SunnudagsMogginn - 05.09.2010, Blaðsíða 38

SunnudagsMogginn - 05.09.2010, Blaðsíða 38
38 5. september 2010 Á heimili Stefáns eru oftast fimm í mat og kvöldmat- artíminn sannkölluð fjöl- skyldustund. Annað heim- ilisfólk kemur aðeins inn í eldhúsið til að borða, enda er það á öðrum tímum yf- irráðasvæði fjölskylduföðurins. – Hvenær kviknaði áhuginn á mat- reiðslunni? „Ég byrjaði að búa þegar ég var tæp- lega tvítugur og í upphafi var borðað til að lifa. Svo kom eitthvað millistig þar sem ég var farinn að fara oftar út að borða og farinn að upplifa eldamennsk- una í kringum mig svona 25-30 ára gamall. Svo endar maður á sælkerahæli á fertugsaldri og lifir til að borða,“ segir Stefán og hlær. „Þá snýst þetta við. Í dag veit ég ekkert yndislegra en að elda og allra helst fyrir annað fólk. Þetta er ástríða númer eitt, tvö og þrjú.“ – Hvert sækirðu innblástur? „Ég ætla nú bara að gera smájátningu í sambandi við það. Eins og golfarar dýrka Tiger Woods og fótboltamenn Lionel Messi þá kveikti pjakkurinn Ja- mie Oliver í mér. Ég komst fyrst í þætt- ina og bækurnar hans fyrir liðlega ára- tug þegar ástríðan á matreiðslunni var að kvikna og það var ást við fyrsta smakk.“ – Þú ert duglegur að horfa á mat- reiðsluþætti líka er það ekki? „Jú, það er frábær stöð sem Íslend- ingar geta náð sem heitir BBC Lifestyle og þar eru matreiðsluþættir í gangi næstum allan sólarhringinn. Ég get horft á fótboltann í svona níutíu mínútur í einu en ég get gleymt mér í mat- reiðsluþáttum í níu klukkutíma.“ Stefán Hrafn Hagalín og 11 ára hjálparkokkurinn Bjartur Steinn sýna fag- mannleg vinnubrögð við eldamennskuna. Morgunblaðið/Ómar „Er örugglega hamfarakokkur“ Stefán Hrafn Hagalín er markaðsstjóri hjá Skýrr en setur upp svuntuna að vinnudegi loknum og eldar langt fram á kvöld. Hann notar Facebook til að tjá sig um helstu áhugamálin, mat og fótbolta, og hvetur fólk til að vera duglegra að bjóða öðrum í mat. Hólmfríður Gísladóttir holmfridur@mbl.is Matur Fyrir 4-6 Innkaupalisti 15 ferskar fíkjur (fást í Hagkaup) 1 bréf af hráskinku (parma, pros- ciotto eða toscana) 1 stór kúla af mozzarella 1 handfylli af basil (hálfur bakki) 1 handfylli af myntu (hálfur bakki) 1 rauður chili 1 sítróna 1 langbrauð (baguette) ólívuolía hunang salt og pipar Matreiðsla Skerið fíkjurnar í fjóra hluta. Rífið hráskinkuna og mozzarella-ostinn niður. Kjarnhreinsið chili og saxið smátt. Blandið öllu saman í skál og dreifið yfir hand- fylli af basil og myntu. Framreiðið á stórum diski eða í skál, eftir hentugleika. Salatsósan er gerð með 6 msk af olíu, 3 msk af sí- trónusafa og 1 msk af hunangi. Hrærið vel saman, saltið smávegis og piprið hressilega. Skerið langbrauðið niður í 2 sm sneiðar og ristið í smástund inni í ofni. Þetta einfalda salat er fimm essa sinfónía fyrir bragð- laukana: sætt, súrt, salt, sterkt og sérstakt. Kynþokkafyllsta fíkjusalat veraldar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.