SunnudagsMogginn - 18.04.2010, Blaðsíða 2
2 18. apríl 2010
26 Happ að hafa alist upp í sveit
Fjölmiðlamanninum vinsæla Gísla Einarssyni finnst einstaklega gam-
an að lifa og telur að kæruleysi sé dyggð.
29 Öskrar á andstæðingana
Jónas Breki Magnússon, óþekktarormurinn í íshokkíinu, á sér líka
mýkri hlið, hann er útlærður gullsmiður.
34 Lokuð inni fyrir orðbragðið
Einkaviðtal Sunnudagsmoggans við hina þrettán ára gömlu Chloë Mo-
retz sem leikur með Nicolas Cage í kvikmyndinni Kick-Ass.
36 Safnaði börtum fyrir
Elvis-keppni
Tengsl bræðranna Sigurður Halldórs Guð-
mundssonar í Hjálmum og Guðmundar Ósk-
ars Guðmundssonar í Hjaltalín.
38 Horfir bjartsýn til
framtíðar
Sigurður Bogi Sævarsson hermir af ferðum
sínum í Víetnam í máli og myndum.
Lesbók
48 Einn frumherjanna
Sýning á stækkuðum ljósmyndum eftir Árna Thorsteinson í Reykjavík
Art Gallery.
52 Börnin hrædd öldum saman
Fjallað um myndskreytingar í barnabókum gegnum tíðina í tilefni af al-
þjóðlegri barnabókahátíð sem hefst í næstu viku.
54 Óskabarn eða kerling?
Guðmundur S. Brynjólfsson skrifar um Þjóðleikhúsið 60 ára.
16-17
40-41
Efnisyfirlit
Forsíðumyndina tók Eddi á æfingu á Íslandsklukkunni í Þjóðleikhúsinu.
Umsjón Sunnudagsmoggans: Pétur Blöndal, pebl@mbl.is Umsjón Lesbókar: Einar Falur Ingólfsson, efi@mbl.is Ritstjórn Sunnudags-
moggans: Arnar Eggert Thoroddsen, Árni Matthíasson, Bergþóra Jónsdóttir, Helgi Snær Sigurðsson, Hólmfríður Gísladóttir, Ingveldur Geirs-
dóttir, Kolbrún Bergþórsdóttir, Kristján Jónsson, Orri Páll Ormarsson, Signý Gunnarsdóttir , Skapti Hallgrímsson, Ylfa Kristín K. Árnadóttir.
Augnablikið
Þ
að er fimmtudagur, fjórði í skýrslu, ann-
ar í eldgosi.
Á borði er hálsbrjóstsykur, snýtubréf,
vatnskanna og glös, og doðrantur Rann-
sóknarnefndar Alþingis. Þetta er verkfærakista
leikara Borgarleikhússins, sem lesið hafa níu binda
skýrsluna frá því hún kom út og eru enn að – sleg-
ið er á að lestrinum ljúki á sunnudag.
Birgitta Birgisdóttir stendur í pontu og les kafla
númer 17.4.6 um „Innlán í skilningi tilskipunar
94/19/EB. Heimildir til undanþága frá bóta-
greiðslum“. Tinna Lind Gunnarsdóttir situr við
borðið og bíður eftir að röðin komi að sér. Ótrú-
legt en satt, þá er það hin besta skemmtun að
fylgjast með upplestrinum. Stundum reyna leik-
ararnir að gæða þurra lesningu lífi, en svo koma
kaflar þar sem þeir rembast við að halda alvarlegu
yfirbragði á meðan þeir lesa meinfyndna kafla um
firringuna í íslensku viðskiptalífi.
Það er fimmtudagur, fjórði í skýrslu. Hilmir
Snær Guðnason stendur í pontu. Sveppi og Auddi
eru nýfarnir eftir að hafa reynt að fipa hann,
hoppað fyrir framan hann og látið öllum illum lát-
um – jafnvel sleikt á honum eyrað. Þeir ættu að
vita betur. Þetta er Hilmir Snær.
Um kvöldmatarleytið á þriðjudegi les Jón Gnarr.
Maður getur ekki annað en komist í gott skap þeg-
ar hann les. Þessar mínútur er lesturinn víst fynd-
inn, skýrslan ekki.
Á milli tvö og fjögur aðfaranótt þriðjudags byrj-
ar Jörundur Ragnarsson að þylja tölu, en snar-
hættir og þagnar. Eftir nokkurt hik segist hann
ætla að lesa tölurnar með punktum. Síðar um
nóttina lendir Jón Páll Eyjólfsson í sömu vandræð-
um. Hann lítur upp og segist aldrei hafa séð svona
háa tölu fyrr. Og grípur til sömu aðferðafræði. Um
kvöldið tekur Margrét Helga svo upp sama sið og
missir fljótlega allt sjálfstraust gagnvart öllum
þessum tölum og les nánast allar með punktum:
„Einn tveir punktur núll núll núll punktur núll
núll núll.“
Það er fimmtudagur. Birgitta er í pontu. Henni
stekkur ekki bros í þetta skipti. En þegar hún las
upp um miðja nótt með Ellerti Ingimundarsyni
lenti hún í vandræðum með langa upptalningu á
evrópskum tilskipunum. Ekki þurfti meira til en
smáfliss hjá Ellerti til þess að hún spryngi úr
óstöðvandi hlátri, og varð Ellert að leysa hana af.
Og hvað var það sem var svona sprenghlægilegt?
„Tilskipun 77/780/EBE um samræmingu á lög-
um og stjórnsýslufyrirmælum um stofnun og
rekstur lánastofnana (kölluð fyrsta bankatilskip-
unin).
Tilskipun 89/646/EBE um samræmingu laga og
stjórnsýslufyrirmæla um stofnun og rekstur lána-
stofnana og um breytingu á tilskipun nr. 77/780/
EBE (kölluð önnur bankatilskipunin).
Tilskipun 83/350/EBE um eftirlit með lána-
stofnunum á samstæðugrundvelli.
Tilskipun 89/299/EBE um eigið fé lánastofnana.
Tilskipun 89/647/EBE um eiginfjárhlutfall lána-
stofnana.
Tilskipun 86/635/EBE um ársreikninga og sam-
stæðureikninga banka og annarra fjármálastofn-
ana.
Tilskipun 78/660/EBE um ársreikninga félaga af
tiltekinni gerð.
Tilskipun 83/349/EBE um samstæðureikninga.“
Jón Páll Eyjólfsson stendur vaktina í lestri skýrslu rannsóknarnefndarinnar.
Morgunblaðið/Eggert
Er skýrslan fyndin?
19.-25. apríl
Í næstu viku verður haldin Barnamenningarhátíð Reykjavíkurborgar, sem
fjallar um menningu barna, menningu með börnum og menningu fyrir
börn. Þema hátíðarinnar í ár er forvitni og verður dagskráin mjög for-
vitnileg fyrir vikið. Hátíðin verður sett í Hljómskálagarðinum kl. 10 á
mánudagsmorguninn og verða sirkuslistamenn, götuleikhúsfólk og
fjórðubekkingar úr Reykjavík viðstödd ásamt prakkaranum Fíusól. Dag-
skrá hátíðarinnar má finna á slóðinni www.barnamenningarhatid.is.
Barnamenningarhátíð í Reykjavík
Við mælum með …
17. apríl
PopUp-verzlun verður
sett upp á efri hæð í
Kaffi Sólón í dag. Op-
ið verður á milli kl. 12
og 17 en að þessu
sinni taka 10 hönnunarmerki þátt.
Þetta verður síðasta tækifæri fyrir
höfuðborgarbúa í bili til að skella
sér á PopUp en í næsta mánuði
ætlar verzlunin að heimsækja höf-
uðstað Norðurlands.
22.-25. apríl
Þessa daga verður
Jazzhátíð Garðabæjar
haldin í fimmta sinn.
Hátíðin fer fram á
þremur stöðum, í
Urðarbrunni, sal Fjöl-
brautaskólans í Garðabæ, í Kirkju-
hvoli, safnaðarheimili Vídal-
ínskirkju og í kirkjunni sjálfri.
Listrænn stjórnandi er Sigurður
Flosason en dagskrána má finna á
www.gardabaer.is.
www.noatun.is
Nóttin
er nýjung í Nóatúni
Hringbraut Austurver Grafarholt
Nú er opið 24 tíma,
7 daga vikunnar
í þremur verslunum Nóatúns