SunnudagsMogginn - 07.03.2010, Blaðsíða 20

SunnudagsMogginn - 07.03.2010, Blaðsíða 20
20 7. mars 2010 V ið fluttum heimilið heim! segir Arnrún Magn- úsdóttir, Adda á Friðriki fimmta, þegar Morg- unblaðið kíkir inn hjá henni, Friðriki Val Karlssyni, og börnunum á Oddeyrinni í höf- uðstað Norðurlands seint á fimmtudagskvöldið. Þau eru búin að ganga frá á veitingastaðnum og komin heim með ýmsa muni. „Bara eftir að skila lyklunum,“ segir hún. Mörgum kom sú frétt á óvart að dyr þessa rómaða veit- ingastaðar yrðu ekki opnaðar framar í húsinu fallega neðarlega í Gilinu. „Við erum á hriplekum dalli þannig að það var langgáfulegast að koma í land strax frekar en halda áfram að róa,“ sagði Friðrik kvöldið áður, í þann mund sem hann greindi starfsfólki sínu frá tíðindinum. Hjónin hafa kappkostað að kynna hráefni úr heima- byggð og Friðrik er án efa þekktasti trúboðinn á því sviði. Þar sem Friðrik fimmti kemur fram má treysta að hnoss- gæti úr Eyjafirði er ekki fjarri. En allt er breytingum háð. Endurskipulagning ekki nóg „Árið 2009 var mjög erfitt, við fórum í endurskipulagn- ingu í samvinnu við húseigendur og viðskiptabanka okk- ar en reksturinn ber samt ekki vaxtabyrðina og leigan er of há. Báðir þessir aðilar hafa sýnt okkur velvilja en það er ekki nóg. Við höfum verið með ákveðnar hugmyndir en talsvert ber í milli, hvorugur hefur reyndar sagt nei en heldur ekki já, á meðan sökkvum við aðeins dýpra og okkur finnst heiðarlegast að hætta strax.“ Friðrik segir að sér líði hálfpartinn eins og manni sem tekur úr sambandi öndunarvél sem barnið hans er tengt við. En þegar lyf og aðgerðir hafi verið reynd sé stundum ekki um annað að ræða. Friðrik kveðst hafa lækkað eigin laun um helming í fyrra og Arnrún vann launalaust. Þau segjast geta greitt starfsmönnum sínum, sem eru rösklega 20, laun fyrir febrúar, skuldi engin launatengd gjöld en ljóst sé að ein- hverjir birgjar þeirra tapi peningum. „Mér svíður það mest. Við höfum átt frábært samstarf við þá og ég hefði viljað geta hætt án þess að skulda þeim en með því að halda áfram hefðu skuldirnar einfaldlega aukist.“ Þau stofnuðu veitingastaðinn fyrir níu árum í húsnæði við Strandgötu. Friðrik var þá í fullri vinnu sem kennari við matvælabraut Verkmenntaskólans og Adda starfaði sem leikskólakennari. Staðurinn óx og dafnaði og 2007 var ráðist í það stórvirki að flytja í miklu stærra húsnæði; gamla mjólkursamlagið neðst í Gilinu. KEA á húsnæðið og tók þátt í ævintýrinu. En voru það mistök? Margir spyrja þess, segja þau, en þau séu ekki á þeirri skoðun. „Það er auðvelt að segja það nú að við höfum gert mistök en það var hárrétt ákvörðun þá. Vissulega er markaðurinn allt öðru vísi núna og við misstum mikið eftir hrunið því margir viðskiptavina okkar voru úr viðskiptalífinu.“ Fjölskyldan lagði allt sitt undir og hjónin segjast tapa mest allra. Viti í raun ekki hvort þau haldi húsi og bíl. Þau óska sjálf eftir gjaldþroti á hlutafélaginu Fredda kokki, sem rekur Friðrik V. en fjölskyldan á meirihluta í því félagi, 51%. „Það neyðir okkur enginn út í þetta; við erum ekki með rukkara á bakinu og ímyndin er fín en málið snýst ekki um það. Okkur finnst við sýna ábyrgð að fara þessa leið.“ Mikið hefur verið fjallað um ferðamannastraum til Ak- ureyrar í vetur en vertarnir tveir á Friðriki V. hafa ekki sömu sögu að segja og aðrir. „Samdrátturinn er mjög mikill á milli janúar og febrúar nú og sömu mánaða í fyrra. Okkar upplifun er ekki sú að hér sé brjálað að gera og reyndar að ekki sé sérstaklega bjart framundan. Það er mikið talað um að sumarið lofi góðu en það er ekkert nýtt: við höfum rekið staðinn í níu ár og það hefur alltaf verið brjálað að gera á sumrin. En til þess að halda úti heilsársveitingastað þurfa veturnir að skila ákveðnum tekjum og það gerist ekki núna.“ Friðrik segir mikið hafa verið að gera á laugardögum í vetur en það sé ekki nóg til þess að reka staðinn. „Fólk eyðir minna á sama tíma og aðföng hækka og við höfum ekki getað hækkað verð í samræmi við það. Ég held að í heildina sé ástandið erfitt og veit að kollegar mínir á fín- um veitingastöðum á höfuðborgarsvæðinu eru líka í vandræðum.“ Hann óttast að ástandið eigi eftir að versna enn frekar áður en það lagast á ný. „Það var ekki mikið bókað um páskana og okkur fannst staðurinn einfaldlega ekki á vetur setjandi.“ Veitingastaður á heimsmælikvarða Staðurinn er fínn – eins og sagt er; kemur það þeim nú í koll? „Við þjónum að miklu leyti ferðamönnum, þeim hefur fækkað þó að sumir haldi öðru fram og fleiri en áður koma örugglega við í búð og elda sjálfir heima. Svo eru sumir veitingastaðir hér í bænum með mat á útsölu,“ segir Friðrik. Nefnir að hugmyndir hafi vissulega verið viðraðar að breyta áherslum á staðnum en það hugnist þeim hjónum ekki. „Það virkar ekki að vera hamborg- arastaður á þriðjudögum og fínn staður á laugardögum. Við höfum reyndar nýtt veislusalinn í leiksýningar og uppákomur fyrir fjölskyldur og það hefur gengið mjög vel. En okkar hugmyndafræði er þekkt og við breytum henni ekki; það er búið að sanna að Akureyri getur átt veitingastað á heimsmælikvarða en eins og staðan er núna er bærinn of lítill fyrir svona stað.“ Friðrik hefur óbilandi trú á svæðinu en gagnrýnir þó margt. Hann lýsir t.d. gremju yfir því að vera í óbeinni samkeppni við Akureyrarbæ. „Við höfum ítrekað gert tilboð í veislur sem endað hafa í skólamötuneytunum.“ Segir svo að árshátíð Akureyrarbæjar, sem fari einmitt um fram nú helgina, hafi ekki verið boðin út frekar en mörg undanfarin ár. „Ég gagnrýni ekki Bautann fyrir að hafa eignast allar græjur og komið sér í einokunaraðstöðu varðandi íþróttahöllina og það hefur ekkert með málið að gera. Bautamenn eru einfaldlega sniðugir í viðskiptum en mér finnst það handvömm hjá Akureyrarbæ að þetta skuli hafa verið látið gerast. Svo ættu allir veitingamenn á svæðinu að velta því fyrir sér hvort réttlætanlegt getur talist að Akureyrarbær fjármagni veitingarekstur í menningarhúsinu Hofi í samkeppni við okkar hina.“ Samúðarskeyti og tár Talandi um þetta nefnir Friðrik að bæjarbúar séu ber- sýnilega afar stoltir af veitingastaðnum. „Við eigum marga góða fastakúnna og mörgum er brugðið yfir því að við skulum loka staðnum. Þegar fréttin birtist í Mogg- anum á fimmtudaginn byrjaði síminn að hringja hjá okk- ur strax klukkan sjö um morguninn, við fengum fullt af tölvupóstum, jafnvel samúðarskeytum og fólk kom til okkar með tárin í augunum. Það var eins og einhver hefði dáið,“ segir Friðrik. Mörgum finnst einhver taug hafa slitnað. Sjálfur segir hann lífið því miður bara stundum svona. En hann liggur ekki á skoðun sinni frekar en fyrri daginn: „Það hljómar kannski hrokafullt af minni hálfu en ég veit alveg hvar við stöndum og fullyrði að það er gjaldfelling fyrir Akureyri að missa svona stað.“ Almenningur er afar hrifinn af framtaki þeirra hjóna síðustu ár en þegar spurt er um hug annara veitinga- manna svarar Friðrik: „Ég gagnrýni ekki aðra staði, en það er kalt á toppnum. Og ég er ekki viss um að menn hafi talað neitt sérstaklega fallega um okkur. Ég er hins vegar ánægður með veitingamennskuna á Akureyri ef Gjaldfell- ing fyrir Akureyri Komin heim með dótið. Arnrún Magnúsdóttir, Axel Fannar Friðriksson, Friðrik Valur Karlsson, Karen Ösp Frétt um lokun veitingastaðarins Friðriks V. var mest lesin allra á mbl.is á fimmtudag. Hún birtist á baksíðu blaðsins, síminn á heimili eigendanna hringdi strax klukkan sjö, þeim bárust samúðarskeyti og sumir komu við með tárin í augunum. „Það var eins og einhver hefði dáið,“ segir Friðrik. Skapti Hallgrímsson skapti@mbl.is ’ Ætlar Akureyri að verða al- vöruferðamannabær eða vera fyrrverandi iðnaðarbær eins og í dag. Þetta þarf að ákveða. Ef við ætl- um að verða alvöruferðamannabær vantar mikið upp á og ég lýsi eftir stefnu bæjaryfirvalda.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.