Morgunblaðið - 20.01.2010, Side 13

Morgunblaðið - 20.01.2010, Side 13
Fréttir 13VIÐSKIPTI | ATVINNULÍF MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 20. JANÚAR 2010 ÞETTA HELST ... Eftir Bjarna Ólafsson og Örn Arnarson REUTERS-fréttastofan fullyrðir að Actavis sé eitt þriggja fyrirtækja sem komi til greina sem kaupandi á þýska samheitalyfjafyrirtækinu Ratiopharm. Þá kemur fram í frétt Reuters að Actavis sé í samstarfi við sænska fjárfestingasjóðinn EQT um kauptilboðið en leggja þarf það fram í byrjun febrúar. Actavis keppir því við Pfizer og Teva um að fá að kaup Ratiopharm en að sögn Reuters er ekki útilokað að fjórða tilboðið berist. Ratiopharm er fjölskyldufyrirtæki á meðan að Teva er stærsta sam- heitalyfjafyrirtæki heims og Pfizer er stærsta lyfjafyrirtæki heims. Fram kom í þýska dagblaðinu Hand- elsblatt á mánudag að líklegast sé að annaðhvort Pfizer eða Teva hreppi hnossið. Reuters segir ennfremur að sérfræðingar í lyfjageiranum bendi á að Pfizer og Teva sitji á drjúgum sjóðum og samlegðaráhrif kaupa þeirra á Ratiopharm séu meiri en hjá Actavis. Vilja hækka markaðsvirði Í frétt Reuters segir að stærsti kröfuhafi Actavis, þýski bankinn Deutsche Bank, hafi lagt blessun sína yfir tilboð íslenska fyrirtækis- ins. Erfiðlega hefur gengið að fá kaupendur að Actavis og segir í frétt- inni að félagið hafi leitað aðstoðar EQT-sjóðsins við fjármögnun á til- boðinu í Ratiopharm. Markmiðið sé að hækka markaðsvirði Actavis og þar með gera það vænlegra í augum hugsanlegra kaupenda. Talið er að kauptilboðin séu yfir 2,8 milljörðum evra, andvirði um 500 milljarða íslenskra króna. Actavis er hins vegar ekki sagt hafa efni á hærra tilboði en sem nemur þremur milljörðum evra. Actavis kemur enn til greina  Actavis er í hópi fyrirtækja sem koma til greina sem kaupandi á þýsku sam- heitalyfjafyrirtæki  Deutsche Bank sagður hafa lagt blessun sína yfir kaupin Actavis Sigurður Óli Ólafsson, forstjóri Actavis, ásamt Björgólfi Thor Björgólfssyni, stjórnarformanni, en Actavis vill nú kaupa Ratiopharm. Morgunblaðið/G.Rúnar ● Orkuveita Reykjavíkur hefur keypt fimmtungshlut ríkisins í Hitaveitu Akra- ness og Borgarfjarðar fyrir 150 milljónir króna. Þar með eignast OR félagið að fullu en hún hefur farið með 80% hlut síðan árið 2002. Með kaupunum fylgir nýtingarréttur af Deildartunguhver til 55 ára. Hitaveitan verður sameinuð Orkuveitunni að fullu eftir kaupin. Að sögn Eiríks Hjálmarssonar, upplýsinga- fulltrúa OR, verður hluturinn greiddur í þremur jöfnum greiðslum á þessu ári og fór fyrsta greiðslan fram við undir- ritun kaupsamnings síðasta föstudag. OR eignast hitaveitu ● SAMNINGAR hafa tekist milli David Sullivan og CB Holding, sem er í meirihluta eigu Straums Burðaráss Fjár- festingabanka hf, um sölu á 50% hlut í fótboltafélaginu West Ham United. Samkvæmt samningnum er heild- arverðmæti félagsins um 21,5 millj- arðar króna eða 105 milljónir punda. Í kjölfarið mun David Sullivan taka yfir stjórn og rekstur þess en CB Holding mun eftir sem áður eiga full- trúa í stjórn þess. bjarni@mbl.is Selur hlut í West Ham ÞEGAR Eignarhaldsfélagið Farice ehf., móðurfélag Farice hf., ákvað í maí í fyrra að gefa út ný skuldabréf að fjárhæð fimm milljarðar króna var ekki auglýst eftir umsjónaraðila með útboðinu. Saga Capital fékk verkefnið í sínar hendur og seldi bréfin í lokuðu skuldabréfaútboði. Útboðið, sem lauk þann 15. maí 2009, þótti vel heppnað og var umframeftirspurn eftir bréfunum. Bréfin eru til 25 ára og eru með ábyrgð ríkissjóðs. Hins vegar vekur athygli að stjórnarformaður E-Farice, Sigurð- ur G. Guðjónsson, var á sínum tíma varamaður í stjórn Saga Capital og hefur Morgunblaðið heimildir fyrir því að hann eigi enn hlutabréf í fjár- festingarbankanum. Vék Sigurður úr stjórn Saga Capi- tal þegar hann tók stjórnarsæti í Glitni árið 2007. Hann hefur setið í stjórn E-Farice og Farice hf. frá árinu 2007. bjarni@mbl.is Skuldabréfaútgáfa Farice ekki auglýst Stjórnarformaður hluthafi í umsjón- araðila útboðs Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsd Strengur Skuldabréfinu er ætlað að standa undir lagningu Danice sæ- strengsins til Evrópu, en lokið var við lagningu Farice strengsins árið 2003. ÖLL skuldabréfin sem lögð voru inn í SA Tryggingar, sem varð til við end- urskipulagningu Sjóvár, er í skilum, að því er kemur fram í tilkynningu sem Íslandsbanki sendi út í gær. Fyrirtækjasvið Íslandsbanka hefur umsjón með sölu á fyrirtækinu, en nú þegar geta áhugasamir kaupendur nálgast gögn í Íslandsbanka er varða Sjóvá. Tilefni tilkynningarinnar sem send var út í gær er frétt Morgun- blaðsins um eignasafn upp á 15,9 milljarða sem lagt var inn í félagið síð- astliðið sumar en Sjóvá hafði orðið fyrir miklum skakkaföllum vegna misheppnaðra fjárfestingaverkefna. Fyrirtækið var hins vegar aldrei tekið til gjaldþrotaskipta. Lárus Ásgeirsson, forstjóri Sjóvár, áréttar í samtali við Morgunblaðið að íslenska ríkið komi ekki með beinum hætti að fjármögnun Sjóvár, heldur láni eignir til SAT eignarhaldsfélags. Hann segir markmiðið með sölunni á Sjóvá að þeir fjármunir skili sér til baka. Fjármál sveitarfélagsins Álftaness hafi hverfandi áhrif á efnahag Sjóvár. Ef sveitarfélagið lendi í kröggum verði hægt að ganga að þeim veðum sem séu til tryggingar skuldabréfi Eignarhaldsfélagsins Fasteignar – skólalóð, íþróttahúsi og sundlaug. „Langstærstur hluti eigna Sjóvár er mjög seljanlegur og stendur undir vá- tryggingaskuld,“ segir Lárus. thg@mbl.is Morgunblaðið/ÞÖK Sjóvá Langstærstur hluti eigna- safns sagður seljanlegur. Segja bréf eigna- safnsins í skilum Eignir sagðar standa undir bótaskuld ÞINN STYRKUR Í ÚTLÖNDUM Heimsókn viðskiptafulltrúa til Íslands 21.–22. janúar www.utflutningsrad.iswww.utn.stjr.is PI PA R\ TB W A • SÍ A • 1 0 0 1 9 0 Í sendiráðum Íslands víðsvegar um heim starfa viðskiptafulltrúar. Útflutningsráð annast tengsl þeirra við íslenskt atvinnulíf og dagana 21.–22. janúar verða viðskiptafulltrúarnir hér á landi til viðtals fyrir fyrirtæki sem leita markaðsráðgjafar á umdæmissvæðum sendiráðanna. Hlutverk viðskiptafulltrúanna er að aðstoða íslensk fyrirtæki við markaðssetningu erlendis og veita þeim stuðning í alþjóðlegum viðskiptum, m.a. með ráðgjöf, markaðsrannsóknum, leit að samstarfsaðilum og þróun viðskiptasambanda. Til viðtals verða viðskiptafulltrúar í eftirfarandi löndum: Bandaríkjunum, Bretlandi, Danmörku, Indlandi, Japan, Þýskalandi og Kína. Fundirnir verða haldnir á skrifstofu Útflutningsráðs að Borgartúni 35. Notaðu tækifærið og bókaðu fund í síma 511 4000 eða með tölvupósti, utflutningsrad@utflutningsrad.is. Nánari upplýsingar veita Andri Marteinsson, andri@utflutningsrad.is, og Hermann Ottósson, hermann@utflutningsrad.is. FJÁRMÁLAEFTIRLITIÐ hefur nú til skoðunar þá einstaklinga sem skilanefnd Kaupþings vill tilnefna í stjórn dótturfélagsins Kaupskila. Kaupskil fara með eignarhlut gamla Kaupþings í Arion banka og tilnefna stjórnarmenn bankans. Þegar og ef Fjármálaeftirlitið leggur blessun sína yfir verðandi stjórnarmenn tekur ný stjórn Kaup- skila til við að tilnefna stjórnarmenn í Arion banka og hefst þá sama ferli á ný, þar sem FME þarf að sam- þykkja þá líka. Má því búast við því að nokkur tími sé í að ný stjórn Arion banka taki til starfa. Þá er alls óvíst enn hvenær nýr bankastjóri Arion verður ráðinn, en um fimmtíu manns sóttu um stöð- una. Ráðningarskrifstofa hefur nú umsóknirnar til meðferðar og sam- kvæmt heimildum Morgunblaðsins er enn nokkuð í að þeirri vinnu ljúki. bjarni@mbl.is Nokkuð langt í nýja stjórn

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.