SunnudagsMogginn - 18.04.2010, Page 8

SunnudagsMogginn - 18.04.2010, Page 8
8 18. apríl 2010 Um leið og hermaðurinn fer að efast um gerðir sínar lam- ast baráttuviljinn. Hann má ekki hafa samúð með fórn- arlömbum sínum. Hermaðurinn er í vinnunni sinni. Í hern- aði verður á endanum hversdagslegt að drepa. Í stríðsmyndum finna hetjurnar fyrir drápsgleði og áhorf- endur fagna þegar óvinurinn er stráfelldur, en í raun hafnar samfélagið ofbeldi og stjórnvöld reyna að setja afleiðingar átaka fram með eins sótthreinsuðum hætti og hægt er. Myndbandið, sem lak inn á Wikileaks, eyðileggur þá mynd. Hermaðurinn er sendur til framandi lands í nafni mann- úðar og lýðræðis. Hvernig á hann þá að bregðast við þegar hann drepur óbreytta borgara, sem samkvæmt Genf- arsáttmálanum á að leita allra ráða til að hlífa? Í mynd- bandinu á Wikileaks bregst hann við með því að varpa skuldinni á fórnarlömbin. Þegar ákveðið er að senda börn, sem særðust í árásinni, ekki beint á sjúkrahús, heldur láta þau í hendur írösku lögreglunni, er það réttlætt með því að fólkinu hafi verið nær að taka með sér börn í átökin. Þeim var nær að taka með sér börn í átökin Skotárásin á sendibílinn. Tvö börn voru í bílnum. Reuters H lutfall óbreyttra borgara af þeim, sem falla í stríði, hefur hækkað jafnt og þétt á undanförnum hundrað árum. Í fyrri heimsstyrjöldinni er talið að 10% þeirra, sem féllu hafi verið óbreyttir borgarar. Í heimsstyrj- öldinni síðari var hlutfallið komið í 50%, í Víetnamstríðinu 70% og í Afganistan og Írak á milli 80 og 90%. Lítið fer fyrir þessum tölum í umfjöllun um stríð, allra síst í málflutningi þeirra, sem að hernaðinum standa, enda eru þær óþægilegar. Til að þurfa ekki að tala um fallna óbreytta borgara berum orðum er stuðst við tæknimál. Þeir heita „hliðartjón“ á hernaðarmáli, „collateral damage“. Þessar tölur setja hins vegar atburði á borð við árás Banda- ríkjahers á hóp manna í Bagdad 12. júlí 2007, þar sem tveir starfsmenn Reuters-fréttastofunnar voru meðal þeirra, sem voru drepnir, í nýtt samhengi, þótt ekki megi gleyma því að fjöldi al- mennra borgara hefur einnig látið lífið í árásum hryðjuverka- manna, sem berjast gegn Bandaríkjamönnum og bandamönnum þeirra. Það er ekki undantekning að óbreyttir borgarar falli, heldur reglan og gildir þar einu þótt alþjóðlegir sáttmálar um framferði í stríði kveði á um að öllum meðulum skuli beitt til þess að skaða ekki óbreytta borgara. Hinar leyfilegu blóðsúthellingar Myndbandið af árásinni sumarið 2007 er hægt að skoða á vef Wikileaks og hefur það vakið gríðarlega athygli. Það þykir ekki síst hrollvekjandi vegna þess hvað hermennirnir tala af mikilli lítilsvirðingu um fórnarlömb sín. Myndbandið minnir óþyrmi- lega á það að stríð snýst um að drepa. Joanna Bourke fjallar um blóðsúthellingar í stríði í bók sinni An Intimate History of Kill- ing. Hún bendir á að fyrir stjórnmálamönnunum vaki að komast yfir landsvæði eða endurreisa þjóðarstolt, en „fyrir þann, sem gegnir herþjónustu, gengur hernaður út á réttlætanleg dráp á öðrum manneskjum“. Hermaðurinn sé hins vegar ekki að fremja morð, heldur úthella blóði með leyfi æðstu yfirvalda og stuðn- ingi almennings í landi sínu. Sett voru göfug markmið þegar ráðist var inn í Afganistan og Írak, frelsa átti undirokaðar þjóðir undan harðstjórum og færa þeim lýðræði og um leið vinna sigra í baráttunni gegn hryðju- verkum. Það er hins vegar ekki einfalt fyrir hermanninn þegar sá, sem hann á að vera að hjálpa, er líka óvinurinn. En hvernig er hægt að fá menn til að drepa, jafnvel þegar þeim er ekki ógnað, eins og raunin var þegar árásin var gerð í Bagdad, þótt draga hefði mátt þá ályktun úr fjarlægð að myndavélabún- aður ljósmyndara Reuters væri vopn? Þjálfun hermanna tók miklum stakkaskiptum á 20. öldinni, enda er ekki hlaupið að því að gera menn að drápsvélum. Tregðan til að drepa Bourke rekur í bók sinni frásagnir og rannsóknir á því hvað her- menn í fyrri og seinni heimsstyrjöld voru í raun tregir til að drepa. Í fyrri heimsstyrjöldinni hafi aðeins verið hægt að skil- greina einn hermann af hverjum tíu sem hugrakkan. Ef jafnt var í liðum á vígvellinum gat orðið þegjandi samkomulag meðal óbreyttra hermanna um að skjóta ekki. Ótal dæmi eru um að óbreyttir hermenn hafi ekki hleypt af vopnum sínum nema yf- irmenn stæðu yfir þeim. Herforinginn S.L.A. Marshall gerði rannsókn þar sem hann talaði við 400 hermenn, sem höfðu bar- ist í síðari heimsstyrjöldinni. Aðeins 15% þeirra höfðu hleypt af vopni á óvininn í átökum, en 80% höfðu verið í aðstöðu til þess. Áreiðanleiki þessarar rannsóknar hefur reyndar verið dreginn í efa, en hún hafði mikil áhrif á þjálfunaraðferðir. Skoðun Mars- halls var sú að tregða til að drepa væri tilfinningaleg, en ekki af rótum skynsemi og rökhugsunar. Með aðstoð sálfræði og aðferð- um, sem líkja má við heilaþvott, miðar þjálfun hermannsins að því að vinna á tregðunni. Eftir slíka þjálfun og dvöl á vígstöðv- unum getur verið erfitt að snúa aftur til „siðmenningarinnar“. Bandarískur landgönguliði í Falluja gætir fanga, sem er með bundið fyrir augu. Reuters. Hinar óþægilegu staðreyndir 80 til 90% fallinna í Afganistan og Írak eru óbreyttir borgarar Vikuspegill Karl Blöndal kbl@mbl.is Fjöldi hermanna hleypti aldrei af skoti í skotgröfunum í fyrri heims- styrjöld. „Ég lét eins og ég væri hneykslaður vegna þess að það að svívirða lík var talið óamerískt og skemma fyrir. En ég fann ekki fyrir hneyksl- un. Ég hélt yfirmanns- svipnum en inni í mér … hló ég. Ég hló – held ég núna – að hluta út af því að í undir- meðvitundinni kunni ég að meta þessa ógeðfelldu teng- ingu kynlífs, saurs og dauða; og að hluta út af gleði yfir að hann – hver sem hann hafði verið – var dauður og ég – hinn einstaki, sérstaki ég – var á lífi.“ William Broyles, hermaður í Víetnam og síðar blaðamaður og fréttastjóri á Newsweek, lýsir því þegar félagar hans tóku lík Norður-Víetnama, settu á það sólgleraugu, síg- arettu í munnvikið og saur á höfuð þess í Víetnamstríð- inu. Hann var dauður, ég á lífi

x

SunnudagsMogginn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.