SunnudagsMogginn - 18.04.2010, Blaðsíða 31
18. apríl 2010 31
E
kki er ofmælt að síðustu daga hafi mætt mikið á landsmönnum.
Ómögulegt er þó að setja í spor Sigurðar Þórs Þórhallssonar, bónda á Ön-
undarhorni, sem horfði upp á þrotlausa vinnu fjölskyldunnar í áratug sökkva
undir jökulvatn úr hlaupinu í Svaðbælisá sem myndaðist vegna eldgossins
undir Eyjafjallajökli.
Hann sýnir þó æðruleysi í viðtali í Sunnudagsmogganum í dag, nokkuð sem fólk temur
sér gjarnan sem er eitt með náttúrunni og hefur starfa af því að yrkja jörðina. Þegar talað
var við hann í gær var hann að krækja flaghefli aftan í dráttarvélina og ætlaði að bjástra við
að skafa jökuldrulluna af túnunum. Ekki freistaði að leggjast með tærnar upp í loft.
Saga hans er eins og fjölmargra annarra, sem stofna lítinn rekstur og leggja mikið á sig
til að gera hann arðvænlegan, þannig að fjölskyldan hafi lifibrauð af því. Það gerist ekki
nema með dugnaði og fyrirhyggju.
„Við gerðum ekkert fyrsta árið, nema það sama og karlinn sem hér var áður hafði feng-
ist við,“ segir Sigurður. „Svo fór maður að koma með sínar hugmyndir inn í reksturinn,
rækta, breyta túnum, stækka þau og grafa. Við höfum verið stöðugt að stækka og rækta
tún síðastliðinn áratug. En við fórum þá leið að byggja við þessa kofa sem hér voru og höf-
um bjástrað við það sjálf með föður mínum og svo hafa góðir vinir lagt okkur lið líka.“
En forsjónin þarf líka að vera með. Sigurður er einn af fáum Íslendingum, sem hefur
bæði orðið fyrir barðinu á bankahruninu og eldgosinu, en hvort tveggja hefur verið áber-
andi í íslenskum fjölmiðlum þessa viku – og raunar allri heimspressunni.
Eitt lítið kot, eins og Sigurður kallar bæinn sinn, fór ekki varhluta af eldsumbrotunum á
Fróni, hvort sem horft er til viðskiptalífsins eða náttúrunnar.
„Já, já, ég er einn af þessum fáráðum, sem tóku erlend lán og allt er það í vinnslu hjá
bankanum,“ segir hann. „Mér finnst það ganga ansi hægt og er hræddur um að kominn sé
tími á að eitthvað af þessum þingmönnum fari að ýta og rugga þeim báti til. Það er sama
hvort það eru bændalarfar eða fólk í Reykjavík; það getur enginn lifað við það að vera með
þennan klafa hangandi yfir sér.“
Hann segir að þær skuldir sem hann stofnaði til hafi verið töluverðar en samt þannig að
hann sá fram úr þeim. „En svo margfaldast öll lán og við höfum búið við það ár eftir ár að
öll aðföng hækka um tugi prósenta, áburður, olía, rúlluplast og sáðfræið. Það hefur því
bæst mikill kostnaður á mann, svo ekki er hægt að mæta lánakostnaði, auk þess sem verð
á nautakjöti hefur ekki hækkað í tvö ár. Ég man að ég keypti nautakjöt fyrir 20 árum og þá
kostaði það 350 krónur kílóið. Í dag er verðið 440 krónur.“
Það er auðvitað óþolandi að fjölskyldur búi við óvissu um allt land vegna innblásinna
loforða ríkisstjórnarinnar, sem fylgja litlar efndir. Eins og það sé ekki nóg á fólk lagt að
búa í landi eldfjalla og jökulelfa. Biðin er verst. Það er verra að lofa aðgerðum, sem ekki er
staðið við, en að koma hreint fram og segja fólki hvað stendur til. Ef það bara veit hvar það
stendur getur það beint kröftum sínum í réttan farveg.
Viðreisn efnahagslífsins hefst aðeins fyrir dugnað og frumkvæði fólks sem rekur lítil og
meðalstór fyrirtæki um allt land og brýtur jörðina undir sig. Sigurður leggur ekki árar í
bát. Hann ákvað að „gera eitthvað“ þegar hann vaknaði í gærmorgun og geisladiskur með
Karlakórnum Heimi damlar í traktornum.
Biðin er verst
„Við verðum að bretta upp ermarnar
og breyta því sem breyta þarf.“
Páll Hreinsson, formaður rannsóknarnefndar Al-
þingis, þegar skýrsla nefndarinnar var kynnt.
„Bankahrunið var bönkunum sjálf-
um að kenna.“
Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra.
„Ég hlýt að mega segja eitthvað,
eins og hver annar.“
Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra en
Jón Ásgeir Jóhannesson bað hann bréflega
að gæta orða sinna vegna ummæla um
vinnubrögð Jóns meðan hann var aðaleig-
andi Glitnis.
„Jesú – geturðu látið
pabba verða edrú?“
Kristmundur Axel Kristmundsson í
laginu sem færði honum sigur í
Söngkeppni framhaldsskól-
anna.
„[Askan] var eins
og steypa í innyfl-
unum.“
Vilhjálmur Eyjólfsson á Hnausum
rifjar upp Kötlugosið 1918.
„Við vildum fé en ekki ösku (e. we
wanted cash, not ash).“
Breti nokkur var ekki par hrifinn af flugröskun
vegna eldgossins í Eyjafjallajökli.
„Þetta er stríðsástand og við urð-
um að flýja.“
Dofri Eysteinsson, forstjóri Suðurverks, en
menn hans urðu að yfirgefa hringveginn
við Markarfljótsbrú þegar nýtt flóð hrakti
þá á brott.
„Hólmurinn heillar alltaf og
Keflavík er bara rokk og
ról.“
Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari
Snæfells, um úrslitarimmuna í
körfubolta.
„Ég verð að
viðurkenna að
ég er ekki brjál-
æðislegur leikari.“
Magnús Scheving sem leik-
ur illmenni í nýjustu Jackie
Chan-myndinni.
Ummæli vikunnar
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Stofnað 1913
Útgefandi: Óskar Magnússon
Ritstjórar: Davíð Oddsson Haraldur Johannessen
Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal
og stjórnarandstöðu jafnan standa frammi fyrir
gerðum hlutum hefur ekki reynst vel. Og nið-
urstaða þjóðaratkvæðagreiðslunnar gerir þá kröfu
einnig að þau mál sem hún fjallaði um séu und-
irbúin og rædd fyrir opnum tjöldum áður en ráð-
herrar skuldbinda sig með undirskriftum.
Núverandi ríkisstjórn ýtti úr vör undir því merki
að gegnsæi og opin umræða myndi leggja grunn að
sérhverri gjörð hennar. Reynslan fram til þessa er
allt önnur. Íslensk stjórnsýsla hefur aldrei verið
jafn undirlögð af pukri og leynimakki og í tíð nú-
verandi ríkisstjórnar. Það er að minnsta kosti
gegnsætt. Það er alkunna að núverandi stjórn-
arforysta er mjög sveigjanleg gagnvart stefnu-
málum sínum og kosningaloforðum og ekki þarf að
koma á óvart að orð í stjórnarsáttmála lúta þeim
sömu lögmálum. Því þarf engum að bregða þótt
stjórnarflokkarnir geri ekkert með hástemmdar
yfirlýsingar sínar um gegnsæi og opna og aðgengi-
lega stjórnsýslu. En hitt hlýtur að koma á óvart að
ríkisstjórnin hafi ekkert lært. Henni ætti að vera
orðið fulljóst nú að pukrið og leynimakkið hefur
reynst henni sjálfri verst. Það hefur ýtt undir tor-
tryggni og vantraust. Það hefur skaðað mjög sam-
heldni í flokkunum sem að stjórninni standa. Og
það hefur einnig orðið til þess að stjórnarandstaðan
getur ekki tekið neitt mark á fagurgala um að
raunverulegur vilji sé til þess að hafa samráð við
hana um mál sem varða þjóðina miklu.
Forystumenn ríkisstjórnarflokkanna töluðu af
yfirlæti og hroka um þjóðaratkvæðagreiðsluna í
aðdraganda hennar. Þjóðin veitti þeim ráðningu
vegna þeirrar óskiljanlegu og óskynsamlegu fram-
komu. Ráðherrarnir höfðu það að yfirvarpi fyrir
þeirri framgöngu sinni að „góður samningur um
Icesave lægi nú á borðinu.“ Því væri atkvæða-
greiðslan „fáránleg markleysa“. Hefur einhver séð
þennan samning? Hefur einhver séð þetta borð?
Vinsamlegast svipist um. Fundarlaunum heitið.
Mjólkurbíllinn fór ekki
varhluta af öskunni frá
gosinu í Eyjafjallajökli.
Morgunblaðið/Ómar