinnar. Komu hjálparstofnanir því með aðstoð frá Súdan og var hún ýmist í formi matvæla eða peninga til að kaupa korn af bændum, sem enn voru aflögufærir. Gebremedhin Araya, sem nú er í útlegð í Hollandi, lýsir því hvernig hann dulbjóst sem kaupmaður og vélaði hálfa millj- ón dollara út úr starfsmanni Christian Aid, Max Peberdy, með því að selja honum sekki með sandi. Peberdy trúir ekki þessum fullyrðingum: „Þetta gerðist fyrir 25 árum og á þeim tíma hefur enginn haldið neinu fram í líkingu við þetta.“ Harmleikurinn í Eþíópíu átti sér stað í kalda stríðinu. 1983 hafði Ronald Reagan Banda- ríkjaforseti gefið út tilskipun um að mæta ætti Sovétmönnum af hörku um allan þriðja heiminn. Ekki er ljóst hvort það hefur þýtt stuðning við uppreisnarmenn í Eþíópíu, en í frétt BBC segir að ekki sé útilokað að CIA hafi ekki bara vitað af því að peningarnir fóru til TPLF, heldur stutt það. Fór aðstoð- in í hernað? Var þróunaraðstoðin notuð til að kaupa vopn í stað matvæla? ’ Í frétt BBC segir að ekki sé úti- lokað að CIA hafi ekki bara vitað af því að peningarnir fóru til TPLF, heldur stutt það.Sagt að uppreisnar- menn hafi fengið fé Vikuspegill Karl Blöndal kbl@mbl.is Tilboð kr. 360.000 DUX CLASSIC 2 DUX Classic 90x200cm/Xtandard yfirdýna 180x200cm og fætur DUX VISTA CLASSIC PAKKI 2 DUX Classic 90x200cm/Xtandard yfirdýna 180x200cm/23cm fætur/ Vista höfuðgafl og Mathilda rykfaldur. Tilboð kr. 457.000 Ný sending betra gengi enn betra verð 20% afsláttur af öllum sérpöntunum út mars Ármúla 10 | sími: 5689950 | www.duxiana.com
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.