SunnudagsMogginn - 18.04.2010, Blaðsíða 6

SunnudagsMogginn - 18.04.2010, Blaðsíða 6
6 18. apríl 2010 Fjögur höfuðnámsmarkmið eru sett með Íslandsáfanganum:  Nemandinn þekki stöðu sína í því umhverfi sem hann lifir og hrærist í, bæði samfélaginu og náttúrulegu umhverfi. Geti og gert sér og öðrum grein fyrir sögu- legum forsendum þessa umhverf- is og þeim áhrifum sem maðurinn og umhverfið hafa hvort á annað.  Nemandinn kunni til verka við þekkingaröflun og upplýsingaleit. Hann beiti þeim aðferðum sem við eiga hverju sinni og yfirfæri slíka kunnáttu eftir þörfum. Hann kunni að meta upplýsingar og vinna með þær á þann hátt að þær skili honum þekkingu og auk- inni hæfni til náms. Nemandinn styrki málvitund sína og málhæfi, skilji fjölbreytta texta og beiti einnig málinu til að miðla þekk- ingu sinni og viðhorfum til ann- arra.  Nemandinn styrki málvitund sína og málhæfi, skilji fjölbreytta texta og beiti einnig málinu til að miðla þekkingu sinni og viðhorfum til annarra.  Nemandinn sýni hugkvæmni við lausn verkefna, sveigjanleika í samstarfi og ábyrgð gagnvart náminu og skólanum. Fjögur höfuðmarkmið með Íslandsáfanganum Katrín Jakobsdóttir menntamálaráðherra heimsótti MA í vikunni. U mfangsmiklar breytingar á námskrá Menntaskólans á Akureyri voru kynntar í vikunni. Námskráin nýja er þróunarverkefni, sem unnið hefur verið að í nokkur ár, en hægt var að láta til skarar skríða þegar ný framhaldsskólalög öðluðust gildi sumarið 2008. „Við vildum hafa áhrif á náms- skrána okkar frekar en taka á móti henni ofan frá,“ segir Árný Helga Reynisdóttir, námsbrautar- stjóri málabrautar, í samtali við Morgunblaðið. Árný og Valgerður S. Bjarnadóttir, verk- efnastjóri námskrárvinnu, segja lýðræðið hafa svifið yfir vötnum; allir kennarar skólans og fulltrúar núverandi nemenda hafi komið að vinnu við breytingarnar, auk þess má nefna sem dæmi að gerð var könnun meðal 10 ára stúdenta í fyrra vegna fyrirhugaðra breytinga. Einverjum gömlum MA-ingum brá í brún þegar fréttir bárust af breytingunum. Héldu að verið væri að „rústa“ þeirra gamla, góða skóla en Val- gerður og Árný leggja áherslu á að svo sé alls ekki. „Gamli rótgróni skólinn“ sé enn fyrir hendi en þjóðfélagið kalli á breytingar. „Við lifum í breyttu samfélagi. Nú búum við nemendur undir að takast á við allt aðra hluti en fyrir 10 árum, og vitum ekki hvað bíður þeirra eft- ir önnur 10. Þess vegna leggjum við mikla áherslu á breiða, almenna menntun. Stúdentum úr MA verða allir vegir færir!“ segir Valgerður. Aðallega er um að ræða fjórar breytingar, rót- tækastar á fyrsta ári. Þar verður svokallaður Ís- landsáfangi veigamikill þáttur; landið, þjóðin og tungan verða í forgrunni. „Nær helmingur náms fyrsta bekkjar er helgað ársáfanganum Íslandi, sem er ætlað að skerpa sýn og auka skilning nemenda á landi sínu, þjóð og tungu. Hann er tvískiptur; annars vegar fléttast saman nám í sögu, félagsfræði og íslensku en hins vegar í jarðfræði, landafræði, líffræði og íslensku,“ segir Árný. Í öðru lagi verður nám í dönsku fært af fyrsta ári yfir á það þriðja. Staðreyndin er sú að þegar nem- endur koma úr grunnskóla virðist áhugi á dönsku oft lítill, en þegar nær dregur útskrift úr fram- haldsskóla gera þau sér betur grein fyrir mikilvægi málsins. Þær benda á að um helmingur þeirra sem fara utan til framhaldsnáms að loknu stúdents- prófi haldi til Norðurlandanna. Í þriðja lagi eru velgengnisdagar; nokkurra daga uppbrot á hefðbundinni kennslu á hverri önn. „Á vissan hátt má segja að vinna nemenda á vel- gengnisdögum sé bæði tengd áherslum sem hafa verið kenndar í lífsleikni, en eigi líka rætur í þeim grunni sem lagður er með Íslandsáfanganum á fyrsta ári,“ segir Valgerður. Í fjórða lagi: hver og einn mun vinna að stóru lokaverkefni á fjórða og síðasta ári. Það getur verið af ýmsum toga og tengst einni námsgrein eða fleiri. Aðferðafræði skipar þar veigamikinn sess. Leiðbeinandi starfar með nemanda í viðkomandi rannsókn og síðan fer fram nokkurs konar vörn í lokin, ámóta og tíðkast í háskóla. Þá má geta þess að fjórðungur alls náms verður val hvers nemanda, mun meira en hingað til. Þær nefna að nemendahópurinn hafi breyst á seinni árum. „Þeim fer fjölgandi sem virðast eiga erfitt með að sjá tengslin milli námsins og athafna utan skólans sem og framtíðar sinnar og leiðist oft í skólanum. Vinnubrögðin eru þá eftir því,“ segir Árný. Hún nefnir að slíku verði ekki breytt með hertum agareglum heldur með aukinni virkni nemenda. „Íslandsáfanganum er ætlað að efla áhuga með því að færa námsefnið nær umhverfi og lífi nemendanna, byggja á verkefna- og lausna- miðuðu námi, bjóða aukið val í verkefnum og stuðla að lýðræðislegum samskiptaháttum.“ Virkni, sköpun og gagnrýnin hugsun Land, þjóð og tunga enn frekar í öndvegi en hingað til í MA „Gamli rótgróni skólinn“ enn fyrir hendi en þjóðfélagið krefst breytinga. Morgunblaðið/Skapti Valgerður S. Bjarnadóttir og Árný Helga Reynisdóttir. Vikuspegill Skapti Hallgrímsson skapti@mbl.is Árný og Valgerður leggja áherslu á að þótt breytingar séu í vændum þurfti gamlir MA-ingar ekkert að óttast!  Félagslíf, hefðir og skóla- menning í MA verður óbreytt. Myndin er frá busavígslu.  Námið er skipulagt sem fjögurra ára nám en nem- endur geta flýtt sér.  Bekkjakerfið heldur sér. Hvað breytist ekki í MA?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.