Morgunblaðið - 20.01.2010, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 20.01.2010, Blaðsíða 12
12 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 20. JANÚAR 2010 Eftir Baldur Arnarson baldura@mbl.is „ÉG hef veitt norrænum stjórnvöld- um ráðgjöf um hvað beri að gera í Ice- save-málinu. Það sem ég lagði til er að finna ætti aðra leið en aðstoð Alþjóða- gjaldeyrissjóðsins. Það er ljóst að Ice- save er orðið lykillinn að ýmissi að- stoð við Ísland. Viðbrögð Norðurlandanna við stöðunni hafa ekki verið eins sterk og þau hefðu getað verið,“ segir Jan Kregel, fyrr- verandi stefnumótunarstjóri hjá efna- hags- og félagsmáladeild Sameinuðu þjóðanna (UNDESA) og prófessor í hagfræði við nokkra háskóla, þar á meðal Johns Hopkins-háskóla í Bandaríkjunum og háskólann í Bologna. Að mati Kregels er einkar brýnt að Íslendingar finni aðrar lánalínur og komist þar með hjá því að lánafyr- irgreiðsla sé beintengd Icesave-mál- inu. „Ég tel að það skynsamlegasta í stöðunni væri að taka málið upp í Evrópudómstólnum, því það er ekki skýrt að Ísland hafi ekki farið að reglum [um innistæðutryggingar] gagnvart sparifjáreigendum.“ Engin skýr lagaskylda – Er það því þín skoðun að Íslandi beri ekki skýr lagaskylda til að greiða fyrir hrunið á Icesave? „Það er svo sannarlega engin skýr lagaleg skylda þar um. Ég byggi þetta á yfirferð yf- ir hagfræðileg gögn og lagatexta sem varða skuld- bindingar evr- ópsku tilskipunar- innar. Það fyrsta sem ber að gera er að lýsa því yfir að þetta sé deila á milli Evrópuríkja sem beri að leysa fyrir evrópskum dómstóli. Dómarar geta þá skorið úr um hvort Ísland hafi greiðsluskyldu um- fram ákvæði laga um innistæðutrygg- ingar, í úrskurði sem íslensk stjórn- völd yrðu að hlíta.“ Hann segir ekki gert ráð fyrir alls- herjarhruni bankakerfis í lögunum. „Það sem einkum veldur vand- kvæðum er að evrópska tilskipunin um innistæðutryggingar gerði aldrei ráð fyrir upplausn heils bankakerfis. Þetta eru ekki mistök íslenskra stjórnvalda heldur mistök sem voru gerð þegar tilskipunin var skrifuð.“ Málið krefst milligöngu Kregel segir óháða aðila þurfa að koma að málinu við úrlausn þess. „Málið getur aðeins verið leyst með einhvers konar milligöngu og þá í formi dómsúrskurðar. Slíkt mál er ekki leyst á þann veg að eitt ríki hóti öðru ríki því að það fái ekki stuðning frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum eða á öðrum sviðum.“ – Hvað finnst þér um tilraunir breskra og hollenskra stjórnvalda til að fá fé sitt til baka? „Slík framkoma er ólögleg. Það er enginn grundvöllur fyrir henni.“ Spurður um þá ákvörðun Wouters Bos, fjármálaráðherra Hollands, að bæta hollenskum innistæðueigendum tjónið af falli Icesave segir Kregel hann hafa verið í rétti til þess sem ráðherra. Bos sé hins vegar ekki kjör- inn embættismaður á Íslandi og geti því ekki gert kröfu á hendur landinu. „Því ítreka ég að það er aðeins ein raunhæf lausn á málinu og hún er að vísa því til Evrópudómstólsins.“ Afstaðan til Evrópusambandsaðildar **Ekki þykir ólíklegt aðVenstre hallist að aðildmeð tímanum. Afstaðan til Icesave Tekið skal framaðofangreintmat er byggt á ummælum talsmannaflokkanna í efnahagsmálum í fjölmiðlumsem ogáopinberumummælumhátt settra flokksmanna.Matið er því ekki byggt á formlegu samþykki innan flokkanna. Verkamannaflokkurinn* Hlynntur aðild, skiptar skoðanir í flokknum Leiðtogar eru ósammála en grasrótin líklega sammála Framfaraflokkurinn Forðast yfirlýsingar, skiptar skoðanir í flokknum Forðast yfirlýsingar en er líklega ósammála Hægriflokkurinn Hlynntur aðild Ósammála Miðflokkurinn* Andvígur aðild Sammála Kristilegir demókratar Andvígur aðild en hlynntur samvinnu í gegnumEES Sammála Venstre Andvígur aðild en hlynntur samvinnu í gegnumEES** Gætu verið sammála Sósíalíski vinstriflokkurinn* Andvígur aðild Sammála Sammála= tilbúnir að styðja nýjar samningaviðræður í deilunni og tvíhliða lánafyrirgreiðslu til Íslands fráNoregi. Ósammála= Ísland verði við kröfumHollendingaogBreta. Afstaða norskra stjórnmálaflokka Þakkir: Helene Bank *Í ríkisstjórn. Íslandi er ekki skylt að greiða fyrir Icesave Ráðgjafi norrænna stjórnvalda bendir á galla í löggjöf um innistæðutryggingar „ÍSLAND verður að forðast ein- angrun“ er fyr- irsögn for- ystugreinar í Stavanger Aften- blad. Þar segir meðal annars að rík ástæða sé til að hjálpa Íslend- ingum á fætur að nýju. Engum, hvorki norrænum ná- grönnum né Evrópu að öðru leyti, sé hagur í því að landið sé þvingað til einangrunar eða fátæktar í ára- tugi. Neiti Íslendingar öllum kröf- um sé leiðin greið til einangrunar. Vikið er að ákvörðun forseta Ís- lands um að skrifa ekki undir Ice- save-lögin og sagt að lögunum verði nánast örugglega einnig hafnað í þjóðaratkvæðagreiðslu. Ís- lendingar séu eins og annað fólk og vilji ekki greiða fyrir skuldir sem aðrir hafi stofnað til; ekki frekar en viðskiptavinir Íslendinga í öðrum löndum. Til að leysa þessa deilu þurfi pólitísk klókindi og þar geti Norðmenn leikið mikilvægt hlutverk. Það séu hagsmunir Evrópusambandsins og Noregs að Ísland nái sínum fyrri efnahags- lega styrk. Skylda Norðmanna að hjálpa Íslandsvinurinn Kaare Haukaas, fyrrverandi ritstjóri Stavanger Af- tenblad, skrifaði nýlega grein í blaðið undir fyrirsögninni „Syst- kini okkar á Íslandi“ og segir það skyldu Norðmanna að hjálpa Ís- lendingum. Skylda Noregs að hjálpa Íslandi Kaare Haukaas NORSKA dag- blaðið Klassekampen hefur fengið mikil viðbrögð við umfjöllun um Icesave-málið. Flestir þeirra sem hafa látið skoðun sína í ljós eru Norðmenn og segir Sissel Henriksen, blaða- maður hjá Klassekampen, marga lesendur hafa tekið undir það sjónarmið hennar í viðhorfsgrein að skilyrði Icesave-samningsins séu ósanngjörn gagnvart Íslandi. „Lesendur okkar lýsa yfir ánægju með að við skulum gagn- rýna norsku stjórnina fyrir afstöðu hennar í málinu,“ segir hún. Henriksen áréttar að þetta sé ekki ritstjórnarleg skoðun blaðsins sem enn hafi ekki fjallað um það í leiðara. Hún segir sterk viðbrögð hafa verið við viðtali blaðsins við Evu Joly nýverið, en Klassekampen er til vinstri í efnistökum. Lesendur ánægðir með gagnrýnina ÞAÐ eru eink- um Íslendingar búsettir í Nor- egi sem hafa haft samband við ritstjórn Aftenposten í kjölfar skrifa blaðsins um Ice- save-málið. Þetta er mat Lars Magne Sunnanå, blaðamanns hjá Aften- posten. Hann segir marga Norðmenn sýna málinu áhuga og nefnir góð viðbrögð við spjalli Þórólfs Matt- híassonar, prófessors við Háskóla Íslands, við lesendur blaðsins á vef Aftenposten fyrir skömmu. Sunnanå segir norska fjölmiðla sýna Icesave-málinu mikinn áhuga og að margir hafi skoðun á því. Hins vegar hafi borið á misskilningi um málið í nokkrum fjölmiðlum í kjölfar synjunar forsetans, nokkuð sem beri að hafa í huga þegar skoðanamyndun sé annars vegar. Einkum Íslendingar sem hafa samband Lars Magne Sunnanå Sissel Henriksen „ÉG hef svipaða skoðun í málinu og Eva Joly. Ég lít svo á að Bretar, Hollendingar og Evrópusambandið hafi komið fram af ósanngirni gagn- vart Íslendingum og að skilyrðin í Icesave-samkomulaginu séu ekki sanngjörn. Íslendingar hefðu átt að fá að fara með málið fyrir dóm- stóla,“ segir Heming Olaussen, leið- togi Nei til Eu, samtaka Evrópu- sambandsandstæðinga í Noregi, um afstöðu sína og margra félagsmanna sinna. Tekur mið af næstu skrefum Inntur eftir því hvort hann telji að vægi málsins muni fara vaxandi í norskum stjórnmálum á næstu vik- um og mánuðum segir Olaussen spurninguna vera snúna. Svarið fari eftir næstu skrefum í deilunni. Hann segir aðspurður samtök sín beita norsku flokkana þrýst- ingi um að koma Íslandi til hjálpar í deilunni. „Við erum í góðu sambandi við nokkra flokka, Miðflokk- inn og Sósíalíska vinstriflokkinn þar á meðal. Þá deila Kristilegir demókratar skoðun okkar í málinu. Vonandi hlusta flokkarnir á okkur en þeir þurfa að sjálfsögðu að taka tillit til þess að þeir eru í bandalagi með Verkamannaflokknum.“ Hann fagnar synjun forsetans. „Ég er ánægður með að forseti Íslands skyldi hafa haft hugrekki til að hlusta á þjóðina [...] Við teljum þetta dæmi um hvernig stærri ríki koma fram við smáríki og hvernig almenningur er látinn bera ábyrgð á mistökum einkavæðingar í anda frjálshyggjunnar. Sú ábyrgð er ekki sanngjörn. Ég held að margir Norð- menn deili þessari skoðun samtak- anna.“ Útbreidd skoðun í Noregi – Hversu margir Norðmenn hafa myndað sér skoðun á Icesave? „Ég myndi ætla að margir hefðu gert það. Ég fylgist með bloggi og Twitter-síðum og umræðunni í Nor- egi, jafnt opinberu umræðunni sem skoðanaskiptum almennings, og skynja þá útbreiddu skoðun að kom- ið sé fram við Ísland af ósanngirni,“ segir Olaussen og bætir við að Eva Joly hafi haft áhrif á skoðana- myndun með greinaskrifum og mál- flutningi í fjölmiðlum. „Við stöndum með Íslendingum. Við styðjum þá og viljum að norska stjórnin beiti sér og styðji íslensk stjórnvöld af meiri dug en taki ekki höndum saman við Breta, Hollend- inga og Alþjóðagjaldeyrissjóðinn.“ Aðspurður hvort hann telji að Ís- land hafi greiðsluskyldu í Icesave- deilunni kveðst Olaussen þeirrar skoðunar að Ísland beri ábyrgð en beri þó ekki að lúta ósanngjörnum skilyrðum viðsemjendanna. „Við teljum að Íslendingar eigi að fá tækifæri til að semja upp á nýtt eða fara með málið fyrir dómstóla […] Við erum þeirrar skoðunar að norska stjórnin eigi að veita Íslandi fullnægjandi lánafyrirgreiðslu en ekki skilyrða hana við afstöðu ann- arra Norðurlandaþjóða, svo sem Svíþjóðar,“ segir Heming Olaussen, formaður Nei til Eu. baldura@mbl.is Hafa sett þrýsting á flokkana  Formaður Evrópusambandsandstæðinga í Noregi beitir sér í Icesave-málinu  Samtökin telja Hollendinga og Breta koma fram við Ísland af ósanngirni Heming Olaussen Jan Kregel

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.