Morgunblaðið - 20.01.2010, Qupperneq 14
14 FréttirERLENT
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 20. JANÚAR 2010
SKÓLASTÚLKUR á Indlandi fara með bænir í tengslum við upphaf
trúarhátíðar er nefnist Saraswati Puja í borginni Amritsar í norðanverðu
landinu í gær. Hátíðin er haldin til heiðurs gyðju þekkingar, tónlistar og
allra skapandi lista, Saraswati, sem kölluð er móðir hinna helgu Veda-rita.
Hindúabörn fá oft fyrstu kennslu í lestri og skrift á þessum degi en bæna-
þula gyðjunnar eða mantra er sögð efla minnið og einbeitingu í prófum.
Reuters
SARASWATI BEÐIN UM STYRK Í PRÓFUM
BRESK stjórn-
völd ætla að
banna krám í
Englandi og Wa-
les að hafa á boð-
stólum tilboð eins
og „allt sem þú
getur drukkið
fyrir 10 pund“
enda talið að
auglýsingar af
þessu tagi ýti undir drykkjusvall, að
sögn Alans Johnsons innanríkis-
ráðherra.
Að auki verður bannað að efna til
kappdrykkju, hvarvetna á að vera á
boðstólum áfengi í litlum ílátum.
Kranavatn á alls staðar að vera
ókeypis og gert verður að skyldu að
eigendur kránna skoði skilríki ef
nauðsyn krefur til að tryggja að
viðskiptavinirnir séu yfir 18 ára
aldri. Viðurlög vegna brota á lög-
unum verða sekt eða fangelsi.
„Glæpir af völdum áfengis kosta
Bretland milljarða punda á hverju
ári,“ sagði ráðherrann. Markmiðið
með banninu væri að hafa hemil á
fáeinum ábyrgðarlausum smásölum,
ekki starfsemi áfengisframleiðenda.
Um 40.000 manns eru sögð deyja úr
ofdrykkju í Englandi og Wales ár
hvert. kjon@mbl.is
Svallið burt
af bresku
kránum?
Alan Johnson
Eftir Kristján Jónsson
kjon@mbl.is
ÖRYGGISRÁÐ Sameinuðu þjóðanna hefur sam-
þykkt að fjölga friðargæsluliðum á Haítí til að
koma í veg fyrir rán og þjófnað. Senda á um 2.000
friðargæsluliða til viðbótar þeim 7.000 sem fyrir
eru ásamt 1.500 lögreglumönnum sem eiga að
vera í landinu næsta hálfa árið. Þyrlur bandaríska
flotans lentu í gær við forsetahöllina í höfuðborg-
inni Port-au-Prince og hófu hermenn þegar að
dreifa mat og vatni meðal þurfandi íbúanna.
Rúm vika er nú liðin frá því harður jarðskjálfti
reið yfir landið, óttast er að 100-200 þúsund manns
hafi látið lífið. Örvænting hefur magnast enda hafa
margir þurft að bíða lengi eftir aðstoð. En að-
stæður fara skánandi og í gær var um 14.000 til-
búnum máltíðum og 15.000 lítrum af vatni dreift
úr þyrlum nálægt höfuðborginni.
Barack Obama Bandaríkjaforseti hringdi að
sögn Dagens Nyheter á mánudag í starfsbróður
sinn í Brasilíu, Lula da Silva, og lagði til að ríkin
tvö ásamt Kanada tækju að sér að samræma og
stýra björgunarstarfinu á Haítí. Reglan í alþjóða-
samskiptum er að ríki sem verður fyrir náttúru-
hamförum reyni sjálft að samræma aðgerðir með
aðstoð SÞ fyrstu vikurnar.
En stundum eru innviðirnir svo illa farnir að
önnur ríki verða að taka forystuna og það á við á
Haítí enda var ástandið mjög slæmt í landinu fyrir
skjálftann. Fátt bendir til að stjórn Rene Preval
forseta geti hjálparlaust séð um að stjórna upp-
byggingunni. Hvatt er til þess að alþjóðasamfélag-
ið búi sig undir að aðstoða Haítí um langa hríð með
fé og tryggt verði að umbætur, m.a. í fjármálum,
heilbrigðismálum, öryggi og réttarfari, dugi til
frambúðar í þessu marghrjáða landi.
Öryggisráð SÞ hyggst fjölga
friðargæsluliðum á Haítí
Reuters
Hjálparvana Þúsundir barna hafa fundist í rúst-
um, oft er ekkert vitað um foreldra eða ættingja.
RÚMÍANA Je-
leva, utanríkis-
ráðherra Búlg-
aríu, sem var
tilnefnd í næstu
framkvæmda-
stjórn Evrópu-
sambandsins,
hefur nú dregið
framboð sitt til
baka. Liðsmenn
á Evrópuþinginu höfðu í yfir-
heyrslum í liðinni viku gagnrýnt
framboð hennar harðlega, hún
væri hrokafull, hefði ekki hundsvit
á væntanlegum málaflokki sínum,
mannúðaraðstoð. Einnig er eigin-
maður hennar grunaður um að
vera liðsmaður búlgörsku mafí-
unnar, að sögn Jyllandsposten.
„Við erum mjög andvíg Rú-
míönu Jelevu,“ sagði Jens Rohde,
sem er ESB-þingmaður fyrir
Venstre í Danmörku, flokk Lars
Løkke Rasmussen forsætisráð-
herra. „Enginn með réttu ráði
getur sagt að hún hafi verið sann-
færandi [í yfirheyrslum þingsins].“
Seinkar valdatöku
Talið er að málið geti orðið til
að seinka því að ný fram-
kvæmdastjórn taki við völdum en
liðsmenn hennar eru alls 27, einn
frá hverju aðildarríki. Búlgarar
hafa tilnefnt í staðinn Kristalínu
Georgíevu, sem er aðstoðaryf-
irmaður Alþjóðabankans í
Washington. Hún er virt og hefur
starfað hjá bankanum frá 1993.
Málið þykir mikið áfall fyrir for-
seta framkvæmdastjórnarinnar,
Portúgalann Jose Manuel Bar-
roso, sem studdi Jelevu kröft-
uglega. Vinstrimenn á þinginu
segja sumir að hann hafi reynt að
koma í veg fyrir að yfirheyrsl-
urnar færu fram en stöðug valda-
barátta er á milli þingsins og
stjórnarinnar. Talið er að fleiri
frambjóðendur fái einnig rauða
spjaldið eftir að hafa staðið sig fá-
dæma illa í yfirheyrslum þingsins.
kjon@mbl.is
ESB-þing
hafnar
ráðherra
Rúmíana Jeleva
Eiginmaðurinn
sagður mafíósi
LOFTSLAGSNEFND Sameinuðu
þjóðanna, IPCC, sætir nú harðri
gagnrýni vegna skýrslu sem hún
birti 2007 en þar er sagt „mjög
líklegt“ að allir jöklar í Himalaja-
fjöllum verði horfnir árið 2035 og
jafnvel fyrr vegna hlýnunar and-
rúmsloftsins. Engar rannsóknir
munu vera að baki fullyrðingunni,
aðeins byggt á viðtali við vísinda-
mann á sviði jöklafræði, Dr. Syed
Hasnain, í ritinu New Scientist ár-
ið 1999.
Að sögn The New York Times
segir Hasnain auk þess að rangt
hafi verið haft eftir honum í við-
talinu. Hann hefur síðar sagt að
rannsóknir hans bendi til þess að
einvörðungu litlir jöklar gætu
horfið algerlega. Umhverf-
isráðherra Ind-
lands, Jairam
Ramesh, segir
staðhæfinguna
vera markleysu.
„Þeir [jökl-
arnir] eru vissu-
lega að hopa og
hraði þeirrar
þróunar veldur
miklum áhyggj-
um … [en fullyrðingin] byggist
ekki á neinum vísindalegum gögn-
um,“ sagði Ramesh.
Yfirmaður IPCC, Indverjinn
Rajendra Pachauri, segir að málið
verði skoðað en reyndi í gær að
verja nefndina. „Þótt við höfum
farið rangt með eina tölu álít ég
ekki að það dragi neitt úr yfir-
þyrmandi magni vísbendinga frá
vísindamönnum um það hvað sé að
gerast í loftslagi jarðarinnar,“
sagði hann. Christopher Field,
sem hafði yfirumsjón með gerð
skýrslu IPCC árið 2007, segir að
umrætt ártal, 2035, hafi aðeins
verið birt í heildarskýrslunni en
verið fellt niður í síðari skýrslum.
kjon@mbl.is
Játa á sig ýkjur um bráðnun jökla
Loftslagsnefnd SÞ notaði rangfærslu í
gömlu tímaritsviðtali sem vísindagögn
Rajendra Pachauri
Í öllum hörmungunum á Haíti heyrast ein-
staka sinnum sögur sem enda vel, L.A. Times
segir eina þeirra. Rondlie Daniel í Port-au-
Prince syrgði barn sitt, hinn átta mánaða
gamla Matthew, í fimm daga við rústirnar af
húsi sínu. En þá sögðu nágrannar henni að
búið væri að bjarga Matthew. „Þetta er
kraftaverk,“ sagði Daniel. „Þegar ég horfi á
hann trúi ég á Guð og veit að allt verður í
lagi.“ Ísraelskir læknar á staðnum segja Matt-
hew hafa verið nær dauða en lífi af vökvatapi
og ef til vill verði að taka af honum annan fót-
inn vegna dreps. En ótrúlegt sé að barnið
skyldi yfirleitt lifa af undir brakinu, matar- og
vatnslaust í hitasvækjunni.
Sólargeisli í myrkrinu
Mat og vatni dreift með bandarískum þyrlum