SunnudagsMogginn - 18.04.2010, Blaðsíða 27
18. apríl 2010 27
hjörðinni. Það er enginn skortur á skemmtilegu og
áhugaverðu fólki. Þetta fólk er auðlind sem er ekki
minna virði en fallvötn og heitar uppsprettur.
Það hafa verið forréttindi fyrir mig að kynnast
landinu í gegnum fólkið. Ég vildi að sem flestir
fengju slíkt tækifæri og sem betur fer er nú farið að
leyfa ferðamönnum að upplifa mannlífið, en ekki
bara staðina. Við sjáum safnið í Skógum og með
fullri virðingu fyrir því, þá er Þórður safnvörður
það merkilegasta við safnið. Þórður, eins og Hildi-
brandur hákarlabóndi í Bjarnarhöfn, er jafnvel
merkilegri en umhverfið. Hákarlinn getum við séð
á myndum en að kynnast þessari hefð og menn-
ingu í gegnum karaktera eins og Hildibrand, það
er bónusinn. Landslagið er ágætt en mannlífið
skiptir ekki minna máli.“
Erum við í nútímanum að fletja fólk út og gera
kröfu til að allir séu eins?
„Einn af kostunum við að alast upp í sveit er að
á mótunarárunum fær maður að vera í friði lengur
en borgarbörnin. Ég hefði sennilega ekki orðið
eins skrýtinn ef ég hefði alist upp á mölinni en ég
er ekkert viss um að ég vildi skipta. Á góðæris-
tímanum var ég eitt sinn á fyrirlestri hjá Magnúsi
Scheving. Hann sagði að það væri búið að eyði-
leggja frumkvöðlaeðlið því þeim nemendum sem
væru taldir hæfastir í hverjum skólaárgangi væri
kippt beint úr skólunum og inn í bankana þar sem
þeir væru látnir ydda blýanta í staðinn fyrir að
vera úti í samfélaginu að búa til ný fyrirtæki. Ég
held að núna sé þetta breytt og samfélagið sé farið
að meta karaktera. Í Út og suður var ég að tala við
fólk sem þótti skrýtið af því að það var ekki með
hlaupasting af lífsgæðakapphlaupinu, gekk ekki í
teinóttum jakkafötum og ók ekki um á nýjum bíl-
um. Eftir hrunið er farið að meta þetta fólk að
verðleikum.“
Mér var sagt að þú dundaðir við að skrifa í frí-
stundum. Hvað ertu að skrifa?
„Ansi er þetta vond spurning! Ég gekk með rit-
höfund í maganum þegar ég var krakki en sú fyr-
irætlun hefur ekki komist nógu langt. Ég hef
reyndar samið revíur sem hafa verið settar upp.
Fyrir tveimur árum byrjaði ég að skrifa reisubók,
og hugðist þannig feta í fótspor Eggerts og Bjarna.
Ég ætlaði að nýta reynslu mína úr þáttunum Út og
suður, og hafa frásögnina í gamansömum tón. Það
má segja að þessi bók sé enn í vinnslu.“
Hvernig myndirðu vilja eyða ellinni; kannski
sem bóndi?
„Ég hefði aldrei orðið góður bóndi vegna þess að
ég er fullfljótfær og kærulaus. Mig skortir þá þol-
inmæði sem góður bóndi þarf að hafa. En í ellinni
gæti ég vel hugsað mér að setjast aftur að uppi í
sveit, búa í litlu koti og skrifa leikrit.“
rgunblaðið/hag
tsýni er
st munaður
era bjart-
gangi.“
’
Mér finnst líka gaman að
lifa. Stundum hef ég velt
því fyrir mér hvort það sé
vegna þess að ég sé svo vitlaus.
Það er nefnilega oft talað um að
gáfað fólk sé svo alvarlegt.
Sennilega er niðurstaðan sú að
ég sé illa gefinn því mér finnst
svo gaman að vera til. Þótt allt sé
að fara til andskotans finnst mér
alltaf jafngaman. Galdurinn við
að vera hamingjusamur er
sennilega sá að vera mátulega
illa gefinn.“