SunnudagsMogginn - 18.04.2010, Blaðsíða 8

SunnudagsMogginn - 18.04.2010, Blaðsíða 8
8 18. apríl 2010 Um leið og hermaðurinn fer að efast um gerðir sínar lam- ast baráttuviljinn. Hann má ekki hafa samúð með fórn- arlömbum sínum. Hermaðurinn er í vinnunni sinni. Í hern- aði verður á endanum hversdagslegt að drepa. Í stríðsmyndum finna hetjurnar fyrir drápsgleði og áhorf- endur fagna þegar óvinurinn er stráfelldur, en í raun hafnar samfélagið ofbeldi og stjórnvöld reyna að setja afleiðingar átaka fram með eins sótthreinsuðum hætti og hægt er. Myndbandið, sem lak inn á Wikileaks, eyðileggur þá mynd. Hermaðurinn er sendur til framandi lands í nafni mann- úðar og lýðræðis. Hvernig á hann þá að bregðast við þegar hann drepur óbreytta borgara, sem samkvæmt Genf- arsáttmálanum á að leita allra ráða til að hlífa? Í mynd- bandinu á Wikileaks bregst hann við með því að varpa skuldinni á fórnarlömbin. Þegar ákveðið er að senda börn, sem særðust í árásinni, ekki beint á sjúkrahús, heldur láta þau í hendur írösku lögreglunni, er það réttlætt með því að fólkinu hafi verið nær að taka með sér börn í átökin. Þeim var nær að taka með sér börn í átökin Skotárásin á sendibílinn. Tvö börn voru í bílnum. Reuters H lutfall óbreyttra borgara af þeim, sem falla í stríði, hefur hækkað jafnt og þétt á undanförnum hundrað árum. Í fyrri heimsstyrjöldinni er talið að 10% þeirra, sem féllu hafi verið óbreyttir borgarar. Í heimsstyrj- öldinni síðari var hlutfallið komið í 50%, í Víetnamstríðinu 70% og í Afganistan og Írak á milli 80 og 90%. Lítið fer fyrir þessum tölum í umfjöllun um stríð, allra síst í málflutningi þeirra, sem að hernaðinum standa, enda eru þær óþægilegar. Til að þurfa ekki að tala um fallna óbreytta borgara berum orðum er stuðst við tæknimál. Þeir heita „hliðartjón“ á hernaðarmáli, „collateral damage“. Þessar tölur setja hins vegar atburði á borð við árás Banda- ríkjahers á hóp manna í Bagdad 12. júlí 2007, þar sem tveir starfsmenn Reuters-fréttastofunnar voru meðal þeirra, sem voru drepnir, í nýtt samhengi, þótt ekki megi gleyma því að fjöldi al- mennra borgara hefur einnig látið lífið í árásum hryðjuverka- manna, sem berjast gegn Bandaríkjamönnum og bandamönnum þeirra. Það er ekki undantekning að óbreyttir borgarar falli, heldur reglan og gildir þar einu þótt alþjóðlegir sáttmálar um framferði í stríði kveði á um að öllum meðulum skuli beitt til þess að skaða ekki óbreytta borgara. Hinar leyfilegu blóðsúthellingar Myndbandið af árásinni sumarið 2007 er hægt að skoða á vef Wikileaks og hefur það vakið gríðarlega athygli. Það þykir ekki síst hrollvekjandi vegna þess hvað hermennirnir tala af mikilli lítilsvirðingu um fórnarlömb sín. Myndbandið minnir óþyrmi- lega á það að stríð snýst um að drepa. Joanna Bourke fjallar um blóðsúthellingar í stríði í bók sinni An Intimate History of Kill- ing. Hún bendir á að fyrir stjórnmálamönnunum vaki að komast yfir landsvæði eða endurreisa þjóðarstolt, en „fyrir þann, sem gegnir herþjónustu, gengur hernaður út á réttlætanleg dráp á öðrum manneskjum“. Hermaðurinn sé hins vegar ekki að fremja morð, heldur úthella blóði með leyfi æðstu yfirvalda og stuðn- ingi almennings í landi sínu. Sett voru göfug markmið þegar ráðist var inn í Afganistan og Írak, frelsa átti undirokaðar þjóðir undan harðstjórum og færa þeim lýðræði og um leið vinna sigra í baráttunni gegn hryðju- verkum. Það er hins vegar ekki einfalt fyrir hermanninn þegar sá, sem hann á að vera að hjálpa, er líka óvinurinn. En hvernig er hægt að fá menn til að drepa, jafnvel þegar þeim er ekki ógnað, eins og raunin var þegar árásin var gerð í Bagdad, þótt draga hefði mátt þá ályktun úr fjarlægð að myndavélabún- aður ljósmyndara Reuters væri vopn? Þjálfun hermanna tók miklum stakkaskiptum á 20. öldinni, enda er ekki hlaupið að því að gera menn að drápsvélum. Tregðan til að drepa Bourke rekur í bók sinni frásagnir og rannsóknir á því hvað her- menn í fyrri og seinni heimsstyrjöld voru í raun tregir til að drepa. Í fyrri heimsstyrjöldinni hafi aðeins verið hægt að skil- greina einn hermann af hverjum tíu sem hugrakkan. Ef jafnt var í liðum á vígvellinum gat orðið þegjandi samkomulag meðal óbreyttra hermanna um að skjóta ekki. Ótal dæmi eru um að óbreyttir hermenn hafi ekki hleypt af vopnum sínum nema yf- irmenn stæðu yfir þeim. Herforinginn S.L.A. Marshall gerði rannsókn þar sem hann talaði við 400 hermenn, sem höfðu bar- ist í síðari heimsstyrjöldinni. Aðeins 15% þeirra höfðu hleypt af vopni á óvininn í átökum, en 80% höfðu verið í aðstöðu til þess. Áreiðanleiki þessarar rannsóknar hefur reyndar verið dreginn í efa, en hún hafði mikil áhrif á þjálfunaraðferðir. Skoðun Mars- halls var sú að tregða til að drepa væri tilfinningaleg, en ekki af rótum skynsemi og rökhugsunar. Með aðstoð sálfræði og aðferð- um, sem líkja má við heilaþvott, miðar þjálfun hermannsins að því að vinna á tregðunni. Eftir slíka þjálfun og dvöl á vígstöðv- unum getur verið erfitt að snúa aftur til „siðmenningarinnar“. Bandarískur landgönguliði í Falluja gætir fanga, sem er með bundið fyrir augu. Reuters. Hinar óþægilegu staðreyndir 80 til 90% fallinna í Afganistan og Írak eru óbreyttir borgarar Vikuspegill Karl Blöndal kbl@mbl.is Fjöldi hermanna hleypti aldrei af skoti í skotgröfunum í fyrri heims- styrjöld. „Ég lét eins og ég væri hneykslaður vegna þess að það að svívirða lík var talið óamerískt og skemma fyrir. En ég fann ekki fyrir hneyksl- un. Ég hélt yfirmanns- svipnum en inni í mér … hló ég. Ég hló – held ég núna – að hluta út af því að í undir- meðvitundinni kunni ég að meta þessa ógeðfelldu teng- ingu kynlífs, saurs og dauða; og að hluta út af gleði yfir að hann – hver sem hann hafði verið – var dauður og ég – hinn einstaki, sérstaki ég – var á lífi.“ William Broyles, hermaður í Víetnam og síðar blaðamaður og fréttastjóri á Newsweek, lýsir því þegar félagar hans tóku lík Norður-Víetnama, settu á það sólgleraugu, síg- arettu í munnvikið og saur á höfuð þess í Víetnamstríð- inu. Hann var dauður, ég á lífi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.