SunnudagsMogginn - 18.04.2010, Blaðsíða 44

SunnudagsMogginn - 18.04.2010, Blaðsíða 44
44 18. apríl 2010 The Cribs komast ekki á Coachella-hátíðina í Kaliforníu sökum eldgossins í Eyjafjallajökli. Hljómsveitirnar Frightened Rabbit og Delp- hic eru einnig í vandræðum vegna þessa en allar flugvélar í Bretlandi eru nú kyrrsettar vegna öskufallsins. Frétt þessi situr efst á fréttaveitu NME og víst að fleiri viðlíka við- burðir eru farnir úr skorðum vegna elds- umbrotanna. Íslands ógæfu verður allt að vopni nú um stundir og það er nánast hægt að nema bullandi reiði Breta á milli línanna í annars venjubundinni frétt. Tónlistarheimur í uppnámi vegna goss Eldgos í Eyjafjallajökli kom í veg fyrir að The Cribs legðu heiminn að fótum sér - í bili. Peter Steele sálugi, leiðtogi Type O Nega- tive, féll frá á besta aldri. Peter Steele, leiðtogi Type O Negative, er all- ur, aðeins 48 ára að aldri. Var dánarorsökin hjartaslag. Type O Negative þótti nokkuð einstök sveit í þungarokkskreðsum, og náði kaldlynt, gotneskt rokk þeirra á tíma al- menningseyrum, er þriðja platan, Bloody Kisses, kom út árið 1993 en hún náði plat- ínusölu. Steele, sem var maður mikill að burðum, glímdi við þunglyndi og lyfjamis- notkun og sat á tímabili í fangelsi. Hann sat þá eitt sinn fyrir á forsíðu Playgirl og sprell- aði í The Jerry Springer Show, þannig að svartur húmorinn brást honum ekki á ögur- stundum. Minningarorð hellast nú inn á helstu þugnarokksmiðla og m.a. annars minnist Trent Reznor, leiðtogi Nine Inch Nails, mannsins. Leiðtogi Type O Negative allur Óheft aðgengi að góðri rokk- tónlist kann að skilja milli feigs og ófeigs á þessari skeggöld sem nú virðist ríkja. Órjúfanleg tengsl eru á milli gæðarokks og James gamla Osterbergs. Osterberg er best þekktur undir nafninu Iggy Pop og önn- ur sólóplata hans, Lust for Life, skothelt safn af frábæru rokki sem ætti að vera skyldueign á öllum heimilum með menningarlegan metnað. Eins og sjá má á plötumslaginu var Iggy fullur af lífsþrótti og æskuþrótti, ímynd æsku og heilbrigðis, þegar platan var tekin upp árið 1977. Flestir ættu að kann- ast við titillag plötunnar en það var með- al annars notað í kvikmyndinni Train- spotting, sem fjallar um nokkra skoska táninga sem gengur erf- iðlega að fóta sig. Einnig eru lögin The Passenger og Tonight vel þekkt. En þar með er ekki öll sagan sögð enda eru bestu lög plötunnar ótalin. Þriðja lag plötunnar, Some Weird Sin, er hugsanlega eitt besta rokklag mann- kynsögunnar og fara gítarleikarnir Ricky Gardiner og Carlos Alomar hamförum í þeirri upptöku. Lögin Success, Neigh- borhood Threat og Fall in Love with me eru ekki mikið síðari. Í laginu Turn Blue sýnir Iggy á sér viðkvæma hlið þegar ljóðmælandinn staldar við og ávarpar al- mættið: „Jesus … this is Iggy.“ Um er að ræða eitt kynngimagnaðasta andartak rokksögunnar. Þrátt fyrir að æskuþróttur og tápmikið fjör Iggy Pop sé fyrirferðarmikið á plöt- unni svífur andi Davids Bowie yfir vötn- um í öllum lögunum. Hann framleiddi plötuna og samdi öll lögin nema tvö. Þetta þýðir þó ekki að Iggy eigi engan heiður skilinn enda er það flutningur hans á rokkinu sem gerir verkið ódauð- legt. Lust for Life er því sígildur óður um allskonar vitleysu sem fylgir lífinu og í ljósi þess að hún er tekin upp seint á átt- unda áratugnum, tíma atvinnuleysis, efnahagslægðar, niðursveiflu og verð- bólgu á Vesturlöndum, er fyllsta ástæða til þess að dusta af henni rykið og búa sig undir mikið fjör við fóninn. Örn Arnarson Poppklassík Iggy Pop - Lust for Life Þegar Iggy var ímynd heilbrigðis og æskufjörs N atalie Merchant er efalaust þekkt- ust fyrir að hafa leitt áðurnefnda sveit, 10.000 Maniacs, sem var ein helsta háskólarokks/ gáfumannapoppsveit níunda áratugarins. Eftir að sveitin sú sprakk á limminu hefur hún keyrt lágstemmdan sólóferil, plötur hafa komið út á nokkurra ára fresti og jafnan fengið prýðilegustu dóma. Nýjasta platan stendur þó nokkuð frá fyrri plötum Merc- hant af ýmsum sökum, en sú síðasta kom út 2003 (The House Carpenter’s Daughter). Um er að ræða tvöfalda plötu og er ávöxtur sjö ára rannsóknarvinnu. „Margbrotnasta og metnaðarfyllsta verk sem ég hef nokkru sinni lagt í,“ segir Merchant. Platan, eða kannski verkið öllu heldur, kallast Leave Yo- ur Sleep og inniheldur lög samin við ljóð eft- ir fræga og ekki svo fræga höfunda, valda af Merchant. Bresk ljóðskáld frá Viktor- íutímum, 20. aldar Bandaríkjamenn, sam- tímaskáld og tímalausar vögguvísur eru á meðal þess sem þar er að finna. Af skáldum má nefna Ogden Nash, E.E. Cummings, Ro- bert Louis Stevenson, Christinu Rossetti, Edward Lear, Gerard Manley Hopkins og Robert Graves. Tónlistarmennirnir sem Merchant vinnur með koma víða að og úr ólíkum geirum en nefna má Wynton Marsal- is, Medeski Martin & Wood, liðsmenn úr fíl- harmóníusveit New York-borgar og The Klezmatics en tónlistin var tekin upp beint. Tónlistarstraumarnir sem líða um plötuna eru já jafn ólíkir og þeir eru margir og heyra má cajun, blágresi, reggí, kammertónlist, djass, balkantónlist og kínverska og kelt- neska þjóðlagatónlist. Merchant segir að hvert ljóð hafi kallað á sína tónmynd; sumar séu húmorískar og fáránlegar, aðrar sorgum bundnar og rómantískar. Lögin eru alls 26 og eru temabundin. Verkefnið hófst sem vögguvísuplata en með tímanum tók að hlaðast utan á það. Æskuár- in í öllu sínu veldi urðu yrkisefnið og segir Merchant að dóttir sín eigi ekki lítinn þátt í plötunni, en knýjandi og áleitnar spurningar hennar hafi fengið hana til að búa til svör í tónlistarlíki. Það er gæðamerkið Nonesuch sem gefur út. Merchant hafði ætlað að gefa plötuna út í tvennu lagi og rifjar hún upp glottandi í við- tali við Billboard að Nonesuch hafi sagt: „Þú færð eitt tækifæri til að tala um þetta verkefni og fá fólk til að leggja eyrun við þannig að það er jafngott að gefa þetta allt saman út í einu.“ Natalie Merchant, fyrrverandi söngspíra 10.000 Maniacs, snýr aftur með metnaðarfullt verk. Arnar Eggert Thoroddsen arnart@mbl.is Natalie Merchant hefur tek- ið 26 ljóð eftir ýmsa höfunda og samið við þau tónlist. Ljóðum gefið líf Sveitin Merchant náði hæstu hæðum með hinni mergjuðu In My Tribe, sem kom út 1987. Fyrsta árs heimspekinemar í há- skólum um allar jarðir gátu ekki látið sjá sig í vísindaferðum án þess að geta spjallað aðeins um plötuna. Lögin „Like the Weat- her“ og „What’s The Matter Here“ urðu giska vinsæl, en hið síðara fjallar um heimilisofbeldi. Pólitískt popp rataði gjarnan inn á útvarpsbylgjur undir lok níunda áratugarins og áttu samtíma- sveitir eins og The Smiths og The Housemartins og söngkonur eins og Suzanne Vega og Michelle Shocked greiðan aðgang þangað. In my Tribe = gáfumannapopp. Þegar popp- ið var gáfað Tónlist Kvikmyndin The Last Beat er innblásin af síð- ustu dögum Jims Morrisons. Það er óháði leikstjórinn Robert Saitzyk sem gerir myndina og verður hún með svipuðu sniði og mynd Gus Van Sant, Last Days, sem fjallaði um Kurt Cobain og síðustu ævidaga hans. Laga- flækjur gerðu það að verkum að Van Sant gat ekki kallað söguhetjuna Kurt Cobain og eins er með þessa Morrison-mynd. Söguhetjan kallast því Jay Douglas, er fræg rokkstjarna og fylgst er með ævikvöldi hans í París. Jim Morrison, eða kannski Jay Douglas? Ný mynd um Morrison í bígerð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.