SunnudagsMogginn - 18.04.2010, Blaðsíða 50
50 18. apríl 2010
S
öngsveitin Fílharmónía var
stofnuð árið 1960, ári eftir að
hópur áhugafólks um flutning
kórverka með hljómsveit kom
saman og stofnaði samnefnt félag. Það
hafði lengi verið þörf á stórum kór til að
flytja kórverk með Sinfóníunni en dr. Ró-
bert Abraham Ottósson, sem þá var
stjórnandi Sinfóníunnar, var einn af þeim
sem áttu frumkvæðið að stofnun kórsins.
„Markmiðið var að syngja þessi stóru
verk,“ segir Magnús Ragnarsson, núver-
andi stjórnandi kórsins. „Fyrsta verkið
var Carmina Burana, sem var flutt í sam-
vinnu við Þjóðleikhúskórinn, og svo á eftir
því var flutt Þýsk sálumessa eftir Brahms.
Það var þvílíkur fengur fyrir Ísland að fá
þessa menn hingað sem flúðu ástandið í
Þýskalandi og Austur-Evrópu eftir seinni
heimsstyrjöldina. Þeir komu hingað með
mikla kunnáttu og byggðu mikið upp. Og
Róbert var að stjórna Sinfóníunni þannig
að þetta varð svona að hans frumkvæði.“
Slitnar upp úr samstarfinu
Róbert stjórnaði Söngsveitinni þar til
hann lést árið 1974 en önnur verk sem
kórinn frumflutti á Íslandi voru til dæmis
sálumessur Verdis og Mozarts, Sálma-
sinfónía eftir Stravinsky og 9. sinfónía
Beethovens. Eftir fráfall Róberts urðu
nokkuð tíð skipti á stjórnendum en Mar-
teinn H. Friðriksson stjórnaði sveitinni ár-
in 1976-1980 og Guðmundur Emilsson
1982-1986. Guðmundur var síðasti stjórn-
andinn sem var ráðinn í samstarfi við Sin-
fóníuna, en það ár lauk formlegu samstarfi
Fílharmóníu og hljómsveitarinnar. Að
sögn Magnúsar kom það til vegna auk-
innar grósku í kórastarfseminni. „Ég veit
ekki nákvæmlega hvernig aðstæður voru á
þessum tíma, en Söngsveitin var nátt-
úrlega hugsuð sem kór tengdur Sinfóní-
unni, sem greiddi til dæmis laun stjórn-
andans í þessa áratugi. Af einhverjum
ástæðum virðast þeir hafa ákveðið að auka
fjölbreytnina. Það voru komnir fleiri kór-
ar, til dæmis Kór Langholtskirkju og Mót-
ettukórinn, þannig að það var kannski
ekkert sanngjarnt að þessi eini kór einok-
aði þetta. En Fílharmónían hefur sungið
með Sinfóníunni við og við síðan þá.“
Eftir að samstarfinu lauk þurfti að hugsa
rekstur kórsins upp á nýtt, en síðan 1986
hefur kórinn verið sjálfstæð eining og er
rekinn með styrkveitingum, fjár-
framlögum og tónleikatekjum. Árið 1988
tók Úlrik Ólason við stjórn kórsins og á
þrjátíu ára afmælinu 1990 var Þýsk sálu-
messa Brahms flutt í fjórða skiptið.
Draumaverk
Allt frá fyrstu starfsárum Söngsveitarinnar
hefur það verið stefna hennar að frum-
flytja ný verk og flytja sjaldheyrðar perlur.
Klassísku stórvirkin sem kórinn frumflutti
á sínum tíma hafa þó verið æfð og flutt
reglulega, enda sívinsæl. „Þessi verk eru
einfaldlega bara mjög vinsæl, bæði meðal
áhorfenda og ekki síður meðal kórfélaga.
Og alveg eins og þeir setja upp Kardi-
mommubæinn á sjö ára fresti í Þjóðleik-
húsinu, þá finnst manni allt í lagi að flytja
þau á fimm til sjö ára fresti. Í fyrra tókum
við Requiem eftir Mozart og þó að það sé
flutt nokkuð oft þá er þetta bara vinsælt og
fallegt verk og alltaf gaman að flytja það.“
Magnús minnist sérstaklega á Þýsku
sálumessuna sem hefur fylgt kórnum frá
stofnun hans og meðal annars verið flutt
af kórnum á tvennum afmælistónleikum
og í Póllandi. „Kórinn var fyrstur til að
flytja það hér og það hefur vissa tengingu
við hann. Þeir sem hafa sungið þessi stóru
verk, bæði í þessum kór og öðrum, nefna
oft þetta verk sem það magnaðasta fyrir
kór og það er alveg einstaklega flott. Áður
en ég tók við kórnum var það svona
draumur hjá mér og markmið að fá að
stjórna þessu verki einu sinni á ævinni. Ég
bjóst nú ekki við því að það yrði fyrr en ég
væri orðinn eldri en svo fékk ég að stjórna
því 33 ára með Fílharmóníunni og þá gat
ég bara lagst niður og dáið. Þá var þetta
bara komið,“ segir Magnús og hlær.
Hratt tempó
Vegna þess að Söngsveitin var stofnuð til
að flytja verk með stórri hljómsveit var
það stefnan allt frá byrjun að hópurinn
yrði fjölmennur og myndarlegur. Magnús
segir þurran hljómburðinn í Háskólabíói
enda ekki hafa boðið upp á annað, það hafi
alltaf þurft stóran kór til þess að syngja
með Sinfóníunni í þeim húsakynnum. Í
dag eru um 70 meðlimir í kórnum en
fjöldinn hefur í gegnum árin verið á bilinu
50-85. Fílharmónían hefur, eins og aðrir
blandaðir kórar, ekki farið varhluta af
tenóraskorti en Magnús segir stöðuna
ágæta í dag og það megi helst þakka góðri
stemningu í kórnum. Hann segir flesta
kórfélaga vera vel sjóaða í kórsöng en það
sé þó allur gangur á því með hvaða reynslu
fólk kemur inn í kórinn. „Við höfum und-
anfarin ár farið fram á það að þeir sem
sæki um séu kórvanir, það er æskilegt.
Auðvitað dettur inn fólk sem hefur ekkert
sungið í kór en það er þá voða fljótt að
pikka þetta upp. Það er ansi mikil þekking
í kórnum núna og flestir hafa sungið í öðr-
um kórum eða komið svona úr öllum átt-
um í tónlistinni. Sumir hafa sungið í
menntaskólakór, sumir hafa kannski skipt
um kór af einhverjum ástæðum, sumir
hafa lært á hljóðfæri. Reynslan kemur að
góðum notum að því leyti að tempóið þarf
að vera hratt, við verðum að geta verið
nokkuð fljót að læra ný verk.“
Fleiri verkefni á ári
Árið 1996 tók Bernharður Wilkinson við
stjórn kórsins. Á starfsárum hans varð Fíl-
harmónían 40 ára, árið 2000, og flutti þá í
tilefni þúsund ára kristnitökuafmælis
verkið Immanúel eftir Þorkel Sigur-
björnsson (sem var samið að beiðni kórs-
ins) með Sinfóníunni og Selkórnum. Þá
var einnig farið til Ungverjalands og Slóv-
eníu árið 2001 og til St. Pétursborgar ári
seinna. Magnús kom svo til starfa með
kórnum 2006. Hann var þá nýfluttur
heim, en hann stundaði meðal annars
nám við Tónlistarháskólann í Gautaborg
og fór síðan í framhaldsnám til Uppsala og
lagði sérstaka áherslu á kór- og hljóm-
sveitastjórn.
Magnús segir verkefnamagnið yfir árið
hafa aukist jafnt og þétt, en undanfarin ár
hefur kórinn að öllu jöfnu verið að fást við
fjögur verkefni ár hvert. „Upphaflega
voru bara haldnir einir tónleikar á ári eða
jafnvel á tveggja ára fresti. Þetta voru svo
stór verk og það voru allir að syngja þau í
fyrsta skipti og þurfti að læra þau frá
grunni. En síðan var aðventutónleikunum
bætt við og þetta urðu tvö verkefni og svo
hefur annað bæst við, til dæmis acapella-
tónleikar og ýmislegt annað. Núorðið
kunna þetta svo margir og hafa sungið
verkin áður og svo getur fólk nýtt sér
radddiska og hlustað á upptökur á net-
inu.“
Mikil vinna að reka kór
Frá því að samstarfinu við Sinfóníuna lauk
1986 hefur Fílharmónían starfað sjálfstætt.
Tónlist
Hólmfríður Gísladóttir
holmfridur@mbl.is
Draumurinn
uppfylltur
Söngsveitin Fílharmónía fagnar um þessar mundir 50 ára afmæli
sínu en hún var upphaflega stofnuð til þess að syngja með
Sinfóníuhljómsveit Íslands. Í tilefni afmælisins verður frumflutt
ný íslensk sálumessa unnin upp úr textum úr Heimsljósi Laxness.
’
Upphaflega voru bara
haldnir einir tón-
leikar á ári eða jafn-
vel á tveggja ára fresti.
Þetta voru svo stór verk og
það voru allir að syngja þau
í fyrsta skipti og þurfti að
læra þau frá grunni.
Magnús Ragnarsson stjórnandi Fílharmóníunnar við orgelið í Áskirkju.
Morgunblaðið/Ernir
Lesbók