Morgunblaðið - 20.01.2010, Page 18

Morgunblaðið - 20.01.2010, Page 18
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 20. JANÚAR 2010 „ÁBYRGÐIN á því stórslysi, sem skella mun yfir þjóðina og landið, er í sanni það al- varleg, að mér stafar ógn af töku hennar. Það hvílir á herðum rík- isstjórnarinnar að taka ákvörðunina, en afstaða mín er skýr“ (lausleg þýðing). Þannig féllu orð Há- konar sjöunda Noregskonungs á rík- isráðsfundi 10. apríl 1940, þegar sú örlagaríka ákvörðun var tekin að neita kröfu Þjóðverja um að gera Vidkun Quisling að forsætisráðherra Noregs. Noregskonungur og rík- isstjórn Noregs stóðu þétt saman með þjóð sinni til verndar hags- munum Noregs. Þótt Íslandi standi ekki frammi fyrir tafarlausri né raunverulegri ógn af innrás erlends hervalds, verði Ice- save-kröfunni hafnað, þá eru öf- ugmerki mála, að forsetinn einn er með þjóðinni en ríkisstjórnin á móti. Sífelldar hótanir um „fjárhagslega einangrun“ og að „Ísland komist ekki inn í Evrópusambandið“ sé ekki skil- yrðislaust gengið að samnings- ákvæðum Breta og Hollendinga gagnar lítið málstað Íslands. Það hefur verið allt annað en fag- urt að sjá, heyra og lesa í erlendum fjölmiðlum hvernig ráðherrar ríkis- stjórnarinnar, fremst utanríkis- ráðherrann, hafa notað tækifærin til að tala niður land og forseta en þegja um málefnaleg rök þjóðarinnar. Ekki furða að Bretar skuli hafa létt af hryðjuverkaumsátrinu með jafngóða bandamenn sér við hlið. Þeir þurfa einfaldlega ekki lengur á lögunum að halda til að fá sitt fram. Liðhollusta Samfylkingarinnar er öllu stærri við Evrópusambandið en Íslendinga og ríkir ofurtrú á almætti sambandsins. Engu er líkara en að þar sé gengið inn í himnaríki sjálft og Jóhanna fái stjórastöðu englakórs, Össur tenórhlutverk og Steingrímur hörpu. Í ESB svífa allir um á mjúkum skýjum. Rétt er að embætti ESB eru vel launuð, t.d. er ný staða forseta ráðherraráðsins hærra launuð en staða sjálfs Bandaríkja- forseta en með þeim mun samt, að Banda- ríkjaforseti ber ábyrgð á gjörðum sínum en nýr starfsmaður ESB enga. Núna hefur ESB þrjá forseta og að auki nýtt embætti utanríkis- ráðherra. Á meðan stöðum fjölgar innan yf- irbyggingarinnar eru um 25 milljónir manna á skrá at- vinnulausra innan ESB og fer hratt fjölgandi. Atvinnuleysið er komið yfir 10% strikið innan evrusvæðisins og um fimm milljónir ungs fólks á aldr- inum 15-24 ára fær enga atvinnu. Yfir 61% aðspurðra íbúa innan ESB telur að atvinnuleysið eigi eftir að versna 2010 og trúir ekki útreikningum stjórnvalda, sem ekki hafa alltaf stað- ist. Um 400 milljónir manna eru í ESB, þar af er helmingurinn eða 200 millj- ónir manna ekki starfandi og háður hinum helmingnum um framfærslu sína. Þetta hindrar þó ekki um 45 þúsund starfsmenn ESB í að hóta verkfalli verði ekki gengið að kaup- hækkunarkröfum þeirra. Efnahagsástandið er eldfimt, á eft- ir Eystrasaltslöndunum er AGS nú með skyndihjálp í Grikklandi. Portú- gal og Spánn eru næstir í röðinni. Ef Grikkland fellur og dregur með sér evruna gætu lönd utan evrusvæðisins eins og Bretland, Danmörk og Sví- þjóð þurft að koma til aðstoðar með stórar fjárhæðir til styrktar evrunni. Vegna nýrrar stjórnskipunar Lissa- bonsáttmálans er búið að afnema neitunarvald einstakra aðildarríkja en svokallað tvöfalt meirihlutaákvæði komið í staðinn (meirihluti íbúa og ríkja). Sú staða á eflaust eftir að koma upp að Brussel keyrir yfir ein- staka meðlimi, þótt vera kynni að allir íbúar viðkomandi ríkis vilji annað. Við skoðun á þátttöku almennings í kosningum til Evrópuþingsins kemur í ljós að hún fer þverrandi. 62% kusu árið 1979 en 43% árið 2009. 20% fall á þremur áratugum þýðir að líklega þyrfti minna en 50 ár til viðbótar til að lýðræðið gufaði endanlega upp. Stóru löndin eru óhress með að þau minni geti keppt með lægri sköttum, sem lokka til sín stóru alþjóðafyr- irtækin. Írar eiga eftir að fá að kenna á því, eftir að innlimun þeirra er af- staðin. Bæði Frakkar og Bretar vilja fá til sín Dell og Google og því er ver- ið að tala um „samræmingu“ skatta og setja lágmarkshæð á gólfi, sem enginn má fara undir, en ekkert er minnst á hámarkshæð á þaki. Rætt hefur verið um innheimtu nýs ESB- skatts af aðildarríkjunum en ekki tal- ið tímabært í augnablikinu. Í ár verð- ur Búlgaría sjálfsagt eina fyrirmynd- arríki ESB með hallalaus fjárlög. Íslendingar hafa upplifað hvernig leiðtogar ESB hafa vikist undan ábyrgð á eigin tilskipunum og samn- ingum innan EES. Með skilgreiningu á Icesave sem „milliríkjadeilu“ hafa þeir svikið fyrirheit sín og þvingað Ís- land í fang Breta og Hollendinga. Mjög athyglisverðar greinar Lárusar Blöndals og Stefáns Stefánssonar í Mbl. draga upp lagalegan grundvöll málsins. Eva Joly og Alain Lipietz benda réttilega á að leiðtogar ESB verði að axla ábyrgð sína og koma að lausn Icesave-deilunnar. Lærum af Norðmönnum og höfn- um kvislingum. Ég dreg til baka þá fullyrðingu mína að forsetaembættið sé bleikur nár. Forsetinn hefur snúið aftur til þjóðarinnar og embættið andar enn. Ég tel ekki að forseti hafi málskotsrétt en hins vegar neyð- arrétt. Og neyð Íslands er fólgin í þvingun á afsali eða áframhaldandi fullveldi lýðveldisins. Ég stend með þjóð vorri og forseta og kýs fullveldið. Eftir Gústaf Adolf Skúlason »Um 400 miljónir manna eru í ESB, þar af er helmingurinn eða 200 milljónir manna ekki starfandi og háður hinum helmingnum um framfærslu sína. Gústaf Adolf Skúlason Höfundur er smáfyrirtækjarekandi í Svíþjóð. Lærum af Norðmönnum Í ICESAVE- umræðunni hafa menn fært rök fyrir því að óæskilegt sé að setja Íslendinga í skulda- fangelsi. Bent hefur verið á að siðaðar þjóð- ir hafi afnumið skulda- fangelsi úr löggjöfum sínum fyrir löngu. Sumir Íslendingar telja Icesave lítið mál. Jón Daníelsson, hagfræðingur í London, metur af- leiðingarnar þær, að um verulega lífskjaraskerðingu verði að ræða á Íslandi, ef allt fer á besta veg. Enn mikilvægari athugasemd Jóns er sú, að til að Ísland geti yfir höfuð staðið í skilum með greiðslurnar þurfi allt að ganga upp. Hvernig er hægt að segja að Icesave sé smámál í þessu samhengi? Hvernig er hægt að leggja slíkar byrðar á samlanda sína vegna þess að maður er fullur sekt- arkenndar vegna hátternis nokkurra útrásarvíkinga? Sérstaklega þegar líkur eru á greiðslufalli Íslands, dýr syndaaflausn til handa alþjóða- samfélaginu það. Þegar varað er við því að heil þjóð lendi í skuldafangelsi hafa menn í huga m.a. land eins og Haítí. Árið 1804 brutust þeir undan yfirráðum Frakka. Frakkland hafði áður auðg- ast vel á auðlind landsins, „svarta gullinu“, þ.e. þræl- unum, íbúum Haítí. Frakkar voru að vonum ekki sáttir. Þess vegna settu þeir, ásamt vinum sínum Bandaríkja- mönnum, Spánverjum og Bretum verslunar- bann á Haítí. Í dag er slíkt ástand kallað „að vera ekki hluti af al- þjóðasamfélaginu“. Þess vegna neyddist Haítí til að skrifa undir samning við Frakka ár- ið 1825. Þeir samþykktu að borga bætur til franskra þræla- eigenda, þ.e. þrælarnir sem brutust undan þrældómnum voru neyddir til að greiða bætur til þrælahald- aranna! Upphæðin var risastór, 150 milljónir franka í gulli, sem tekin var að láni hjá bönkum í Frakklandi, Þýskalandi og Bandaríkjunum. Þeir samþykktu að borga kröfuna í þeirri von að verða gjaldgengir á mörk- uðum heimsins. Það tók þá 122 ár að borga skuldina. Um aldamótin 1900 fór um 80% af ráðstöfunarfé þeirra í afborgun af þessari skuld. Síðan frönsku skuldinni lauk, 1947, hafa vesturveldin, alþjóða- samfélagið, haldið áfram að kúga Haítí. Skuldsetning Haítís er gíf- urleg. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn stjórnar endurheimtum skuldanna. AGS krafðist afnáms verndartolla á hrísgrjónum og þar með flæddu bandarísk ríkisstyrkt hrísgrjón yfir Haítí. Hrísgrjónabændur á Haítí fóru þá á hausinn og landið er ekki sjálfbært með mat lengur. Atvinnu- leysi er um 75%. Laun duga varla fyrir mat. Einræðisfeðgarnir Papa Doc og Baby Doc stofnuðu til 45% af skuldum Haítís og megnið lenti í einkabankabókum þeirra, með góð- fúslegu leyfi alþjóðasamfélagsins. Í þessu tilfelli er alþjóðasamfélagið sammála um að skuldir sem van- hæfir stjórnendur Haítís stofnuðu til skuli greiddar af skattgreiðendum. Íslendingar, sem hluti alþjóða- samfélagsins, ennþá, bera ábyrgð á neyð Haítís. Við getum sjálfsagt samþykkt að við höfum ekki farið vel með Haítí. Sjálfsagt fórnarkostn- aðurinn af því að vera þjóð meðal þjóða. Núna er röðin komin að Ís- landi, okkur er boðið inn í sama klefa og Haítí hefur verið í frá 1825. Sömu lönd hóta okkur verslunarbanni og einangrun. Er uppgjöf valmöguleiki þrátt fyrir ofurefli? Ekki ef örlög Haítís verða okkar. Ísland, Icesave og Haítí; er réttlæti mögulegt? Eftir Gunnar Skúla Ármannsson Gunnar Skúli Ármannsson » Þeir samþykktu að borga kröfuna í þeirri von að verða gjaldgengir á mörk- uðum heimsins. Það tók þá 122 ár að borga skuldina. Höfundur er læknir. – meira fyrir áskrifendur Fáðu þér áskrift á mbl.is/askrift Pöntunartími auglýsinga er fyrir klukkan 16.00 mánudaginn 25. janúar. Nánari upplýsingar veitir Sigríður Hvönn í síma 569-1134/692-1010 og sigridurh@mbl.is Netið skipar æ stærri sess í viðskiptalíf- inu. Ísland er fremst í flokki þjóða þegar kemur að netnotkun og ljóst að íslenskt atvinnulíf stendur vel að vígi til að grípa þau mörgu tækifæri sem internetið býður upp á. Viðskiptablað Morgunblaðsins kryfur möguleika netsins í veglegu sérblaði. Skoðuð verða spennandi sprotafyrirtæki, staðan tekin á verslun og þjónustu á netinu og rýnt í hvernig ná má því besta út úr vefnum. Meðal efnis verður: Hvar liggja sóknarfærin? Hverjir eru möguleikar netverslunar á Íslandi? Er sama hvernig vefsíður eru hannaðar? Er fyrirtæki þitt að nota netið rétt? Þetta og margt fleira í blaðauka Viðskiptablaðsins 28. janúar. Framtíðin er á netinu

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.