SunnudagsMogginn - 07.03.2010, Síða 13

SunnudagsMogginn - 07.03.2010, Síða 13
7. mars 2010 13 aranum Jacques og lærisveini hans Lucasi? „Ég veit það ekki alveg, ef maður vissi hvaðan hugmynd- irnar kæmu gæti það auðveld- að manni ýmislegt. Í rauninni er þessi saga af svipuðum meiði og lokaverkefnið mitt, þar er líka eldri maður sem myndar vináttu við ungan mann, þótt þeir séu mjög ólík- ir. Svo hef ég alltaf hrifist af mönnum sem eru á yfirborð- inu hrjúfir, jafnvel ruddalegir og dónalegir, en maður sér að það er varnarhjúpur sem þeir hafa myndað, einhver skrápur og að fyrir innan leynist við- kvæm sál.“ – Hefurðu kynnst slíkum mönnum? „Nokkrum. Maður verður svo snortinn þegar maður sér glitta í kjarnann, þegar þeir viljandi eða óviljandi afhjúpa sig þá klökknar maður. Þannig að þessir karakterar hafa verið mér hugleiknir. Í The Good Heart leyfi ég mér að fara með þetta út í öfgar vegna þess að Jacques er gjörsamlega stjórn- laus og í rauninni að mörgu leyti hræðileg manneskja.“ – En þó býr hann yfir eig- inleikum sem margir væru til í að búa yfir … „Já, ég held að margir hafi einmitt þessa fantasíu að leyfa sér að missa það, sleppa sér og hella sér yfir fólk. En flestir eru með einhverja filtera á það en Jacques í The Good Heart er ekki með neina, það er allt hispurslaust. Hann er nátt- úrlega búinn að koma sér upp sínum heimi sem er mjög sér- viskulegur og lýtur hans lög- málum, hann er orðinn guð í eigin heimi og þolir ekki að taka tillit til eins né neins.“ – Nú eru þeir báðir hálf- gerðir utangarðsmenn, ein- angraðir frá samfélaginu að ákveðnu leyti, líkt og Nói alb- inói. Slíkar persónur eru þér greinilega hugleiknar. „Já, þetta er ekki meðvitað en þegar maður gerir þrjár myndir sem allar snúast um þetta hlýtur þetta að vera ein- hvers konar þema. En mér finnst alltaf best að reyna að forðast það að vera of sjálfs- meðvitaður eða að analísera sjálfan mig of mikið. Þætti vænt um aðrir myndu taka það að sér. Ég hef enga ástæðu fyrir þessu.“ Þroskaðar og barnalegar í senn – Nú segir Cox að þú sér mjög „private“ maður, hlédrægur. Eru þessar persónur sem þú hefur skapað byggðar að ein- hverju leyti á þér sjálfum? „Nei … ég held að mínar myndir séu, svo ég fari nú að analísera sjálfan mig (hlær), svolítið þroskaðar og barna- Morgunblaðið/Árni Sæberg KYNNTU ÞÉR MÁLIÐ OG TAKTU ÞÁTT Á FREYJUHEIMUR.IS

x

SunnudagsMogginn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.