SunnudagsMogginn - 18.04.2010, Blaðsíða 40

SunnudagsMogginn - 18.04.2010, Blaðsíða 40
40 18. apríl 2010 A ustur-Steikhús var opnað um síðustu helgi og þar kennir ýmissa grasa. Sem dæmi um rétti af seðli má nefna létt- reykt nautatartar með einiberjum, þurrkuðum kapers, sölum, wasabi- kremi, pikkluðum engifer, sinnepskarsa og mjólkurmaltís. Eða hvernig líst mönnum á ribeye-steik með kónga- sveppamauki, pikkluðum shitake- sveppum, rauðvínssírópi, kónga- sveppaolíu, blóðbergskartöflum og beikongljáa? „Í grunninn er þetta steikhús en við tökum þetta svolítið aðrar leiðir en gengur og gerist. Steikurnar eru kolag- rillaðar en við förum aðrar leiðir en flestir í meðlætinu, við erum ekki með þetta hefðbundna steikarmeðlæti, bak- aða kartöflu og salat. Við leitum til Frakklands en ekki síður til Japans og reynum að vera svolítið skapandi. Það má segja að þetta sé fusion-matreiðsla en með léttu ívafi og við reynum að koma skemmtilega á óvart. Hugsunin er sú að menn geti komið inn í tveggja, þriggja eða fimm rétta seðil en ef ein- hver í hópnum vill fá sér fimm rétta grænmetisseðil sé það ekki vandamál,“ segir Stefán Magnússon, eigandi Austur- Steikhúss. Ekki alls ókunnugur steikum Sjálfur er Stefán ekki alls ókunnugur steikum. Hann lærði á Argentínu og varð yfirkokkur þar 23 ára. Eftir átta ára starf á Argentínu keypti hann sig inn í rekst- ur Vegamóta og starfaði þar í tvö ár. Morgunblaðið/Golli Fransk-japansk- ur bræðingur á Austur-Steikhúsi Miklar breytingar hafa orðið á Austur við Aust- urstræti. Staðurinn heitir nú Austur-Steikhús og er grillað kjöt, eins og nafnið gefur óneitanlega til kynna, fyrirferðarmikið á matseðlinum. Steingrímur Sigurgeirsson Veitingastaðurinn Austur-Steikhús er við Austurstræti í Reykjavík. Morgunblaðið/Golli Kári Þorsteinsson yfirkokkur og Stefán Magnússon eigandi í eldhúsinu. Piparsteik hússins. Humar sumar. Matur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.