SunnudagsMogginn - 18.04.2010, Blaðsíða 48

SunnudagsMogginn - 18.04.2010, Blaðsíða 48
48 18. apríl 2010 Í Laxárdal í Þingeyjarsýslu komst einn helsti frömuður Íslendinga til andlegs þroska og menningarlegrar auðlegðar: Benedikt á Auðnum sem Sveinn Skorri Höskuldsson reisti verð- ugan bautastein með ævisögu árið 1993. Benedikt las bækur, hitti erlenda ferða- menn, skrifaðist á við vini nær og fjær, tók þátt í fundum og félagslífi á svæðinu ofan úr Mývatnssveit, út á Húsavík, suður í Kinn og fram í Bárðardal, og átti dótturina Huldu sem varð ástsælasta skáld þjóð- arinnar með verðlaunaljóði lýðveldisins: Hver á sér fegra föðurland. Faðir þessa andlega auðmanns, Jón Jóakimsson, lærði trésmíði í Reykjavík og kynntist þar Jónasi Hallgrímssyni og Sigurði Breiðfjörð. Á Þverá í Laxárdal byggði Jón bæ og kirkju sem standa enn og voru umgjörð um stofnfund Kaupfélags Þingeyinga árið 1882. Þegar Benedikt fluttist á hjáleigu Þver- ár, Auðnir, árið 1874 réð hann smiði til starfa – en var sjálfur svo hagur við smíðar að hann smíðaði hestajárn og veiðistangir. Á Auðnum bjó áður Skarða-Gísli, um skeið eigandi Melsteðs Eddu sem nú er kjörgripur í Árnasafni, og sonur hans Arn- grímur málari. Hjá Arngrími gekk Bene- dikt til tónlistarnáms sem dugði honum til að verða einn merkasti heimildarmaður Bjarna Þorsteinssonar við söfnun þjóðlaga. Konu sinni, Guðnýju Halldórsdóttur, trú- lofaðist Benedikt í fermingarundirbúningi á Grenjaðarstað vorið 1860 – og hélt sú trúlofun þrátt fyrir harða samkeppni frá dóttursyni Byrons lávarðar sem hafði vet- ursetu á Grenjaðarstað 1861-62 og reyndi hvað hann gat að fá unga heitkonu Bene- dikts til fylgilags við sig í kastala- og far- andlífi enskra jarla. Sjarmi og aðdráttarafl hins andlega aðalsmanns ofan úr Laxárdal hafa verið á heimsmælikvarða. Auðæfa Benedikts sér ekki síst stað í tungutaki hans og því bókasafni sem hann hafði forystu um að draga saman og er nú varðveitt, hliðstætt safni Árna Magn- ússonar, í Safnahúsinu á Húsavík, „súr- deigið í daglegu brauði Þingeyinga“ sagði Halldór Kiljan Laxness: Einstæð heimild um baráttuþrek og fróðleiksþorsta frá blómaskeiði Þingeyinga, sem Þorsteinn Gylfason líkti við Aþenu á dögum Sókrat- esar, Flórens endurreisnarinnar og gullöld Vínarborgar. Bókasafninu stýrði Benedikt til dauðadags árið 1939 og valdi á þeim efstu árum bækur ofan í lesþyrsta ung- linga, þ.á m. Dostójevskí fyrir Thor Vil- hjálmsson. Þegar lið úr þessum jarðvegi er sent til spurningakeppni utan héraðs eru ljótu hálfvitarnir dregnir fram til að tryggja jafnræði. „Fyrst svona er aumasti húskarlinn hans, hvílíkur mun hann þá sjálfur?“ orti Jón Helgason. Hægt er að láta greipar sópa um arfleifð Benedikts í ævisögu Sveins Skorra. Hún er full af tilvitnunum í Benedikt, m.a. í grein um málrækt sem birtist í Skírni árið 1911 (epr. í Þjóð og tungu 2006). Skorri hefur hrifist svo af stílkynngi Þingeyinga að hann lætur heimildirnar oft tala óáreittar og miðlar þannig rannsóknum sínum af stakri gjafmildi. Auðmagnið sem þarna er í umferð eyðist ekki þótt af sé tekið heldur ávaxtast pund Benedikts við lesturinn. Með í kaup- unum kynnumst við framsýni og bar- áttuþreki ungra hjóna sem horfa á eftir grönnum til nýrra landa í Ameríku og troða skaflana harðindasumarið 1882 með dætrahjörð í hlaði. Í stað þess að gefast upp og flýja land eða bíða eftir náð- argjöfum valdstjórnarinnar stofna þau verslunarsamtök og flytja inn vörur framhjá kaupmönnum og yfirvöldum sem kaupfélagsmenn sökuðu um klíkuskap og mútur; spillingarmál sem fjaraði út eftir að yfirvaldið hafði látið mútugreiðslurnar ganga til baka, enda höfðu þær verið lagð- ar inn á reikning án þess vitundar. Sama gerðist þegar kaupfélagsmenn töldu yf- irvaldið hylma yfir með sauðaþjófi vegna persónulegra vensla. Þrátt fyrir misheppnaðar tilraunir hinna ungu byltingarmanna til að fletta ofan af eðli yfirvalda og þeirra sem betur mega hljóta það að hafa verið sigursæl hjón sem eyddu síðustu áratugunum á Húsavík þar sem kaupfélaginu hafði sannarlega vaxið fiskur um hrygg, landi og lýð til heilla, og Bókasafn S-Þingeyinga dafnaði. Andleg auðlegð þeirra er sá gullfótur sem sjálfs- mynd okkar og tungutak standa á. Aftur á byrjunarreit ’ Þegar lið úr þessum jarðvegi er sent til spurningakeppni utan héraðs eru ljótu hálf- vitarnir dregnir fram til að tryggja jafnræði. Laxá liðast um Laxárdal á sumarkvöldi. Í dalnum „komst einn helsti frömuður Íslendinga til andlegs þroska og menningarlegrar auðlegðar: Benedikt á Auðnum.“ Morgunblaðið/Einar Falur Tungutak Gísli Sigurðsson gislisi@hi.is Á rni hefur haft mjög næmt auga, þessar myndir eru mjög fínar út frá öllum listrænum sjónarmiðum,“ segir Þor- steinn Jónsson hjá Reykjavík Art Gallery. Hann hefur valið 40 myndir úr gler- plötusafni Árna Thorsteinsonar (1870- 1962) og látið stækka þær myndarlega upp. Sýning á myndunum verður opnuð í galleríinu um helgina og jafnframt kemur út portfólíu-mappa með tíu þeirra. Árni var tónskáld, ljósmyndari og bankaritari. Í dag er hann kunnastur fyrir tónsmíðar sínar, en hann var mikilvirkt tónskáld og hafa ýmis sönglög hans verið gefin út á nótum og hljómplötum, lög á borð við Kirkjuhvol, Dalvísur og Rósina. Árni, sem var sonur Árna Bjarnasonar Thorsteinsonar, landfógeta í Reykjavík, lærði ljósmyndun í Kaupmannahöfn í sex mánuði árið 1897, hélt síðan heim til Ís- lands og opnaði ljósmyndastofu í skúr- kumbalda á horni Suðurgötu og Kirkju- strætis. Upphitun var þar engin og kofinn hriplekur, eins og fram kemur í æviminningum Árna, Hörpu minning- anna. Þar var stofan engu að síður í tvö ár, þótt skúrinn væri svo lítill að Árni hafi orðið að stíga út fyrir með myndavélina þegar hann þurfti að taka hópmynd, svo allir yrðu með á myndinni. Valið úr glerplötum Árna Haustið 1988 keypti Þorsteinn filmusafn Haraldar Ólafssonar og glerplötusafn, um 1.500 plötur, sem er að uppistöðu safn ljósmyndaranna Árna Thorsteinsonar og Ólafs Oddssonar (1880-1936). Ólafur lærði ljósmyndafræði hjá Árna á árunum 1899 til 1900 og var starfsmaður hans á árunum 1901 til 1905, áður en hann opn- aði eigin stofu á Fáskrúðsfirði. Þorsteinn segir að Ólafur kunni því að hafa tekið eitthvað af þeim útimyndum sem merkt- ar eru stofu Árna og teknar voru eftir aldamótin. Nú hefur hann valið úrval þessara mannlífsmynda Árna til sýningar en segist jafnframt eiga eftir að vinna mun meira úr safninu á næstu misserum. Verk hans lítt kunn Árni Thorsteinson var einn hinna merku frumherja í íslenskri ljósmyndun en verk hans hafa þó farið furðu lágt. Kannski er því einkum um að kenna að plötusafn hans hefur ekki verið aðgengilegt. Þor- steinn segir að rúmlega tuttugu myndir sem Árni gaf út á póstkortum hafi sést hér og þar, en séu myndirnar þá iðulega sagðar eftir ókunnan ljósmyndara. Þótt Árni eyði ekki löngu máli í Hörpu minninganna í að rifja upp árin sem hann starfaði sem ljósmyndari kemur engu að síður sitthvað forvitnilegt þar fram. „Eitt af því erfiðasta í sambandi við ljósmyndatökurnar var, hversu plöt- urnar voru seinvirkar,“ skrifar hann. „Þá var ekki um það að ræða að taka augna- bliksmyndir … Um skammdegið var oft ekki hægt að mynda nema 1-2 tíma á dag, og helst þurfti að vera bjart í lofti.“ Myndir eftir einn frum- herjanna Sýning á stækkuðum ljósmyndum sem Árni Thorsteinson, tónskáld og ljósmyndari, tók af mannlífinu í Reykjavík um aldamótin 1900 verð- ur opnuð í Reykjavík Art Gallery nú um helgina. Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is Árni Thorsteinson var einn hinna merku frumherja í íslenskri ljósmyndun en verk hans hafa þó farið furðu lágt. Ökumaður við lækinn í Lækjargötu. Stjórnarráðshúsið í baksýn. Lesbók
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.