SunnudagsMogginn - 18.04.2010, Blaðsíða 51
18. apríl 2010 51
Hún hefur til fjölda ára haft aðstöðu til æf-
inga í Melaskóla en leigir jafnan kirkjur til
tónleikahalds. „Við æfum í mjög fallegum
og góðum sal í Melaskóla og erum æv-
inlega þakklát fyrir það. Við vorum spurð
að því í kynningarferð í Póllandi hvort við
ættum ekki okkar eigin tónleikasal og
hljómsveit þar sem við heitum „fílharm-
ónía“. Við svöruðum bara nei,“ segir
Magnús og hlær. Hann segir það dýrt fyr-
irtæki að setja upp tónleika og að sjálf-
stæðir kórar þurfi einnig að eiga peninga
til þess að greiða stjórnanda, undirleikara
og raddþjálfa laun. Hann bætir því svo við
að í sjálfu sér sé það ekkert markmið að
skila hagnaði en það sé mjög gott að klára
verkefni ársins án þess að vera í mínus.
Að sögn Magnúsar eru tónleikar söng-
sveitarinnar jafnan vel sóttir, en það velt-
ur á kórfélögum sjálfum að sjá um mark-
aðssetningu þeirra og kynningu. „Það sem
skilar bestum árangri er bara „maður á
mann;“ ef kórfélagarnir hafa trú á því að
tónleikarnir verið flottir þá hvetur það þá
til að kynna þá fyrir fjölskyldunni og
vinnufélögunum og þeir sem koma einu
sinni koma gjarnan aftur. Við höfum lítil
efni á því að auglýsa í fjölmiðlunum og ég
veit ekki að hversu miklu leyti það myndi
skila sér. Þannig að það eru bara hengd
upp plaköt, sendir út tölvupóstar og
auglýst á Facebook. Og reynt að fá at-
hygli fjölmiðlanna. Maður reynir að
virkja sem flesta og það er rosalega mik-
ilvægt að hafa góða stjórn. Í þessum kór
er til dæmis mjög góð stjórn sem ég get
algjörlega treyst á.“
Aðsókn á tónleika ræðst að sjálfsögðu
að hluta til af verkefnavali, en ásamt því
að flytja klassísk verk leggur kórinn
áherslu á fjölbreytni sem gerir bæði kór-
starfið og tónleikahaldið skemmtilegra.
„Að flytja nútímaverk, eldri verk og
kórverk af léttara taginu til skiptis
þroskar kórinn. Til að mynda brutum við
ákveðnar reglur þegar við fluttum hátíð-
artónlist gyðinga, til dæmis þá reglu í
klassískri tónlist að syngja alveg á sér-
hljóðunum og dvelja lengst á fyrra tví-
hljóði en enda svo rétt á því seinna. Þetta
er þveröfugt í þessari sveiflukenndu
tónlist. Og í haust til dæmis fluttum við
tvær messur, aðra suðurameríska og hin
var svona tónlist úr öllum áttum. Þetta
hefur verið mjög skemmtilegt og þrosk-
andi. Og þá kemur kannski líka fólk á
þessa tónleika sem mætir ekki á þá
klassísku og svo öfugt. Maður reynir
bara að hafa þetta sem fjölbreyttast, bæði
fyrir áhorfendur og kórfélaga.“
Fílharmónían á aðventutónleikum í desember 2009. Kórinn telur í dag um það bil 70 meðlimi og tekst að jafnaði á við f́jögur stór verkefni á ári.
Fílharmónían og kór Þjóðleikhússins frum-
flytja Carminu Burana 23. apríl 1960.
Í tilefni af hálfrar aldar afmæli Fílharmóníu
verður glæsileg hátíðardagskrá flutt í Lang-
holtskirkju 8. og 11. maí næstkomandi. Á
tónleikunum verður frumflutt nýtt íslenskt
verk sem var samið af Tryggva M. Baldvins-
syni sérstaklega fyrir afmælið.
„Fyrstu tónleikar kórsins voru í lok apríl fyrir
50 árum og þá var flutt Carmina Burana. Þeg-
ar við fórum að undirbúa þetta afmæli höfð-
um við samband við Tryggva og báðum hann
um að semja verk fyrir kór, einsöngvara og
hljómsveit. Þetta var fyrir tveimur árum og
hann hafði alveg frjálsar hendur, mér fannst
best að hann réði þessu bara sjálfur. Við er-
um nýbúin að flytja Þýsku sálumessuna og
hann hafði hana aðeins til viðmiðunar, en
hann ákvað eftir mikla leit að nota textann úr
Heimsljósi eftir Laxness og hugsar þetta sem
svona íslenska mannlega sálumessu,“ segir
Magnús en bætir því við að textarnir hafi þó
ekki endilega trúarlega skírskotun.
Magnús segir sálumessuna vera talsvert
frábrugðna klassískum forrennurum sínum
en hún sé ákaflega falleg. „Miðað við Mozart
til dæmis er þetta náttúrlega töluvert öðruvísi
en þetta hefur fallið í mjög góðan jarðveg hjá
kórnum og ég er mjög ánægður með valið á
tónskáldinu. Þetta er mjög falleg tónlist og
um leið spennandi en án þess að vera til-
gerðarleg. Maður finnur hvað þetta er ein-
lægt hjá honum og rosalega grípandi. Og á
köflum er verkið mjög dramatískt.“ Verkið er
nútímalegra en hinar gömlu sálumessur
meistaranna en Tryggvi hefur að mestu leyti
haldið kaflaskiptingunni. „Já, hann tekur mið
af sálumessunum. Til dæmis þriðji kaflinn
sem talar um að guð refsi öllum samsvarar
dies irae í hefðbundinni sálumessu. Svo byrj-
ar þetta mjög fallega á náttúrulýsingu þar
sem jökulinn ber við himininn og þar er jörðin
ekki lengur jarðnesk heldur hluti af himn-
inum. Þetta er mjög fallegur og flottur texti.“
Verk Tryggva tekur um það bil þrjá stund-
arfjórðunga í flutningi og verður flutt eftir hlé
á afmælistónleikunum. Fyrir hlé er hins veg-
ar ætlunin að rifja upp gömul kynni. „Við ætl-
um að taka valda kafla úr því sem kórinn hef-
ur verið að gera undanfarin 50 ár, einn kafla
úr Carminu Burana, einn kafla úr Þýsku sálu-
messunni, einn kafla eftir Mozart, Haydn,
Bach og enda á Hallelúja kórnum. Þannig að
þetta verða svona valdar perlur. Það ætlum
við að gera utanbókar og ekki standa í þess-
ari hefðbundnu uppsetningu heldur bara
blandað, þannig að það verður voða gam-
an.“
Sálumessa úr texta Heimsljóss