SunnudagsMogginn - 18.04.2010, Blaðsíða 14

SunnudagsMogginn - 18.04.2010, Blaðsíða 14
ráðherra sem fær gat á höfuðið.“ Sjálfur hefur Benedikt leikið „eitthvert smotterí“ í kvikmyndum og sjónvarpi auk þess að hafa verið að „performera uppi í sveit“ eins og hann orðar það. „Ég á stund- um erfitt með að skilgreina mig; hvort ég er leikari, höfundur, kvikmyndagerð- armaður eða leikstjóri. En ef rannsókn- arnefndin yrði sett á mig og inn- og út- flæðið skoðað þá tek ég sennilega megnið af tekjum mínum inn sem leikstjóri í leik- húsum.“ Verðlaun eins og utanípiss Hvort sem Benedikt hefur troðið upp sem leikari, leikstjóri eða kvikmyndagerð- armaður getur hann varla kvartað undan viðtökunum því að honum streyma við- urkenningar og verðlaun fyrir frammi- stöðu sína. Undanfarin ár hefur hann t.a.m. verið fastagestur uppi á sviði við af- hendingu Grímuverðlaunanna, stutt- myndir hans hafa unnið til verðlauna á er- lendum kvikmyndahátíðum og fyrir skömmu hlaut hann Menningarverðlaun DV fyrir sýninguna Jesú litla. Þó er ljóst á Benedikt að sínum augum lítur hver silfrið. „Ef ekki eru peningar í verðlaunum líkt og felst í orðinu: að það sé verið að launa mann með einhverju verði – þá eru verð- laun ekkert annað en utanípiss. Þau tengjast kannski mest þeim sem veitir verðlaunin og vill skreyta sig með verð- launahafanum á einhvern hátt. Auðvitað er ég hrokafullur að segja þetta en við skulum ekki gleyma því að verðlaun eru tískufyrirbæri sem urðu svona áberandi og mikilvæg á Íslandi með fjármálaból- unni. Þau eru ákveðin aðferð til að neyt- endamerkja hlutina á sama hátt og gagn- rýnendur gefa stjörnur til að stimpla hlutina fyrir kaupendur.“ Það vakti athygli að Benedikt tileinkaði Menningarverðlaun DV ungum blaða- manni, sem hafði nýverið verið sagt upp störfum á blaðinu, og var það gert í mót- mælaskyni við það sem Benedikt kallar „mannorðsmorð“ ritstjóra blaðsins á blaðamanninum. Hann segist þó gera ákveðinn greinarmun á verðlaunum. „Gríman er bransinn. Þar eru kollegarnir að gefa klapp á öxlina og benda á að eitt- hvað er vel gert. Það er annað með gagn- rýnendaverðlaun á borð við Menning- arverðlaun DV. Með því að þiggja verðlaun frá gagnrýnendum gefur maður þeim ákveðið vald yfir sér og er í rauninni að gera lögmætan á einhvern hátt þeirra dóm yfir sér. Ef ég er tilbúinn að taka við hrósi þeirra hlýt ég líka að taka mark á gagnrýninni. En vegna þess að mig lang- aði svo að nota þetta tækifæri til að benda á berrassaðan keisara ákvað ég að taka við verðlaununum með því fororði að ég áskildi mér rétt til að lýsa frati á skoðanir þessara gagnrýnenda ef þær væru mér ekki að skapi. En þakkaði þeim samt kær- lega fyrir hólið og lít ekki svo á að þessi tileinkun mín á þessum verðlaunum sé dónaleg á nokkurn hátt gagnvart þessum gagnrýnendum.“ Benedikt kemst í ham við að ræða þessi mál enda segir hann mikilvægt að vera samkvæmur sjálfum sér. „Hlutverk mitt í leikhúsinu er að benda og ég get ekki bara bent í leikhúsinu og brosað svo framan í myndavélarnar þegar það hentar ein- hverjum. Við verðum að segja sannleik- ann. Ef nágranni okkar er ofbeldismaður sem lemur börnin sín og konuna svo við heyrum hljóðin í þeim og hann býður okkur svo alltaf í grill á sumrin – hvað eigum við að gera? Eigum við að fara brosandi til hans eins og ekkert sé? Við berum ábyrgð gagnvart hinu almenna siðferði og ef við samþykkjum svona hluti vörpum við rýrð á það. En það getur verið flókið að fylgja því eftir. Þegar ég fer núna í viðtal við Morgunblaðið er ég þá ekki bara að skrifa upp á að blaðið sé með virðulegan ritstjóra sem ég get verið í blaðaviðtali hjá? Svarið við því er í spurn- ingarformi: Við hvaða fjölmiðil get ég tal- að ef ég ætla að vera svo prinsippfastur?“ Eins og Benedikt kemur inn á hefur leikstjórnin orðið æ ríkari hluti af hans starfi síðustu ár svo það liggur beint við að spyrja hvað það sé sem dragi hann aft- ur og aftur í stjórnunarstólinn? Svarið kemur eftir stutta umhugsun: „Ég var dá- lítið erfiður sem ungur leikari því ég var Benedikt stýrir í fyrsta sinn föður sínum Erlingi Gíslasyni, sem hér er í hlutverki Jóns sterka. Guðrún Gísladóttir er Mette, kona Arneusar. Kjartan Guðjónsson í hlutverki Von Úffelen. „Ég er ekki leikhúsmaður sem sækist alltaf eftir því að stuða fólk. Nú hef ég meiri löngun til að faðma.“ „Leikararnir kunna að gera tilboð eða uppreisn og það fara fram mikil skoðanaskipti,“ segir Benedikt um æfingarferlið. Morgunblaðið/Árni Sæberg
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.