SunnudagsMogginn - 18.04.2010, Blaðsíða 34

SunnudagsMogginn - 18.04.2010, Blaðsíða 34
34 18. apríl 2010 É g er nú bara venjuleg stelpa sem hefur gaman af að leika sér með vinunum. En hlutverkið er sannarlega andstyggilegt! segir bandaríska leikkonan Chloë Moretz hinum megin á síma- línunni. „Hafa verður í huga að þetta er tilbúin persóna; það er ekki Chloë sem fólk sér í myndinni. Þetta er eins langt frá raunveruleikanum og hugsast getur. Ef ég not- aði orðbragð eins og persónan í myndinni er ég hrædd um foreldrar mínir lokuðu mig inni,“ segir hún og hlær. Ekki þarf einu sinni að nefna starfann; þá yrði hún lokuð inni af öðrum yfirvöldum. Kvikmyndin sem um ræðir heitir Kick-Ass og er has- armynd en þó í léttum dúr; þar segir frá venjulegu fólki sem ákveður að bregða sér í hlutverk ofurhetja, þrátt fyrir að skorta til þess líkamsburði en allt er hægt í bíó, ekki síst þegar fyrirmyndirnar eru úr heimi teikni- myndasagna eins og í þessu tilfelli. Hin unga Moretz fer með hlutverk ellefu ára leigu- morðingja og hefur verið þjálfuð af föður sínum (Nicolas Cage) til þess að berjast við ákveðna fauta og blótsyrðin eru þannig að orðljótustu menn fram að þessu komast vart með tær þar sem hún hefur hæla. Myndin var frumsýnd í Bretlandi fyrr á árinu en sam- tímis á Íslandi og í Bandaríkjunum á föstudag. Leikstjórinn Matthew Vaughn bauð öllum stóru kvik- myndaverunum í Hollywood að gera myndina á sínum tíma en engu þeirra leist á; m.a. var að því fundið að 11 ára stúlka notaði jafn grófan munnsöfnuð og raun ber vitni, að ekki sé minnst á ofbeldið. Vaughn gaf sig ekki og fjármagnaði myndina með öðrum hætti. Eftir að glefsur úr myndinni voru sýndar við gríðar- lega góðar viðtökur á Comic Con-hátíðinni í San Fran- cisco í fyrrasumar vaknaði áhugi þeirra stóru á ný og Vaughn greip til þess ráðs að bjóða fulltrúum þeirra allra á sýningu myndarinnar í Los Angeles í nóvember. Þar var einnig stór hópur almennra borgara. Viðbrögð í salnum þóttu með ólíkindum; fagnaðarlátum ætlaði ekki að linna. Eftir að hinn almenni borgari hvarf á braut kom Vaughn á óvart og hóf uppboð fyrir kvikmynda- verin. Þá reyndist áhuginn mikill á því að dreifa mynd- inni! Moretz hefur þegar leikið í fjölda kvikmynda, nóg er að gera, því á árinu eru frumsýndar hvorki fleiri né færri en þrjár þar sem hún fer með hlutverk. Er þetta ekki dálítið mikil vinna fyrir 12 ára stúlku, spyr blaðamaður. Símtalið átti sér stað fyrr í vetur. „Ég er orðin 13,“ er svarið. „Átti afmæli í fyrradag og ætla að halda upp á það í kvöld. Þá koma nokkrar vin- konur mínar í heimsókn.“ Sko; bara venjuleg stelpa. Hún er fædd nærri Atlanta í Georgíuríki en leikkonan unga segir fjölskylduna hafa flust til Los Angeles vegna starfa föður síns þegar hún var barnung. Leiklistarferillinn hófst þegar hún var aðeins fimm ára. Hvernig kom það til? „Bróðir minn var þá í leiklistarskóla og þetta byrjaði eiginlega þegar hann var heima að æfa sig. Þá gekk ég um gólf með honum og þuldi rullurnar. Hafði mjög gaman af og á endanum var ég farin að leika á móti hon- Moretz í hlutverki sínu í Kick-Ass, búin að fella nokkra óþokka sem oftar. Yrði lokuð inni bara fyrir orðbragðið Ellefu ára leigumorðingjar eru ekki á hverju strjái, guði sé lof, en einn slíkur hefur verið á vappi í kvikmyndahúsum víða um heim undanfarið og er nú kominn til Íslands. Skapti Hallgrímsson skapti@mbl.is Chloë Moretz segist bara venjulega 13 ára stelpa. Pabbi og mamma lesa handritin yfir, segir hún.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.