SunnudagsMogginn

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

SunnudagsMogginn - 18.04.2010, Qupperneq 40

SunnudagsMogginn - 18.04.2010, Qupperneq 40
40 18. apríl 2010 A ustur-Steikhús var opnað um síðustu helgi og þar kennir ýmissa grasa. Sem dæmi um rétti af seðli má nefna létt- reykt nautatartar með einiberjum, þurrkuðum kapers, sölum, wasabi- kremi, pikkluðum engifer, sinnepskarsa og mjólkurmaltís. Eða hvernig líst mönnum á ribeye-steik með kónga- sveppamauki, pikkluðum shitake- sveppum, rauðvínssírópi, kónga- sveppaolíu, blóðbergskartöflum og beikongljáa? „Í grunninn er þetta steikhús en við tökum þetta svolítið aðrar leiðir en gengur og gerist. Steikurnar eru kolag- rillaðar en við förum aðrar leiðir en flestir í meðlætinu, við erum ekki með þetta hefðbundna steikarmeðlæti, bak- aða kartöflu og salat. Við leitum til Frakklands en ekki síður til Japans og reynum að vera svolítið skapandi. Það má segja að þetta sé fusion-matreiðsla en með léttu ívafi og við reynum að koma skemmtilega á óvart. Hugsunin er sú að menn geti komið inn í tveggja, þriggja eða fimm rétta seðil en ef ein- hver í hópnum vill fá sér fimm rétta grænmetisseðil sé það ekki vandamál,“ segir Stefán Magnússon, eigandi Austur- Steikhúss. Ekki alls ókunnugur steikum Sjálfur er Stefán ekki alls ókunnugur steikum. Hann lærði á Argentínu og varð yfirkokkur þar 23 ára. Eftir átta ára starf á Argentínu keypti hann sig inn í rekst- ur Vegamóta og starfaði þar í tvö ár. Morgunblaðið/Golli Fransk-japansk- ur bræðingur á Austur-Steikhúsi Miklar breytingar hafa orðið á Austur við Aust- urstræti. Staðurinn heitir nú Austur-Steikhús og er grillað kjöt, eins og nafnið gefur óneitanlega til kynna, fyrirferðarmikið á matseðlinum. Steingrímur Sigurgeirsson Veitingastaðurinn Austur-Steikhús er við Austurstræti í Reykjavík. Morgunblaðið/Golli Kári Þorsteinsson yfirkokkur og Stefán Magnússon eigandi í eldhúsinu. Piparsteik hússins. Humar sumar. Matur

x

SunnudagsMogginn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.