SunnudagsMogginn - 07.03.2010, Blaðsíða 14

SunnudagsMogginn - 07.03.2010, Blaðsíða 14
14 7. mars 2010 legar í senn, ég tengi það alveg við sjálfan mig. Að sumu leyti hef ég mjög tæra, barnalega sýn á hlutina en svo er ég líka öldungur, öðrum þræði og mér hefur fundist heillandi að halda í þessa upplifun úr barnæsku, þegar maður var barn og heyrði í fyrsta skipti sögu eftir Astrid Lindgren eða sá einhverja bíómynd, þessi jómfrúarupplifun. Það hefur verið leynt og ljóst markmið hjá mér að búa til myndir fyrir fullorðið fólk sem leitast við að ná tengslum við einhverja bernskuupplifun.“ – Áhorfandinn fær ekkert að vita um forsögu þessara per- sóna í The Good Heart, getur í raun búið hana til sjálfur... „Mér finnst alltaf meira spennandi ef karakterarnir búa yfir einhverjum leynd- armálum, ef maður skynjar að mikið hefur gengið á og menn eru þjakaðir af reynslu en maður fær aldrei að vita ná- kvæmlega hvað gerðist. Þá sogast maður að karakter- unum og ég hef hálfgerða óbeit á því þegar gripið er til þess ráðs að útskýra allt um hegðun karakteranna út frá einhverju sem gerðist í bernsku, í formi endurlita. Maður spólar aftur í tímann og sér að strákurinn var sleginn utan undir af pabba sínum og þá á það að útskýra af hverju hann er eins og hann er í dag. Mér finnst það oft verða svo grófar einfaldanir,“ segir Dag- ur Kári, manneskjur séu það margslungnar að honum finn- ist það meira spennandi að halda slíku leyndu, að skapa svigrúm fyrir áhorfandann til að móta söguna. Eins og að fara í stríð – Hvernig leikstjóri ertu, písk- arðu menn áfram eða veitirðu leikurum mikið svigrúm, leyfir þeim að túlka persónur eins og þeim sýnist? Er undirbúnings- ferlið langt fyrir tökur hjá þér? „Það er nú svolítið misjafnt. Skemmtilegast er að vinna hlutina í samvinnu, ég held ég hafi mjög ákveðnar skoðanir á hlutunum en móta persón- urnar í samvinnu við leik- arana. Annars er það nú þann- ig að þegar maður er kominn í tökur þá er rosalega lítið svig- rúm, þetta er dálítið eins og að fara í stríð, maður er með nið- urnjörvaða hernaðaráætlun og svo verður hún bara að stand- ast í einu og öllu. Maður lendir t.d. stundum í því að vera að taka upp senu en um leið og maður er að taka hana upp sér maður að hún er ekki eins og maður hafði séð hana fyrir sér. Það er ekki hægt að endurtaka hana og þá verður maður bara annaðhvort að stytta hana eða nota hana í öðru samhengi. Þetta er líka dálítið heillandi og það er alveg ótrúlegt hvernig hlutir öðlast nýtt líf og möguleikar fæðast í klippi- vinnunni. Þar eiga sér stað miklar hrókeringar og maður skrifar myndina þar í rauninni upp á nýtt.“ – Hvað kom til að þú fékkst Brian Cox í þessa kvikmynd? „Mér finnst Brian Cox alveg frábær leikari og maður sér hann rosalega oft í stórum myndum þar sem hann fer með aukahlutverk. Alltaf þeg- ar hann birtist sogast maður að honum og maður vill sjá meira af honum, maður fær aldrei nóg af honum en eftir tíu mínútur er hann drepinn eða úr sögunni og maður óskar sér að myndin hefði frekar fjallað um hann frekar en Jake Gyllenhaal,“ segir Dagur Kári og kímir. Í The Good Heart fái fólk nóg af Cox, í tvennum skilningi. Hann sé nánast í hverju einasta atriði mynd- arinnar. – Var ekki heljarinnar mál að landa honum? „Jú, ameríska kerfið í heild sinni er bara eitt stórt vesen, margir milliliðir og afætur og þetta er ákveðinn frumskógur. En um leið og leikararnir voru búnir að lesa handritið gekk þetta fljótt fyrir sig vegna þess að þeir voru strax ólmir í að taka þátt í þessu,“ segir Dagur Kári. Leiðin að leikurum sé ansi löng þar vestra. Dálítið smeykur fyrst Spurður að því hvort það hafi ekki verið skrítið og stressandi að stýra jafnþekktum leikara og Cox svarar Dagur Kári að jú, vissulega hafi það verið það. „Ég neita því ekki að ég var dálítið smeykur og þá fyrst og fremst af því hann er svo reyndur, hefur verið í svo mörgum myndum og unnið með öllum fremstu leikstjórum heims. Ég var kannski pínu stressaður á því að ég myndi ekki standast samanburð en það var bara mjög fínt að vinna með honum.“ – Það hefur ekki þurft hundrað tökur fyrir hvert at- riði? „Nei, ég er reyndar hrifinn af því að taka mjög mikið en hann vill taka mjög lítið þann- ig að það var kannski ákveð- inn ágreiningur þar. Eftir þrjár tökur er honum bara farið að drepleiðast og hann vill helst ekki gera meira en ég er með ákveðna fullkomnunaráráttu og vil ekki hætta fyrr en ég veit að ég er kominn algjörlega með það sem ég þarf.“ – Hentaði það ekki bara mjög vel, í ljósi þess hvað hann leikur pirraðan mann, að pirra hann svolítið? „Jú, í rauninni var það mjög í þágu myndarinnar að hafa hann eins pirraðan og hægt væri.“ – Hinn aðalleikarinn, Paul Dano, er langt því frá eins vanur og Cox en hefur þó leik- ið í þekktum kvikmyndum. Hvernig var að stýra honum? „Það var bara ótrúlega gott samstarf, hann er einstaklega hæfileikaríkur, ljúfur piltur og þroskuð sál. Hann var ekki nema 23 eða 24 ára þegar við gerðum þessa mynd og hans hlutverk er mjög erfitt. Alla myndina verður hann vitni að hlutum og það er verið að segja honum hluti þannig að hann er bara að meðtaka, segir mjög lítið. Hann þarf í raun bara að vera á staðnum og upplifa hlutina. Það getur virst auðvelt en ég held að það sé fátt erfiðara,“ segir Dagur Kári. Jacques sé greinilega mjög lífsreyndur maður en Lucas sé fyrst og fremst op- inn. Eins og börn „Ég heillast líka af fólki sem tekst ekki að koma upp þess- um vörnum sem allt fullorðið fólk gerir, það heldur áfram að vera berskjaldað og al- gjörlega opið eins og börn. Maður sér það í augunum á því að það er ekki með þessa filtera. Það getur oft verið snúið fyrir þetta fólk að fóta sig í lífinu því það fer allt bara hreint inn,“ segir Dagur Kári í framhaldi af tali okkar um persóuna Lucas, hina góðu sál. – Þig hefur aldrei langað að læra sálfræði? „Nei. Mamma mín er sál- fræðingur að vísu.“ – Opnuðust einhverjar dyr fyrir þér með The Good He- art? Einhver tilboð? „Það er kannski ekki farið að reyna á það því myndin verður frumsýnd í Ameríku í apríl. En það var ekki með það fyrir augum sem ég gerði hana á ensku með bandarískum leikurum heldur var ég fyrst og fremst að elta söguna og ég hef engan áhuga á að vinna þar. Mig langar mest til að gera næstu mynd á Íslandi.“ – Hvernig verður dreifingu háttað á The Good Heart í Bandaríkjunum? „Í Bandaríkjunum er ótrúleg samkeppni og bara það að fá dreifingu í kvikmyndahúsum er frábær árangur, það eru mörg hundruð ef ekki þúsund myndir sem komast aldrei þangað. Fyrirtækið Magnolia, eitt besta fyrirtækið í þessum „art house“ geira, mun dreifa henni,“ segir Dagur Kári og bætir því við að góðar myndir finni sína áhorfendur á end- anum. Óvissuástand -En hvað er næst á dagskrá hjá þér? Einhver kvikmynda- verkefni sem bíða? „Ég er að upplifa ákveðið óvissuástand. Bæði út frá því sem er að gerast í sambandi við fyrirhugaðan niðurskurð [hjá ríkinu til kvikmynda- gerðar, innsk.blm.] og svo líka bara persónulega. Ég gaf allt sem ég átti í þessa bíómynd og er ekki alveg búinn að átta mig á því hvernig ég eigi að halda áfram eða hvort ég eigi að halda áfram, jafnvel.“ – Ekkert handrit í smíðum? „Nei. Ég er með einhverjar hugmyndir sem eru skammt á veg komnar en mér líður að mörgu leyti eins og ég sé kominn í einhvers konar hring, búinn að gera myndir á íslensku, dönsku og ensku og þótt þær séu ólíkar er rauður þráður í gegnum þær allar og þær eru að mörgu leyti mjög líkar. Mest langar mig að gera aftur mynd á Íslandi en á eftir að komast að því hvað það er nákvæmlega sem mig langar til að gera.“ Dagur Kári ræðir við leikarann Damian Young við tökur á The Good Heart. Cox og Dagur Kári slá á létta strengi, Dano fylgist með. ’ Ég heillast líka af fólki sem tekst ekki að koma upp þessum vörnum sem allt fullorðið fólk gerir, það heldur áfram að vera berskjaldað og algjörlega opið eins og börn. Maður sér það í augunum á því að það er ekki með þessa filtera.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.