SunnudagsMogginn - 18.04.2010, Blaðsíða 30

SunnudagsMogginn - 18.04.2010, Blaðsíða 30
30 18. apríl 2010 Þ egar gos hófst á Fimmvörðuhálsi var því tekið fagnandi. Það var kallað túristagos og menn ruku til að heilsa upp á það eins og hvert annað fagnaðarundur. Menn jafnvel gengu og gerðu tilraun til að aka á hrauni sem komið var með þunna skel ofan á glóðina. Allt fór þetta betur en gat orðið. Flugbann náttúrunnar Og nú hefur Eyjafjallajökull sjálfur gosið úr há- bungu sinni og það fer ekki framhjá neinum. Flug- umferð hefur lamast á þeim svæðum sem hún er hvað mest, svo sem á Bretlandseyjum og Norður- og Austur-Evrópu. Það hefur haft mikil áhrif um aðrar álfur. Bretar lýsa þessu flugbanni náttúrunnar sem al- gjörlega einstæðum atburði. Áhrifin séu þannig miklu meiri en varð eftir hryðjuverkaárásina í Bandaríkjunum í september 2001. Forsíður blaða eru prýddar stórbrotnum myndum af gosinu og kosningabaráttan sem er að ná hámarki þar í landi er tengd gosinu í umsögnum og myndskreyt- ingum. Yfirvöld flugmála í Evrópu hafa lýst því á fund- um að þau hafi fyrir skömmu haldið æfingu, þar sem brugðist var við eldgosi í Eyjafjallajökli. Slík æfing hafi komið að gagni nú, segja sömu yfirvöld, en bæta því við að veruleikinn sé þó ætíð allt annað viðfangsefni en æfingar af þessu tagi, þótt góðar séu. Þær raddir heyrast að flugbannið hafi verið allt of afgerandi og takmarkalaust og fréttamenn furða sig á að Keflavíkurflugvöllur í tíu mínútna flug- fjarlægð frá eldgosinu hafi verið opinn fyrir umferð á meðan öll Evrópa sé lokuð og hundruð þúsunda ferðamanna í vandræðum þar. En raunveruleikinn birtist mönnum brátt aftur þegar fréttist, að finnskar herþotur hefðu snúið aftur til sinna flug- valla með skemmda hreyfla eftir flug inn í ský mettuð ösku, þótt ástand í lofti þar hafi þá enn ekki verið talið orðið alvarlegt. Eyjafjallajökull og hryðjuverkalög Og margir skrifarar í bresk blöð setja gosið í sam- band við Icesave-málið og önnur ágreiningsmál við Breta. Þannig segir dálkahöfundur í The Daily Telegraph að Ísland hafi loks komið fram hefndum gagnvart Bretlandi fyrir hlut þess í hruni íslenska efnahagslífsins. Bretar hafi beitt hryðjuverkalögum til að frysta inneignir (íslenskra banka) þar í landi og nú noti Íslendingar spúandi eldfjöll til að setja flugumferð í Bretlandi í helfrost. Og gosið í Eyja- fjallajökli ratar lengra en þetta í hinu þekkta dag- blaði. Það fær sérstakan stuttan leiðara um sig. Leiðarinn heitir „Undir eldfjallinu“. Leiðarinn fjallar þó ekki fyrst og fremst um ösku, flóð og aur- burð, heldur ekki síst um framburð. Þar segir að eldfjöll minni í athyglissýki sinni á tveggja ára börn, þótt hundruð tonna af ösku sem hent er upp í loftið séu auðvitað tilþrifameiri en þegar krakki hendir bangsanum sínum úr grindinni til að ná at- hygli. En svo segir í leiðaranum að eitt helsta vandamál við þetta gos í Eyjafjallajökli sé þó fram- burðurinn, það er á nafninu á fjallinu. Verði mönnum fótaskortur á tungunni við að fást við hann. Blaðið leiðbeinir lesendum sínum til rétts framburðar á nafni þessa órólega og athyglissjúka fjalls, sem gert hafi Bretum og Evrópubúum þessa skráveifu svo: Nafnið eigi að bera fram sem „AYV- atLOW-cutl.“ Verði fréttaþulum að góðu. Umræða um skýrslu Rannsóknarskýrslan sem Alþingi bað um fyrir rúmu ári var nýlunda, og hafði á sér dálítið yf- irbragð eldsumbrota og goss. Ólíkt eldgosum var upphafspunkturinn fyrirsjáanlegur enda settur með lögum, reyndar fremur tvennum en einum. Og stóðst ekki samt. Upphafsumræðan um skýrsl- una fór í fyrirsjáanlegan farveg hjá sumum fjöl- miðlum sem sýndu tilburði til að sveigja útkomuna að fyrir fram gefnum niðurstöðum. Slíkan leik má leika á meðan fólk hefur ekki í raunhæft tækifæri eða tíma til að kynna sér skýrsluna af eigin ramm- leik. Skýrsla upp á þúsundir síðna er ekki áhlaupa- verk, þótt okkar ofurmannlegu álitsgjafar hafi farið létt með það. Því hefði verið æskilegt að umræðan hefði haldið áfram og almenningur hefði getað nálgast niðurstöðu án spunans sem fór af stað í byrjun. Hinn „athyglissjúki“ Eyjafjallajökull kem- ur vonandi ekki í veg fyrir að Íslendingar nái að nýta sér efni skýrslunnar. Þar er mikill efniviður, þótt hann sé að vísu misjafn að gæðum eins og gengur. Hafa menn enn ekkert lært? Og þótt á Bretlandi gantist fjölmiðlar með Icesave- málið er margt sem bendir til að íslenska rík- isstjórnin hafi ekki enn skilið það mál, hvorki í gamni né alvöru. Þó hefur þjóðin og þingið ítrekað reynt að koma vitinu fyrir hana í málinu. Eftir því sem Morgunblaðið kemst næst þegar þetta er skrifað hafa forystumenn ríkisstjórnarinnar ritað undir yfirlýsingu til Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, þar sem þjóðaratkvæðagreiðslunni er gefið langt nef og ekkert gert með hina afgerandi niðurstöðu hennar. Blaðið vonar sjaldnast að þær upplýsingar sem það hefur séu rangar, en það gerir það svo sannarlega í þessu tilviki. Í rauninni ætti að vera óhugsandi að ríkisstjórnin skrifi undir yfirlýsingu af þessu tagi án þess að bera hana fyrst undir forystumenn allra flokka á Alþingi. Þjóðaratkvæðagreiðslan annars vegar og óskir ráðherra hins vegar um að stjórn- arandstaðan komi beint að samningum um Icesave kallar á ný vinnubrögð og opið samráð við þing og þjóð. Sú aðferð sem ríkisstjórnin hefur tamið sér og einkennist annars vegar af pukri og leynimakki og hins vegar af því að láta sinn eigin þingmeirihluta Reykjavíkurbréf 16.04.10 Umbrotatímar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.