SunnudagsMogginn - 18.04.2010, Blaðsíða 32

SunnudagsMogginn - 18.04.2010, Blaðsíða 32
32 18. apríl 2010 H efði einhver spáð því fyrir fáeinum miss- erum að boðið yrði upp á uppistand í átt- ræðisafmæli Vigdísar Finnbogadóttur hefði viðkomandi örugglega verið ólaður niður og fluttur á viðeigandi stofnun. En tímarnir breytast og mennirnir með og á fimmtudaginn var tróð uppi- standari einmitt upp við glimrandi undirtektir í téðu afmæli fyrrverandi forseta lýðveldisins í smekkfullu Háskólabíói. Fór með gamanmál um tungumál. Uppistandarinn, Ari Eldjárn, viðurkennir að sjálfur hafi hann ekki átt von á því að vera beðinn um um- rætt viðvik en sér hafi eigi að síður verið það ljúft og skylt. „Ég hitti Vigdísi í tvö eða þrjú skipti í boðum á Bessastöðum þegar ég var barn en afi minn, Kristján Eldjárn, var húsbóndi þar á undan henni. Hún var yndisleg og góð við mig, þannig að ég þurfti ekki að hugsa mig um tvisvar þegar aðstandendur dagskrár- innar höfðu samband við mig. Ég skuldaði Vigdísi nokkrar appelsín,“ segir Ari, nýstiginn niður af svið- inu eftir giggið í Háskólabíói. Hann er ánægður með viðtökurnar en viðurkennir að snúið hafi verið að þjappa efninu saman. Ari hafði aðeins fjórar mínútur til umráða. „Ég er vanur að tala að minnsta kosti í korter en þetta slapp. Það eina sem ég velti fyrir mér er hvernig þetta hefur skilað sér í Færeyjum, dagskráinni var víst sjónvarpað þar líka.“ Þróaðar baðstofusögur Ara þykir það til marks um víðsýni skipuleggjenda dagskrárinnar að gert hafi verið ráð fyrir uppistandi. „Þetta staðfestir að formið er að ryðja sér til rúms hér á landi. Það var tími til kominn enda á uppistand af- skaplega vel við Íslendinga, það er eins konar þróuð útgáfa af baðstofusögum. Fátt hentar þessari þjóð bet- ur en að skrifa, tala og spauga en það eru vitaskuld grunnþættirnir í gamanmálum af þessu tagi. Íslenska þjóðin hefur líka þann göfuga kost að geta gert grín að sjálfri sér. Sá hæfileiki á eftir að reynast okkur drjúg- ur. Í raun má segja að uppistand sé sérhannað fyrir ís- lenskar aðstæður, form sem hvorki mölur né ryð fær grandað.“ Ekki skemmir fyrir að uppistand er einfalt og ódýrt í framkvæmd. Öfugt við til dæmis kvikmyndir. „Úff, það er margar brostnar vonir þar,“ dæsir Ari. „Eins og kvikmyndir eru mergjað listform er alveg yf- irgengilega dýrt að búa þær til, ég tala nú ekki um í þessu árferði. Öðru máli gegnir um uppistandið, hver sem er getur látið til sín taka þar, óháð peningum. Fólk er byrjað að kveikja á þessu núna og ég er sann- færður um að það sé bylgja í vændum. Við gætum verið að sigla inn í svipaða byltingu og varð í Bretlandi fyrir þrjátíu árum, þegar uppistandið kom, sá og sigr- aði.“ Ari hefur frá blautu barnsbeini haft áhuga á gam- anmálum, ekki síst uppistandi, en veigraði sér lengi við að láta slag standa. „Enda þótt margt hafi verið gert – Tvíhöfði, Radíus, Þorsteinn Guðmundsson – þorði ég ekki að láta vaða. Það var ekki fyrr en Dóri DNA vinur minn tók af skarið að hjólin fóru að snúast. Fyrir ári, nánar tiltekið 51 viku, fékk hann Berg Ebba Benediktsson til liðs við sig og efndi til uppistands á Prikinu. Bergur átti að vera kynnir en talaði í þrjú korter, síðan kom Dóri og talaði í tæpan klukkutíma. Þeir eru ótrúlegir þessir menn, gætu talað dögum saman,“ segir Ari og hlær. Blanda af stolti og öfund Fullt var út úr dyrum á Prikinu og framtakið féll í frjóa jörð. „Ég var þarna ásamt vinum mínum, Jó- hanni Alfreð og Árna Vilhjálmssyni úr FM Belfast, og við fylltumst einhverri undarlegri blöndu af stolti og öfund. Þetta var þá hægt, þeir voru ekki drepnir! Eftir þetta kvöld sáum við sæng okkar upp reidda, við urð- um að slást í hópinn. Tveimur vikum seinna vorum við komnir á svið.“ Þar með var Mið-Ísland orðið til, samfélag fimm uppistandara, sem gert hefur víðreist um svið og sali landsins á umliðnum mánuðum. Ari viðurkennir að hafa verið logandi kvíðinn fyrir fyrsta uppistand sitt. „Ég var fullur efasemda, þetta er ekkert fyrir mig, ég er maðurinn bak við tjöldin, hugsaði ég með mér. Þær vangaveltur hurfu eins og dögg fyrir sólu þegar ég var kominn á sviðið. Ég upp- skar mjög snemma í atriðinu kraftmikinn hlátur og á því augnabliki skynjaði ég að uppistand er ekki hræðilegt, það er spennandi. Ég fór ósjálfrátt að hugsa hratt og tala hratt – segja hluti sem ég átti alls ekki von á,“ rifjar hann upp hlæjandi. „Þannig er uppi- stand, allt hverfist um augnablikið. Ekki misskilja mig, það er nauðsynlegt að mæta vel undirbúinn en spuninn er ekki síður mikilvægur. Þetta er eins og að safna flugtímum.“ Hann segir formið eiga betur við sig en hann átti von á og sama megi segja um félaga hans í Mið- Íslandi. „Okkur líður eins og þetta sé okkar köllun. Svei mér þá.“ Ari kveðst hafa verið heppinn með viðtökur fram að þessu en giggin mælast misvel fyrir eins og gengur. „Verst er að fá hlutlaus viðbrögð: „Þetta var allt í lagi!“ Þá bið ég frekar um baulið.“ Bómullarmunnurinn verstur Hann viðurkennir að verða stundum stressaður á sviðinu en það sé bara holl og góð tilfinning. „Það er svo margt sem getur truflað mann, ljósin, loftið. Verstur er þó „bómullarmunnurinn“, þegar maður þornar í kverkunum og er ekki með neinn vökva á sviðinu.“ Ari hefur lent í ýmsum skondnum uppákomum á umliðnum mánuðum. Mið-Ísland fór fyrir skemmstu á Litla-Hraun og skemmti föngunum við „hrikalega góðar undirtektir“. Svo dátt hló einn fanginn að stóll- inn brotnaði undan honum. Ekki eru allir alveg klárir á því í hverju atriði Ara er fólgið en á einum stað var hann spurður hvort hann vildi ekki fá sér sæti fyrst hann ætlaði að vera með uppistand! „Þeir héldu sennilega að ég ætlaði að ala á sundurlyndi,“ segir Ari brosandi. Þá hefur nafn hans vafist fyrir sumum en Ari hefur bæði verið kynntur á svið sem Kristján og Þórarinn Eldjárn. „Ég geri bara gott úr því enda mennirnir mér kærir.“ Erfiðustu aðstæðurnar sem hann hefur lent í var að troða upp hljóðnemalaus á efri hæð skemmtistaðar meðan trúbador nokkur söng úr sér lungun á neðri hæðinni. Þú skuldar mér pening! Ari hefði ekkert á móti því að geta lifað af uppistand- inu í „grínærinu“ á Íslandi. „Það er of snemmt að segja til um hvort það er raunhæft. Ég hef verið að vinna á auglýsingastofu en er lausari við núna en áð- ur. Ég hef líka fengist töluvert við skrif af ýmsu tagi og vil gjarnan halda því áfram.“ Ari hefur leitt hugann að því að spreyta sig erlendis og lét raunar verða af því fyrir skemmstu. „Ég sótti Snorra Hergil heim til London en hann hefur búið og troðið upp þar undanfarin fimm ár og er sennilega leikjahæstur íslenskra uppistandara. Snorri skaffaði mér fullt af giggum, lóðsaði mig um uppistandssenuna og seinasta kvöldið fékk ég að stíga á svið í að- Form sem hvorki möl- ur né ryð fær grandað Uppistandi hefur vaxið fiskur um hrygg á Íslandi á umliðnum mánuðum og hópar á borð við Mið- Ísland og Uppistöðufélagið komið undir sig fót- unum. Það var svo ótvíræð viðurkenning fyrir formið þegar Ari Eldjárn tróð upp í áttræðis- afmæli Vigdísar Finnbogadóttur í vikunni. Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is Ari Eldjárn stendur upp fyrir Vigdísi Finnbogadóttur og fullum sal af gestum í Háskólabíói.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.