SunnudagsMogginn - 18.04.2010, Blaðsíða 36
36 18. apríl 2010
Sigurður: „Við erum fimm systkin; ég er fyrstur í röð-
inni og Guðmundur númer tvö. Þetta dreifist yfir nokk-
uð langt tímabil því það eru átján ár milli mín og systur
minnar, sem er yngst, og níu ár milli mín og Guð-
mundar. Ég man því vel þegar hann fæddist og fannst
það bara nokkuð spennandi á þeim tíma. Hins vegar
fannst mér þetta orðið ágætt þegar ég fékk bróður núm-
er tvö.
Við ólumst upp í Innri-Njarðvík þar sem var stutt að
hlaupa yfir túnið til ömmu og afa og föðurbróður míns.
Við vorum mikið úti um allar trissur og pabbi var líka
með hross svo við vorum viðloðandi hestamennskuna
lengi vel.
Ég leið svolítið fyrir það að eiga að vera kominn með
dálítið vit til að geta litið eftir bræðrum mínum og var
fljótlega settur í að fara út með Guðmund í barnavagni
sem ég var ekki par hrifinn af. Ég var sendur upp og nið-
ur götuna með vagninn og þótti ekki skemmtilegt að
þurfa að keyra framhjá nágrönnunum. Mér fannst ég
mikill píslarvottur þótt þetta hafi nú sennilega ekki ver-
ið mikil písl þegar öllu er á botninn hvolft.
Guðmundur var ofsalega brosmilt barn og léttur í lund
sem gerði það að verkum að hann var í miklu uppáhaldi
hjá öllum. Þessi brosmildi hefur fylgt honum og gert
honum auðveldara um vik í lífinu. Við bræðurnir lékum
okkur ekki mikið saman en það er til skemmtilegt
myndband sem mamma tók út um eldhúsgluggann þeg-
ar Guðmundur var svona þriggja ára og ég var kominn á
gelgjuna. Þarna hélt ég í höndina á honum þar sem við
vorum að labba og brá reglulega fyrir hann fæti svo hann
kútveltist um. Allir héldu að ég væri að stríða honum en
það heyrist ekki nógu vel á vídeóinu að hann var
sprenghlæjandi allan tímann.
Safnaði börtum fyrir Elvis–keppni
Mamma hefur alla tíð starfað við tónlist, sem organisti
og tónlistarstjóri í hinum ýmsu kirkjum og kórstjóri.
Pabbi er líka mikill söngmaður, þótt hann hafi lengst af
starfað við annað úti á Velli. Við bræðurnir vorum sendir
í tónlistarnám og bæði Guðmundur og Hreinn, sem er
ári yngri, fóru í Suzukiskólann og lærðu á fiðlu en Guð-
mundur skipti svo seinna yfir í selló.
Eftir að mamma og pabbi skildu fluttu mamma og
systkini mín í Breiðholtið, en þá hefur Guðmundur verið
svona 11 ára. Ég tók hins vegar upp á því að flytja til Ítal-
íu og kom til baka tveimur árum seinna. Þá var Guð-
mundur 14 ára og farinn að ganga í fötunum mínum sem
höfðu verið í geymslu heima. Hann hafði líka notað
tækifærið til að grúska í hljóðfærunum mínum og
upptökugræjunum og var t.d. búinn að taka yfir ein-
hverjar spólur frá mér þegar ég kom til baka.
Guðmundur var óskaplega mikill Elvis-aðdáandi þeg-
ar hann var krakki og tók einu sinni þátt í Elvis-
eftirhermukeppni íklæddur alvöru Elvis-galla. Þá var
hann 12, 13 ára en þar sem hann var fremur snöggur til
að að fá hýjung í andlitið reyndi hann að safna börtum
fyrir keppnina. Það var svolítið fyndið því hann var með
alveg ljóst hár.
Um fermingu fór hann að læra á saxófón og spilaði á
hann fram í menntaskóla. Ég átti töluvert af gíturum
sem hann fór að stelast í meðan ég var úti og hann end-
aði svo á því að spila á bassa, sem ég hafði fengið að láni,
af því það vantaði bassa í unglingahljómsveitina sem
hann hafði þá stofnað. Hann var sennilega í kringum 10,
12 ára þegar hann byrjaði í fyrstu hljómsveitinni sinni
sem hét Imnesium og var nú ekki langlíft band. Stuttu
seinna stofnuðu þeir félagarnir hljómsveitina Svita-
bandið sem gerði út á ballmarkaðinn og er ennþá starf-
andi. Guðmundur fór svo í MH þar sem hann datt alveg
inn í kórinn og þar kynntist hann flestum af Hjaltalín-
krökkunum.
Ég flutti að heiman 2004 og niður í miðbæ en mamma
og systkini mín fluttust á Flókagötuna skömmu síðar.
Eftir að hún flutti norður í land var ákveðið að leigja út
efri hæðirnar á því húsi en við tveir bræðurnir urðum
eftir í kjallaranum. Við Guðmundur höfum það þokka-
Níu ár eru milli bræðranna Sigurðar og Guðmundar sem báðir hafa slegið í gegn í tónlistinni, annar með hljómsveitinni Hjálmum og hinn með Hjaltalín. Þeir eru sambýlingar í dag, en útlit er fyrir
Stalst í gítarana og græ
’
Þarna hélt ég í höndina á hon-
um þar sem við vorum að labba
og brá reglulega fyrir hann fæti
svo hann kútveltist um.