Morgunblaðið - 20.01.2010, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 20.01.2010, Blaðsíða 1
M I Ð V I K U D A G U R 2 0. J A N Ú A R 2 0 1 0 STOFNAÐ 1913 15. tölublað 98. árgangur Landsprent ehf. MBL.IS Morgunblaðið hvar sem er hvenær sem er 95 ára mbl.is «DAGLEGTLÍF ÞORP NÆGJUSEMI OG ENDURNÝTINGAR «GRÍNLAND Verslingar með nýjan grínþátt 6 Morgunblaðið/Sigmundur Sigurgeirsson Hveragerði Talið var að enn væri sprengihætta á slysstaðnum í gærkvöldi. Eftir Önund Pál Ragnarsson og Silju Björk Huldudóttur TUTTUGU og þriggja ára gamall karlmaður slasaðist alvarlega þeg- ar rörasprengja sprakk í Hvera- gerði laust eftir klukkan átta í gærkvöldi. Lögregla og sjúkra- flutningamenn fóru strax á vett- vang. Hinn slasaði var fluttur til móts við þyrlu Landhelgisgæsl- unnar sem flutti hann á slysadeild Landspítalans í Fossvogi. Annar maður sem var á vettvangi var fluttur á Heilbrigðisstofnun Suður- lands á Selfossi til aðhlynningar, en reyndist óslasaður. Hann er 21 árs gamall. Með slæma höfuðáverka Á tólfta tímanum í gærkvöldi fengust þær upplýsingar hjá lækni á slysadeild að hinn slasaði væri enn í aðgerð, þungt haldinn og með mikla höfuðáverka. Nágranni sem kom að slysinu segir að heyrst hafi tveir hvellir frá bílskúrnum, sá seinni mun öflugri en sá fyrri. Fyrstu fregnir hermdu að sprengjan hefði sprungið í höndum mannsins. Sprengjusérfræðingur frá sér- sveit ríkislögreglustjóra var kall- aður á vettvang til að tryggja að ekki væri lengur sprengihætta á slysstaðnum. Ekki var hægt að greina nánar frá tildrögum slyssins í gærkvöldi, en lögreglan á Selfossi rannsakar málið. Karlmaður fluttur með þyrlu á Landspítalann eftir að rörasprengja sprakk í íbúðarhúsi í Hveragerði Slasaðist í sprengingu Eftir Baldur Arnarson baldura@mbl.is „ÉG tel að það skynsamlegasta í stöðunni væri að taka málið upp í Evrópudómstólnum […] Það er svo sannarlega engin skýr lagaleg skylda þar um. Ég byggi þetta á yfirferð yfir hagfræðileg gögn og lagatexta sem varða skuldbindingar evrópsku tilskipunarinnar. Það fyrsta sem ber að gera er að lýsa því yfir að þetta sé deila milli Evr- ópuríkja sem beri að leysa fyrir evrópskum dómstóli,“ segir Jan Kregel, fyrrverandi stefnumótunar- stjóri hjá Efnahags- og félagsmála- deild Sameinuðu þjóðanna (UN- DESA), um Icesave-málið. Kregel var prófessor í hagfræði við nokkra háskóla, þar á meðal hinn virta Johns Hopkins-háskóla í Bandaríkjunum, en hann hefur veitt stjórnvöldum á Norðurlöndum ráðgjöf í Icesave-málinu. Kregel segir aðspurður aðgerðir breskra og hollenskra stjórnvalda til að fá fé sitt til baka í deilunni „ólöglegar“ og að Wouter Bos, fjár- málaráðherra Hollands, hafi ekki rétt til að senda Íslendingum reikn- inginn. Deilan vekur víða athygli og eru vísbendingar um að vægi hennar í norskum stjórnmálum muni aukast á næstu vikum og mánuðum. Meðal þeirra sem hafa kvatt sér hljóðs er Heming Olaussen, for- maður samtaka norskra Evrópu- sambandsandstæðinga, Nei til EU, en hann og félagar hans í samtök- unum hafa þrýst á norska stjórn- málaflokka að taka upp hanskann fyrir Íslendinga í deilunni. Það sé útbreidd skoðun í Noregi að „komið sé fram við Ísland af ósanngirni“. Kristilegir demókratar, sem eru í stjórnarandstöðu, taka undir slík sjónarmið en þeir fóru þess á leit á norska Stórþinginu í gær að skorið yrði á tengsl Icesave og lánafyr- irgreiðslu Norðmanna til Íslands. Þá má nefna að fjölmargir Norð- menn hafa sett sig í samband við norska dagblaðið Klassekampen vegna viðtals við Evu Joly.  Íslandi er ekki skylt | 12 Ber að vísa Icesave-málinu til Evrópudómstólsins  Fyrrverandi stefnumótandi hjá SÞ telur lögin gölluð  Óánægja í Noregi ÍSLENDINGAR misstu nokkuð góða stöðu gegn Serbum niður í jafntefli í fyrsta leiknum á Evrópumótinu í handknattleik í Austurríki í gærkvöldi. Lokastaðan varð 29:29, eftir að Serbar skoruðu fjögur síðustu mörkin. Snorri Steinn Guðjónsson gat skorað sigurmark úr vítaskoti í lokin en markvörður Serba ver hér á ögurstundu. Í sama riðli unnu Danir Austur- ríkismenn en heimamenn eru næstu andstæðingar Íslands. | Íþróttir MISSTU UNNINN LEIK NIÐUR Í JAFNTEFLI Á EM Morgunblaðið/Kristinn  ÚTGERÐARMENN, sjómenn, fiskvinnsla og bæjaryfirvöld í Vest- mannaeyjum standa fyrir fundi á fimmtudagskvöld til að mótmæla m.a. fyrningarleið og útflutnings- álagi. Elliði Vignisson bæjarstjóri segir að boðuð breyting á skötusels- kvóta ein og sér kosti hagkerfi Eyjanna um 400 milljónir króna á ári og útflutningsálagið kosti samfé- lagið í Vestmannaeyjum um 200 milljónir. „Fyrningarleiðina þarf ekki að ræða því fyrirtækin og sam- félagið hér færu lóðbeint á hausinn með slíkum aðgerðum,“ segir Elliði. Yfirskrift fundarins er „Fyrnum fyrningarleiðina“. »4 Baráttufundur í Eyjum gegn fyrningu og álagi  ENGINN ber fulla persónulega ábyrgð á skuld- bindingum sam- lagsfélaga, sem njóta nú aukinna vinsælda eftir að skattar á einka- hlutafélög voru hækkaðir fyrir jól. Að öllu jöfnu á einn aðili að samlagsfélagi að bera fulla ábyrgð á því á meðan aðrir bera takmarkaða ábyrgð. Það leysa menn í dag með því að láta einka- hlutafélag bera alla ábyrgðina. Skattalegt hagræði fæst því fram en ábyrgðin eykst ekki neitt. »16 Komast undan persónulegri ábyrgð á samlagsfélögum  ENGAR ákvarðanir voru teknar um málefni 1998 ehf., móðurfélags Haga, á stjórnarfundi Arion banka í gær. Á fundinum var m.a. rætt um tilboð Jóhannesar Jónssonar, stjórnenda 1998 ehf. og erlendra fjárfesta um fjárhagslega endur- skipulagningu félagsins. Ekki var ákveðið hvenær málefni 1998 ehf. kæmu næst fyrir stjórnina. Stjórnarmaður kvaðst í samtali við Morgunblaðið telja að félagið yrði fljótlega rætt á ný. bjarni@mbl.is Ekkert ákveðið með mál Haga á stjórnarfundi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.