SunnudagsMogginn - 18.04.2010, Blaðsíða 20
É
g stend á hlaðinu og er að
reyna að finna mér eitt-
hvað að gera,“ segir Sig-
urður Þór Þórhallsson,
bóndi á Önundarhorni í
gær. Hlaup kom í Svað-
bælisá á miðvikudag vegna eldgossins
undir Eyjafjallajökli og flæddi jökulvatn
yfir 50-60 hektara af túnum.
„Drullan hefur aðeins sigið, því hún
var blönduð krapa,“ segir hann. „Ég
ætla því að sækja mér flaghefil og
bjástra við að skafa út af túnunum, því
ég ímynda mér að betra sé að ná drull-
unni áður en krapinn hverfur alveg.
Ég ætla að skafa út í skurðina, því
þeir eru hvort sem er fullir, áður en
jökulleirinn fer ofan í svörðinn. Hann
er svo sem búinn að fara ofan í nógu
stórt svæði. Ég vildi gera eitthvað,
frekar en að leggjast með tærnar upp í
loft. Maður verður að sprikla, er það
ekki?“
Rækta, breyta, stækka og grafa
Sigurður og kona hans Poula Kristín
Buch keyptu jörðina árið 1997. „Við
komum hingað 26. ágúst frá Vest-
mannaeyjum. Þá var fjölskyldan karl,
kerling og tvær stelpur, sem eru orðnar
fjórar í dag,“ segir hann.
„Við bjuggum með bóndanum sem
við keyptum af í kommúnu í heilan
mánuð. Þetta bar svo fljótt að og þau
voru ekki búin að festa sér annað hús.
Konan mín fór reyndar beint til
Reykjavíkur þegar við komum með
Herjólfi, til að stunda nám í hár-
greiðslu, en ég fór austur með börn og
búslóð. Ég á ættir að rekja til Víkur í
Mýrdal, þannig að ættingjar og vinir
hjálpuðu mér að afferma flutningabíl-
inn og bekkjarbróðir minn sótti bú-
slóðina til Eyja.“
Þegar þau hófu búskap var mjólk-
urkvótinn 76 þúsund lítrar, en þau hafa
keypt 100 þúsund til viðbótar. „Mig
minnir að hér hafi verið 55 gripir þegar
við komum, en nú eru þeir um 230,“
segir Sigurður. „Við gerðum ekkert
fyrsta árið, nema það sama og karlinn
sem hér var áður hafði fengist við. Svo
fór maður að koma með sínar hug-
myndir inn í reksturinn, rækta, breyta
túnum, stækka þau og grafa. Við höfum
verið stöðugt að stækka og rækta tún
síðastliðinn áratug. En við fórum þá
leið að byggja við þessa kofa sem hér
voru og höfum bjástrað við það sjálf
með föður mínum og svo hafa góðir
vinir lagt okkur lið líka.“
Töluvert sjokk
Stór hluti af bújörðinni var órækt-
arland, að sögn Sigurðar. „Það voru
beitarflákar fyrir hross og mýrar, sem
við fórum að rækta og grafa. En það tók
mörg ár að skipuleggja hvernig ætti að
vinna þessi tún og ganga um þau með
vélum og skepnum. Við fórum rólega af
stað, en höfum haldið áfram á hverju
ári. Það segir sína sögu, að við höfum
haft sama gröfumanninn á hverju ári,
allt upp í sex vikur í senn.“
Nú er svo komið að þau eru komin
með 100 hektara af túnum, en jörðin er
130 hektarar. „Þessir 230 hausar eru
ekki allt kýr, því við erum einnig með
nautgripi og seljum mikið af nauta-
kjöti. Við ræktum gras, korn og græn-
fóður fyrir skepnurnar, en það er svo
sem ekki hægt að rækta mikið annað á
Íslandi, svo vit sé í.“
– Hvaða augum líturðu framtíðina á
þessum tímapunkti?
„Ég get sagt þér það, að í gær leið
mér þannig, að ég var hálfniðurlútur og
hafði fengið töluvert sjokk,“ svarar
hann blátt áfram.
„Maður sveiflast svolítið í dag, en er
þó kominn með hefil aftan í traktorinn.
Ég sé fyrir mér, að ef eitthvað er til í
kerfinu sem getur mætt þessu tjóni
með manni, ég þekki það ekki, þá verði
maður að rífa sig af stað. En ég hugsa
að ég verði að sækja heyfeng annað, því
hér þarf að heyja 1.700 rúllur og það
næst ekki full uppskera.“
Hann segir skurðakerfið allt ónýtt.
Þá sitji jökulleirinn, sem flaut yfir allt,
sumstaðar í sverðinum. „Ég var búinn
að keyra skít á allt og nú gægist grasið
græna upp úr drullunni, en þegar leir-
inn sest í svörðinn er þetta grjótharður
andskoti sem hleypir engu niður úr
sér. Hann kæfir allan gróður og rækt-
unin verður ónýt.“
Þar sem skurðakerfin eru full verður
að keyra drulluna í burtu. „Það er
nauðsynlegt ef ég ætla að sprikla hér
áfram,“ segir Sigurður. „Auðvitað
verður maður að sjá að kerfið komi til
móts við mann og heyforðinn verði
nógur. Svo þarf að taka ákvarðanir um
að umbylta öllu, hvort sem það gerist
núna eða þegar líður á sumarið. En það
er mikið starf. Það þarf að fara yfir 11
hektara af skurðum og kostnaðurinn er
eftir því, bæði ræktun og vinna. En það
er ekkert, sem hefur ekki verið gert
áður í mannkynssögunni.“
Þarf þá að loka kofum
Sigurður segist aldrei hafa velt þeim
möguleika fyrir sér, að þetta gæti gerst.
„Ég sá þessa spýju koma rennandi ofan
úr jöklinum og fór upp á þjóðveg til að
forða mér. Það voru engir heima nema
ég. Ég fylgdist með hlaupinu koma
niður og undir brúna, sá það belja
áfram, beið svolitla stund, en svo kom
löggan og rak mig burtu, en þá var far-
ið að sjatna svolítið. Ég vonaði að það
væri spýja sem ég slyppi með. Eftir það
hefur komið gusa, þetta helvíti kemur í
gusum, og þá fór hún yfir.
En nei, ég hafði ekki velt þessu fyrir
mér og aldrei að þetta yrði svona stór-
kostlega mikið. Svo fór ég að velta því
fyrir mér í gær, að nú hefði bara einn
bær fengið gusuna yfir sig, en hvað
myndi gerast ef Katla kæmi hér vestan
megin. Ef það er í líkingu við þetta, sem
færi yfir Landeyjarnar, svo og svo
margar jarðir, þá veit ég ekki hvernig
ætti að mæta slíku tjóni.
Við megum bara þakka fyrir ef ekki
verða stórar gusur, hvorki þar eða
hérna megin. Ef það verður ekki meira
en eitt lítið kot sem fær þetta yfir sig.
Ég verð reyndar að viðurkenna, að ég
hef lítið hlustað á fréttir og veit ekkert
hvað er að gerast vestan megin. En hér í
kringum Svaðbælisá hefur ekkert rækt-
arland farið nema hér.“
– Hefurðu orðið var við ösku?
„Nei, en er ekki spáð norðanátt?
Maður þarf þá að reyna að loka ein-
hverjum kofum.“
Sjómennskan góður skóli
En fjölskyldan hefur kunnað vel við sig
á Önundarhorni í gegnum tíðina. „Tvær
yngstu dæturnar þekkja ekkert annað,
því þær eru fæddar hér,“ segir Sig-
urður. „Hér hefur okkur liðið vel og við
eigum góða nágranna og vini. Ég myndi
segja að samfélagið hér, alveg út í
Hvolsvöll og austur með öllu, sé mjög
gott. Og maður hefur veðurfarslega séð
gott af því að búa hérna, ekkert er upp
á það að klaga, þó að maður hafi ekki
átt von á því að Eyjafjallajökull færi að
hrista sig.“
Sigðurður er fæddur og uppalinn í
Vík í Mýrdal, en fór á vertíð árið 1987
til Vestmannaeyja. „Ég var á sjó í tíu ár,
lærði til stýrimanns og fékk að spreyta
mig á því í afleysingum með bát,“ segir
hann. „Ég hefði ekki viljað sleppa þeirri
lífsreynslu að vera til sjós. Það var
virkilega góður skóli, félagsskapurinn
skemmtilegur og góður karlahúmor
sem þar viðgengst.“
– En þú ákvaðst að gerast bóndi?
„Já, þetta breyttist þegar ég fór í
Stýrimannaskólann. Þá fór ég að vera
meira heima og viðhorfið breyttist –
mig langaði til að halda því þannig.
Sveitastörfin eru gamall draumur. En
ég var með frjókornaofnæmi, sem
krakki útgrátinn af því þegar ég var í
sveit. Það eltist hinsvegar af mér með
árunum og búskaparhættir breyttust,
Heimreiðin að Önundarhorni er ófögur yfir að líta.
Sigurður lýsir spjöllunum vegna hlaupsins.
20 18. apríl 2010