Morgunblaðið - 20.01.2010, Page 6

Morgunblaðið - 20.01.2010, Page 6
6 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 20. JANÚAR 2010 DAGSLJÓSIÐ er þessa dagana vel nýtt við uppbyggingu tónlistar- og ráðstefnuhússins Hörpu á austur- bakka Reykjavíkurhafnar. Að sögn Sigurðar R. Ragnars- sonar, framkvæmdastjóra verkefnisins, er nú unnið á öllum vígstöðvum, jafnt við frágang inn- anhúss sem og að glerhjúpi Ólafs Elíassonar að utan. Um 300 manns vinna við húsið á staðnum en ætla má að um 700-800 manns vinni alls að verkefninu um allan heim. Verklok eru nú áætluð vorið 2011 og verður Harpan þá opnuð með pomp og prakt. una@mbl.is Unnið á öllum víg- stöðvum Morgunblaðið/Ómar Harpa Þessir verktakar unnu að uppsetningu glerhjúpsins í gær. Tónlistar- og ráðstefnuhúsið Harpa tekur á sig nýja mynd FRÉTTASKÝRING Eftir Egil Ólafsson egol@mbl.is Samkomulag stjórnar og stjórnar- andstöðu um hvernig farið verði í nýjar Icesave-viðræður, ef Bretar og Hollendingar fallast á þær, gerir ráð fyrir að sett verði á fót þriggja manna samninganefnd og til hliðar við hana nefnd fulltrúa allra flokka sem fylgist með samningaviðræðum. Jóhanna Sigurðardóttir forsætis- ráðherra sagði eftir ríkisstjórn- arfund í gær að ekkert hefði verið staðfest ennþá af hálfu Breta og Hollendinga um hvort þeir væru til- búnir til að koma að samningaborð- inu. „Það hafa verið stöðug sam- skipti við erlenda aðila, Hollendinga, Breta, Evrópusambandið, Norð- urlöndin og fleiri aðila. Það liggur fyrir að það er tregða af þeirra hálfu og þetta mál er þungt, en við erum ekki úrkula vonar um að af því geti orðið.“ Engin formleg ósk Wouter Bos, fjármálaráðherra Hollands, sagði í bréfi sem hann sendi hollenska þinginu að hollensk stjórnvöld hefðu ekki fengið form- legar óskir frá íslenskum stjórnvöld- um um viðræður um Icesave- samningana og Hollendingar myndu ekki hafa frumkvæði að slíkum við- ræðum. Hann sagði einnig að Hol- land yrði að bíða úrslita þjóðar- atkvæðagreiðslu á Íslandi um Icesave-lögin. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, segir þessi ummæli vekja athygli. Ráðherrann tali að vísu um form- legar viðræður, en hann gangi út frá því að íslensk stjórnvöld séu búin að reyna allt sem þau geti til að fá Hol- lendinga aftur að samningaborðinu. Sigmundur segir að formenn flokkanna hafi rætt ítarlega um á hvaða nótum sé hægt að fara í þess- ar viðræður. Þar hafi menn ekki komist að niðurstöðu en hann segist líta svo á að forystumenn ríkis- stjórnarinnar séu tilbúnir til að fara í viðræðurnar á nýjum grunni. Þriggja manna samninganefnd Stefnt er að því að formenn flokk- anna hittist aftur á morgun til að fara yfir stöðuna. Samkomulag er milli flokkanna um hvernig verður staðið að viðræðum við Breta og Hollendinga ef þeir gefa færi á því að hefja viðræður að nýju. Þriggja manna samninganefnd sérfræðinga kemur til með að semja fyrir hönd Íslands. Ekki er búið að skipa nefnd- ina en rætt er um að hún verði skip- uð í samkomulagi allra flokka. Rætt hefur verið um að til greina komi að einn fulltrúi í nefndinni komi erlend- is frá. Til hliðar við þessa nefnd verður nefnd sem verður skipuð fulltrúum allra flokka. Hlutverk þessarar nefndar verður að fylgjast með samningaviðræðum og vera tengilið- ur við flokkana. Fyrir liggur að Norðurlöndin eru ekki tilbúin til að greiða út lán sem þau höfðu heitið að veita Íslend- ingum. „Við hefðum að sjálfsögðu kosið að þessi lán væru algerlega óbundin öðrum skilyrðum en endurskoð- uninni sjálfri, en það eru þau ekki eins og kunnugt er. Við stöndum bara aftur frammi fyrir sömu stöðu og síðastliðið sumar og síðastliðið haust. Ég minni á að Norðmenn hafa þrátt fyrir allt verið jákvæðari og kannski haft opnari nálgun í þessum efnum en hin Norðurlöndin þrjú, en síðan samræma þau afstöðu sína og koma fram sem eitt þegar á herðir,“ sagði Steingrímur J. Sigfússon fjár- málaráðherra. Morgunblaðið/Heiddi Fundur Forystumenn flokkana hafa átt í viðræðum í stjórnarráðinu að undanförnu. Reiknað er með fundi í dag. Skipa tvær nefndir Formenn flokkanna eru sammála um hvernig standa eigi að Icesave-viðræðum en skiptar skoðanir eru um markmiðin Formenn stjórnarflokkanna ætla að hittast aftur í dag til að ræða hugsanlegar nýjar viðræður um Icesave. Ekkert liggur þó fyrir um hvort Bretar og Hollendingar eru tilbúnir í nýjar viðræður. RÍKISSTJÓRNIN hefur ákveðið að þjóðaratkvæðagreiðsla um Icesave- skuldbindingarnar muni fara fram 6. mars nk. Þann 28. janúar hefst utankjörfundaratkvæðagreiðsla. Þetta var samþykkt á fundi ríkis- stjórnarinnar í gærmorgun. Ragna Árnadóttir, dómsmála- og mannréttindaráðherra, hefur í samráði við landskjörstjórn ákveð- ið að þjóðaratkvæðagreiðsla fari fram 6. mars nk. um framtíðargildi laga um heimild til handa fjár- málaráðherra fyrir hönd ríkissjóðs til að ábyrgjast lán Tryggingar- sjóðs innstæðueigenda og fjárfesta frá breska og hollenska ríkinu til að standa straum af greiðslum til inn- stæðueigenda hjá Landsbanka Ís- lands, að því er fram kemur í til- kynningu. Alþingi samþykkti lögin en for- seti synjaði þeim staðfestingar. Því ber að leggja lögin undir atkvæði allra kosningabærra manna í land- inu til samþykktar eða synjunar með leynilegri atkvæðagreiðslu. Sömu kjörstaðir og í almennum kosningum Kosningarrétt við þjóðar- atkvæðagreiðsluna hafa þeir kjós- endur sem hafa kosningarrétt til Alþingis. Fer atkvæðagreiðslan fram á sömu kjörstöðum og notast er við í almennum kosningum, en sveitarfélög auglýsa nánar um kjörstaðina samkvæmt venju skömmu fyrir atkvæðagreiðsluna. Atkvæðagreiðsla utan kjör- fundar hefst fimmtudaginn 28. jan- úar nk., bæði innanlands og utan, en frá og með þeim degi geta þeir kjósendur sem ekki geta kosið á kjördag greitt atkvæði utan kjör- fundar. Hægt verður að kjósa hjá öllum sýslumönnum á landinu. Sama dag hefst atkvæðagreiðsla utan kjörfundar á erlendri grundu og fer hún fram á vegum utanríkis- ráðuneytisins. Þeim kjósendum, sem eru til meðferðar á sjúkrahúsi eða eru vistmenn á dvalarheimilum aldr- aðra eða stofnunum fyrir fatlaða, er heimilt að greiða atkvæði á stofnuninni. Sama gildir um vist- menn fangelsis. Fer slík atkvæða- greiðsla fram á viðkomandi stofnun á þeim tíma sem kjörstjóri ákveður, sem næst kjördegi, að höfðu sam- ráði við stjórn stofnunarinnar. Þá er þeim kjósendum sem ekki geta sótt kjörfund á kjördegi vegna sjúkdóms, fötlunar eða barns- burðar heimilt að greiða atkvæði í heimahúsi. Þjóðaratkvæða- greiðslan verður haldin 6. mars Atkvæðagreiðsla utan kjörfundar mun hefjast strax í næstu viku Morgunblaðið/Ómar Þegar Norðurlöndin hétu því að lána Íslendingum í tengslum við áætlun AGS sendu þau frá sér yfirlýsingu í júlí í fyrra. Þar segir m.a: „Undirritun samninganna felur ekki í sér að norrænu lánin verði greidd strax út. Lánin verða greidd út í fjórum jöfnum greiðslum og eru þær bundnar við fyrstu fjórar umsagnir um efnahagsáætlun AGS. Ísland er skuldbundið til að innleiða stöð- ugleika og umbætur í samræmi við áætlun AGS. Í þessu sam- hengi eru síðustu samningar Ís- lands við Holland og Bretland um Icesave-skuldbindingar Ís- lands mikilvægt skref.“ Lán með skilyrðum STJÓRN Sambands ungra sjálf- stæðismanna (SUS) hefur sent umboðsmanni Alþingis bréf vegna ummæla fjármálaráðherra í viðtali við fréttastofu Stöðvar 2 á Bylgj- unni sunnudaginn 10. janúar síð- astliðinn. Í tilkynningu frá SUS segir að fjármálaráðherra hafi þar látið þau orð falla „að beita ætti ríkissjóði til að fjármagna sér- staklega áróður ríkisstjórnarinnar fyrir samþykki svokallaðs nýs Ice- save-frumvarps í væntanlegri þjóðaratkvæðagreiðslu.“ Leggur stjórn SUS til við um- boðsmann að hann skoði hvort fjármálaráðherra sé heimilt að ráðstafa opinberum fjármunum með þessum hætti. Er m.a. vísað til jafnræðisreglu stjórnarskrár- innar, hugsanlegs brots á þrískipt- ingu ríkisvalds og hvort ráðstöf- unin yrði ekki fordæmisgefandi í öðrum þjóðaratkvæðagreiðslum. Með bréfi sínu vill stjórn SUS minna á að fjármálaráðherra gegn- ir embættinu fyrir hönd allra landsmanna. Kostnaður vegna áróðurs þurfi því að koma úr öðr- um vasa en ríkissjóðs. Skoði ráðstöfun opinberra fjármuna

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.