SunnudagsMogginn - 18.04.2010, Blaðsíða 25

SunnudagsMogginn - 18.04.2010, Blaðsíða 25
18. apríl 2010 25 miðum gerð að fullu rafræn og því ekki lengur hægt að skila inn auðum kennitölum eða kennitölum sem eru ekki til á hlutafjármiðum“. Þegar farið var að flytja upplýsingar um kennitölu- lausa hlutafjáreigendur úr gamla gagnakerfinu yfir í nýja launamiðakerfið hjá ríkisskattstjóra varð að einkenna gögnin með kennitölu sem stóðst vartöluprófun, en það hafði ekki þurft í eldra kerfinu. Þá var gripið til þess ráðs að nota kennitölu gervimanns í útlöndum fyrir þau gögn sem ekki áttu kennitölu. Það mun vera skýringin á skyndilegum umsvifum svokallaðra Gervimanna í við- skiptalífinu. Eftir stendur að Gervimenn í viðskiptalífinu eru kennitölulausir hlutafjáreigendur, sem skráðir eru er- lendis og hefur verið gert að skila tilbúnu einkenni, svo- nefndri gervikennitölu, en þá er einnig skráð nafn við- komandi, heimilisfang erlendis o.s.frv. Þannig eru margir þeirra auðkenndir og hefði verið hægt að vinsa þá út af listanum, sem rannsóknarnefnd Alþingis birtir, en þetta á þó ekki við um alla á listanum. Sumir leynast undir huliðshjálmi, eins og síðar greinir. Einn viðmæl- enda bendir á, að betra hefði verið að fá nákvæmari lista og notast við skilgreininguna „óþekktir aðilar“. Það hefði ekki verið eins villandi og Gervimenn í útlöndum með stórum staf og kennitölum. Undir huliðshjálmi „En það er alveg rétt sem nefndin segir, að auðvitað er þarna verulegt vandamál hjá yfirvöldum, að eiga við að- ila sem eru skráðir erlendis,“ segir Skúli Eggert. „Eitt er að halda utan um upplýsingarnar, en oft er stærra vandamál að verða sér úti um þær. Þá er huliðshjálmur yfir eignarhaldinu og ekki vitað um hvern ræðir, eins og kemur fram í skýrslu rannsóknarnefndarinnar. Í alltof mörgum tilfellum er rökstuddur grunur um að verið sé að leyna þessum upplýsingum vísvitandi. Það getur til dæmis verið út af samkeppnissjónarmiðum, að- stæðum á fjármálamarkaði eða til að fela eitthvað fyrir kröfuhöfum. Sú skýring er raunar knýjandi núna, þegar fyrirtæki eiga í vandræðum. Og að lokum er þetta gert til að leyna hagnaði og komast hjá skattgreiðslum.“ Hann segist ekki sjá í fljótu bragði, hvernig leysa megi Gervimannsvandamálið. „Ég hef ekki lausnina á því. Ef menn eru staðráðnir í því að heimila án takmarkana það að útlendingar eigi í félögum hér á landi, þá er það bara pólitísk ákvörðun.“ – Felst það ekki í frjálsum fjármagnsflutningum á Evrópska efnahagssvæðinu? „Það var pólitísk ákvörðun að fara þangað inn. Og þá er spurning hvernig upplýsingagjöf er háttað til skatt- yfirvalda. Það er ekkert vandamál þegar eiga þarf við ríki sem við höfum gert tvísköttunarsamninga við. Vandamálin felast fyrst og fremst í því, þegar átt er við fyrirtæki sem skráð eru á aflandssvæðum. Þar er sífellt vandamál að fá upplýsingar um raunverulega eigendur. Oft eru það gervieigendur, en við viljum upplýsingar um þá sem eiga raunverulega fyrirtækin. Ein áhrifin sem þetta hefur er að erfitt er að takmarka krosseignatengsl. Þessu er vel lýst í 9. bindi skýrslunnar og í raun sláandi að sjá hversu alvarlegt ástandið er. Rannsóknarnefndin hefur til dæmis bent á að til séu félög, sem enginn virðist eiga nema þau sjálf.“ – Og bankarnir tóku þátt í þessu? „Já, það verður ekki annað séð,“ segir Skúli. „Allir stóru bankarnir ráku fjármálamiðstöð í Lúxemborg. Einn var þó áberandi stærstur og starfrækti fé- lagaþjónustu, þar sem stofnuð voru félög og flutt í skattaparadísir eða aflandsfélög. Ég á ekki svörin, en ég velti því upp hvers vegna menn voru að þessu. Flestir viðskiptavina voru Íslendingar. Við létum greina eign- arhaldið í Lúxemborg, fengum mann til að fara í gegnum alla hlutafélagaskrána þar í landi, og hann skilaði okkur ítarlegri skýrslu, þar sem raktar voru vísbendingar um íslensk félög. Þá var horft til nafnsins, hvort hlutafé væri í íslenskum krónum, hvort heimilið væri skráð þar sem við vissum að Íslendingar hefðu aðsetur eða lögmenn þeirra. Það leiddi í ljós misfellur í upplýsingagjöf til skattayfirvalda.“ Átta kynslóðir eigenda Þar kom meðal annars í ljós að verulega vantaði upp á, að hægt væri að þekkja alla eigendur, þannig að full- nægjandi gæti talist. „Greiningin leiddi í ljós, að það þurfti oft að fara aftur um átta kynslóðir eigenda til að finna endanlegan eiganda og í eitt skipti voru kynslóð- irnar níu.“ – Ekki var gefið upp nafn á félögunum í þeirri grein- ingu, þegar hún birtist í Tíund, nema að hluta. „Ástæðan er sú að byggt er á upplýsingum af fram- tölum og ekki má birta þær, en hægt er að birta nöfn upprunalegra eigenda, því það eru opinber gögn.“ Hann segir marga hafa tengst fjármálastarfsemi í Lúx- emborg og farið þaðan til aflandssvæðis. „Auðvitað er grunur um það, að í sumum tilfellum hafi menn verið að þvo söluhagnað eða tekjur eða að leyna skattayfirvöld upplýsingum. Í sumum tilvikum kann starfsemin að hafa verið réttmæt, en ég dreg mjög í efa að þannig hafi það verið í hvívetna. Ég tek þó fram, að í sjálfu sér er þó ekkert ólöglegt við að eiga hlutafé í erlendu félagi.“ Gervimaðurinn Ken í kunnuglegu hlutverki með Barbie sinni. En hvernig skyldi tilveran vera hjá Gervimanni í útlöndum? Heimild: Skýrsla Rannsóknarnefndar Alþingis, sem sækir upplýsingarnar til Ríkisskattstjóra. Kennitölur gervimanna erlendis Kennitala Nafn 010130-2989 Gervimaður Ameríka 010130-2559 Gervimaður Svíþjóð 010130-3019 Gervimaður Afríka 010130-2719 Gervimaður Evrópa 010130-7789 Gervimaður útlönd 010130-2399 Gervimaður Færeyjar 010130-2129 Gervimaður Noregur 010130-2209 Gervimaður Finnland 010130-2479 Gervimaður Danmörk 010130-4929 Gervimaður Bretland 010130-4339 Gervimaður Eyjaálfa 010130-5069 Gervimaður Bandaríkin 010130-3369 Gervimaður Asía 010130-2639 Gervimaður Grænland Morgunblaðið/Ernir „Mér finnst skýrslan mjög merkilegt verk,“ segir Skúli Eggert Þórðarson, ríkisskattstjóri. „Það hefur greinilega verið lögð mikil vinna og alúð í það. Ég ætla ekkert að tjá mig um efn- islegt innihald, en þarna er gríðarlegt magn upplýsinga á einum stað. Og fyrir skattayfirvöld er margt mjög áhugavert. Við erum komin með fólk í það að fara yfir þessa skýrslu lið fyrir lið.“ Hann segir mikilvægt að í skýrsl- unni megi finna upplýsingar frá bönk- unum, til viðbótar við þær upplýs- ingar sem skattayfirvöld hafa. „Það hefur þurft að ganga mjög langt til að fá upplýsingar úr bankakerfinu, standa í málarekstri og þess háttar. En nú förum við yfir þessar upplýs- ingar og ef við höfum ekki fengið þær áður, þá gæti það verið grunnur að frekari vinnu.“ Margt áhugavert
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.