SunnudagsMogginn - 18.04.2010, Blaðsíða 41

SunnudagsMogginn - 18.04.2010, Blaðsíða 41
18. apríl 2010 41 E itt af því sem óneitanlega ræður úrslitum um hvers konar vín ratar að lokum í flöskuna er valið á þrúgu eða þrúgum. Alls eru til um tíu þúsund mismunandi afbrigði af vín- þrúgum í heiminum, þar af eru hins vegar einungis rúm- lega 200 notaðar til víngerðar í einhverjum mæli og enn færri skipta verulegu máli. Vínþrúgur sem notaðar eru til víngerðar koma af stofni sem nefn- ist á latínu Vitis Vinifera og eru allar upprunnar á Miðjarðarhafs- svæðinu þótt margar þeirra séu nú ræktaðar um allan heim. Einkenni þeirra eru mjög mismunandi og þær dafna með misgóð- um hætti við ólík ræktunarskilyrði. Sumar þrúgur þurfa heit og sól- rík svæði til að ná hámarksþroska, aðrar njóta sín best við svalari skilyrði. Sú þrúga sem mest er ræktuð í heiminum, að minnsta kosti ef horft er til flatarmáls vínekra, heitir Airen. Fæstir munu líklega nokkurn tímann heyra hana nefnda, hvað þá smakka Airén-vín. Hún er aðallega ræktuð á Spáni og Airén-ekrur þekja samtals um 300 þúsund hektara af vínekrum í heiminum. Margar þrúgur eru ræktaðar á afmörkuðum svæðum og njóta tak- markaðrar lýðhylli en aðrar eru orðnar að sannkölluðum stór- stjörnum. Nær allar eru þær franskar að uppruna. Þar ber að öðrum ólöstuðum fyrst og fremst að nefna Cabernet Sauvignon. Hún er upprunalega frá Bordeaux í Frakklandi og uppi- staða frægustu vína heims í félagi við þrúguna Merlot. Þessar tvær þrúgur, sem notaðar eru í blöndur allra Bordeaux-vína í mismun- andi hlutföllum, er nú að finna í öllum helstu víngerðarlöndum. Hvort sem farið er til Napa í Kaliforníu, Spánar, Toskana á Ítalíu, Ástralíu eða Chile. Alls staðar er Cabernet Sauvignon að finna og oft- ar en ekki er útkoman ótrúleg. Það sama má segja um Merlot þótt þau vín nái ekki jafnoft sömu hæðum og Cabernet-vín. Aðrar þrúgur Bordeaux hafa ekki náð sömu útbreiðslu s.s. Petit Verdot og Cabernet Franc. Malbec hefur hins vegar skapað sér sér- stöðu í Argentínu og Carmenere er að öðlast nýtt líf í Chile. Í Rhône og Suður-Frakklandi er að finna aðra þrúgu sem náð hef- ur alþjóðlegri útbreiðslu, Syrah eða Shiraz eins og hún er kölluð í Ástralíu og raunar víðar ef menn eru frekar að sækjast eftir því að gera vín í stíl Ástralíu en Frakklands. Aðrar helstu þrúgur Suður- Frakklands eru ekki eins frægar þótt til dæmis Grenache og Mour- védre megi víða finna, ekki síst á Spáni. Þar heita þær Garnacha og Monastrell. Þriðja stóra rauðvínshérað Frakklands er Búrgund og þar er ein rauð meginþrúga, Pinot Noir. Hún er erfiðari í ræktun og gerir meiri kröfur til aðstæðna. Yfirleitt nýtur hún sín best á svalari rækt- unarsvæðum og er því helst að finna þar sem sjór temprar loftslag eða á vínekrum í töluverðri hæð. Við slíkar aðstæður skilar hún frá- bærum vínum t.d. á Nýja-Sjálandi, í Suður-Afríku og Kaliforníu. Hún hefur einnig fundið kjörlendur í Oregon í Bandaríkjunum og í Baden í Þýskalandi (þar sem hún heitir Blauer Spatburgunder). Pi- not Noir er raunar einnig algeng í Champagne við kampavínsfram- leiðslu. Sumar þrúgur eru notaðar í frægum vínum en hafa ekki náð mik- illi alþjóðlegri útbreiðslu. Í þeim flokki eru til dæmis Tempranillo, sem er notuð í flest betri vín Spánar, t.d. í Rioja og Ribera del Duero. Eða þá ítölsku þrúgurnar Sangiovese (Chianti og Brunello í Toskana) og Nebbiolo, Dolcetto og Barbera (Barolo og Barbaresco í Piedmont). Með þessum þrúgum mætti sömuleiðis flokka Zinfandel, sem nýtur mikillar hylli í Kaliforníu. Þessu til viðbótar eru svo fjölmargar þrúgur, sem vissulega gefa af sér frábær vín á sínum heimaslóðum, en hafa aldrei náð neinni út- breiðslu. Portúgal er til dæmis heimkynni margra þrúgna og sömu- leiðis Grikkland. Í Austurríki eiga menn Zweigelt og Blaufrankisch og þrúgur Ítalíu skipta tugum. Primitivo í Púglía, Nero d’Avola á Sikiley, Lagrein í Alto Adige og Corvina í Veneto svo einhverjar séu nefndar. Steingrímur Sigurgeirsson Næst: Þær hvítu Vín 101 Fjórði hluti Rauðu þrúgurnar Yfirkokkur er Kári Þorsteinsson, sem lærði á Grillinu en hefur unnið erlendis undanfarin ár, m.a. á Noma í Kaup- mannahöfn og núna síðast á Texture í London. Aðrir matreiðslumenn eru Þorkell Garðarsson, sem starfaði m.a. á Lækj- arbrekku í 17 ár, þar af átta ár sem yf- irmatreiðslumeistari, og Örvar Birg- isson, einn reyndasti eftirréttakokkur Íslands og meðlimur í kokkalandslið- inu. Stefán segir að stefna staðarins sé sú að hágæðakjöt verði aðalsmerki hans. Allt nautakjöt kemur frá Red Food, kjötvinnslu Kjötkompanísins í Hafn- arfirði. Kjötvinnslan sækir nautgripi sína til Hellu og verður kjötið fyrir Austur-Steikhús sérverkað og áherslan á góða fitusprengingu. „Þetta verður íslenskt hágæðanautakjöt sem fengið hefur úrvalsverkun. Það er allt of mikið af kjöti í boði sem ekki hefur verið verkað nógu lengi en allt okkar kjöt hefur hangið í þrjátíu daga eða lengur. Þá er meyrnunin orðin eins og við vilj- um hafa hana,“ segir Stefán. Stefnan að halda verði niðri Hann segir stefnu staðarins vera þá að halda verði niðri eins og kostur er og bjóða matseðil sem sé 20-30% ódýrari en gengur og gerist. „Við ætlum að reyna að keyra þetta á fjöldanum. Fá inn fleiri í stað þess að vera með færri og rukka meira. Við vonumst til að það leiði til þess að fólk hiki ekki við að koma í miðri viku og fá sér góða steik. Við erum með tilboð á þriggja rétta máltíð á 4.900 krónur og erum einnig byrjaðir að keyra á matseðil í hádeginu þar sem þú getur fengið flotta steik fyrir rétt undir tvöþúsundkallinum. Fólk getur líka bara droppað inn í rauðvínsglas og dessert. Við verðum með mikið af salötum, m.a. kengúru- og andarsalöt. Þú þarft ekki að koma og sprengja þig. Steikurnar eru þannig af öllum stærðum, allt niður í 150 grömm.“ Hann segir hugmyndina þá að fólk eigi að geta farið út að borða í flottu umhverfi með góðum mat. Eftir því sem líður á kvöldið er hækkað í tónlist- inni og meiri partístemning tekur við líkt og margir þekkja af vinsælum veit- ingastöðum á borð við Buddha Bar í París. Þess má geta að sérstakur bjór verður bruggaður fyrir Austur-Steikhús hjá Borgum, míkró-brugghúsi Ölgerð- arinnar. Veitingastaðurinn Austur-Steikhús tekur ́áttatíu til níutíu manns í sæti á venjulegu kvöldi. Vel lá á gestum veitingastaðarins þegar Sunnudagsmogginn leit inn eitt kvöldið fyrir skemmstu. Morgunblaðið/Ómar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.