SunnudagsMogginn

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

SunnudagsMogginn - 05.09.2010, Qupperneq 38

SunnudagsMogginn - 05.09.2010, Qupperneq 38
38 5. september 2010 Á heimili Stefáns eru oftast fimm í mat og kvöldmat- artíminn sannkölluð fjöl- skyldustund. Annað heim- ilisfólk kemur aðeins inn í eldhúsið til að borða, enda er það á öðrum tímum yf- irráðasvæði fjölskylduföðurins. – Hvenær kviknaði áhuginn á mat- reiðslunni? „Ég byrjaði að búa þegar ég var tæp- lega tvítugur og í upphafi var borðað til að lifa. Svo kom eitthvað millistig þar sem ég var farinn að fara oftar út að borða og farinn að upplifa eldamennsk- una í kringum mig svona 25-30 ára gamall. Svo endar maður á sælkerahæli á fertugsaldri og lifir til að borða,“ segir Stefán og hlær. „Þá snýst þetta við. Í dag veit ég ekkert yndislegra en að elda og allra helst fyrir annað fólk. Þetta er ástríða númer eitt, tvö og þrjú.“ – Hvert sækirðu innblástur? „Ég ætla nú bara að gera smájátningu í sambandi við það. Eins og golfarar dýrka Tiger Woods og fótboltamenn Lionel Messi þá kveikti pjakkurinn Ja- mie Oliver í mér. Ég komst fyrst í þætt- ina og bækurnar hans fyrir liðlega ára- tug þegar ástríðan á matreiðslunni var að kvikna og það var ást við fyrsta smakk.“ – Þú ert duglegur að horfa á mat- reiðsluþætti líka er það ekki? „Jú, það er frábær stöð sem Íslend- ingar geta náð sem heitir BBC Lifestyle og þar eru matreiðsluþættir í gangi næstum allan sólarhringinn. Ég get horft á fótboltann í svona níutíu mínútur í einu en ég get gleymt mér í mat- reiðsluþáttum í níu klukkutíma.“ Stefán Hrafn Hagalín og 11 ára hjálparkokkurinn Bjartur Steinn sýna fag- mannleg vinnubrögð við eldamennskuna. Morgunblaðið/Ómar „Er örugglega hamfarakokkur“ Stefán Hrafn Hagalín er markaðsstjóri hjá Skýrr en setur upp svuntuna að vinnudegi loknum og eldar langt fram á kvöld. Hann notar Facebook til að tjá sig um helstu áhugamálin, mat og fótbolta, og hvetur fólk til að vera duglegra að bjóða öðrum í mat. Hólmfríður Gísladóttir holmfridur@mbl.is Matur Fyrir 4-6 Innkaupalisti 15 ferskar fíkjur (fást í Hagkaup) 1 bréf af hráskinku (parma, pros- ciotto eða toscana) 1 stór kúla af mozzarella 1 handfylli af basil (hálfur bakki) 1 handfylli af myntu (hálfur bakki) 1 rauður chili 1 sítróna 1 langbrauð (baguette) ólívuolía hunang salt og pipar Matreiðsla Skerið fíkjurnar í fjóra hluta. Rífið hráskinkuna og mozzarella-ostinn niður. Kjarnhreinsið chili og saxið smátt. Blandið öllu saman í skál og dreifið yfir hand- fylli af basil og myntu. Framreiðið á stórum diski eða í skál, eftir hentugleika. Salatsósan er gerð með 6 msk af olíu, 3 msk af sí- trónusafa og 1 msk af hunangi. Hrærið vel saman, saltið smávegis og piprið hressilega. Skerið langbrauðið niður í 2 sm sneiðar og ristið í smástund inni í ofni. Þetta einfalda salat er fimm essa sinfónía fyrir bragð- laukana: sætt, súrt, salt, sterkt og sérstakt. Kynþokkafyllsta fíkjusalat veraldar

x

SunnudagsMogginn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.