SunnudagsMogginn

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

SunnudagsMogginn - 07.03.2010, Qupperneq 6

SunnudagsMogginn - 07.03.2010, Qupperneq 6
6 7. mars 2010 A llt útlit er fyrir æð- isgenginn endasprett í ensku úrvalsdeild- inni í knattspyrnu á þessu vori. Mótið hefur um margt spilast óvenjulega og þeg- ar tíu umferðir eru óleiknar eiga þrjú lið býsna góða möguleika á meistaratitlinum, Chelsea, Man- chester United og Arsenal. Undanfarin tíu ár hafa meist- araliðin í Englandi tapað að með- altali 3,7 leikjum á vetri. Flestum tapaði Manchester United 2000- 01, sex talsins, en Arsenal fæst- um, ekki einum einasta, 2003- 04. Chelsea hefur þegar lotið fimm sinnum í gras á yfirstand- andi leiktíð og Manchester Unit- ed og Arsenal sex sinnum. Man- chester City hefur raunar aðeins tapað fjórum leikjum en tíu jafn- tefli gera það af verkum að liðið er tólf stigum frá toppnum enda þótt það eigi leik til góða. Það er að líkindum of breitt bil að brúa, jafnvel í þessu undarlega árferði. Meðalstigafjöldi ensku meist- araliðanna undanfarinn áratug er 88,3 stig. Chelsea á stigametið, 95 stig frá 2004-05 en 2000-01 dugðu 80 stig Manchester United til að landa titlinum. Chelsea er á toppi deildarinnar núna með 61 stig og gæti því í besta falli lokið keppni með 91 stig. Eins og mót- ið hefur þróast verður að teljast afar hæpið að eitt toppliðanna vinni alla sína leiki fram á vorið og því eru yfirgnæfandi líkur á því að deildin vinnist á færri stig- um en 88. Nær örugglega koma 85 stig til með að duga. Toppliðin þrjú hafa leikið á als oddi á heimavelli í vetur, Chelsea og United hafa unnið tólf af fjór- tán leikjum sínum þar og Arsenal ellefu. Úti hafa þau öll unnið sjö leiki af fjórtán. Samtals hafa toppliðin þrjú tapað sautján leikjum, þar af þrettán á útivelli. Til samanburðar má geta að þrjú efstu liðin í fyrra, United, Liver- pool og Chelsea, töpuðu aðeins ellefu leikjum allan veturinn. Líkið reyndist með lífsmarki Sú staðreynd að Arsenal sé aftur komið í bullandi baráttu um tit- ilinn er til marks um tor- kennilegheit sparktíðarinnar. Manchester United ók yfir Skytturnar á Emirates- leikvanginum í lok janúar og Chelsea bakkaði yfir líkið viku síðar. Öll sund virtust lokuð. Síðan hefur Arsenal fengið fullt hús stiga úr þremur leikjum á meðan Chelsea hefur aðeins nælt í þrjú stig og United fjögur. Sé mið tekið af þessari þróun gæti þess vegna allt önnur staða verið komin upp í lok mánaðarins. Ýmsir eru á því að Arsenal eigi auðveldustu leikina eftir, þeirra á meðal Sir Alex Ferguson, knatt- spyrnustjóri Manchester United – ef hægt er að tala um auðvelda leiki á þessu stigi móts. Engum blöðum er hins vegar um það að fletta að Chelsea á erf- iðustu dagskrána fyrir höndum. Liðið á meðal annars eftir að mæta Tottenham og Liverpool á útivelli, auk risaslagsins við Manchester United í Leikhúsi draumanna 3. apríl. Á móti kem- ur að heimaleikirnir virka auð- veldir á pappírunum. Það veikir lið Chelsea verulega þessa dagana að þrír lykilmenn eru frá vegna meiðsla, Petr Cech, Ashley Cole og Michael Essien. Raunar hafa öll toppliðin lent í meiðslavand- ræðum í vetur, nægir þar að nefna stórmenni á borð við Rio Ferdinand og Nemanja Vidić hjá United og Robin van Persie og Theo Walcott hjá Arsenal. United á eftir að mæta fjórum af efstu liðunum sex, þar af þremur heima, Chelsea, Liver- pool og Tottenham. Þá eiga þeir Fergusynir eftir að glíma við samborgara sína í Manchester City á útivelli. Þar munu bein skjálfa. Hverjir hreppa hnossið? Æðisgenginn endasprettur framundan í ensku úrvalsdeildinni þar sem þrjú félög kljást um gullið Vikuspegill Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is Reuters Þeir hafa borið höfuð og herðar yfir aðra leikmenn í Englandi í vetur: Wayne Rooney, Manchester United; Didier Drogba, Chelsea og Cesc Fàbregas, Arsenal. Þeir hafa gert 69 mörk. Leikirnir sem toppliðin eiga eftir: Chelsea: West Ham (h), Blackburn (ú), Portsmouth (ú), Aston Villa (h), Man. Utd (ú), Bolton (h), Tottenham (ú), Stoke (h), Liverpool (ú), Wig- an (h). Man. Utd: Wolves (ú), Fulham (h), Liverpool (h), Bolton (ú), Chelsea (h), Blackburn (ú), Man. City (ú), Tottenham (h), Sunderland (ú), Stoke (h). Arsenal: Burnley (h), Hull (ú), West Ham (h), Birmingham (ú), Wolves (h), Tottenham (ú), Wigan (ú), Man. City (h), Blackburn (ú), Fulham (h).                         ! !   " # $ "   #      %   &' ( '   !)** '$ *           ! "#   $! "  %&  '! " ()    **  & & %  + Baráttan um fjórða sætið, sem gefur þátttökurétt í Meist- aradeild Evrópu næsta vetur, er ekki síður hörð. Fjögur félög hafa ósvikinn áhuga á því sæti, Totten- ham og Manchester City, sem hafa 49 stig, Liverpool, sem hefur 48 stig og Aston Villa, sem hefur 45 stig en á tvo leiki til góða á Liverpool og Tottenham og einn á City. Stóru félögin fjögur, Chelsea, Manchester United, Arsenal og Liverpool, hafa einokað efstu sætin fjögur frá árinu 2005. Einnig barist um fjórða sætið Leikur Manchester City eða Liver- pool í Meistaradeildinni að ári? Reuters

x

SunnudagsMogginn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.