Morgunblaðið - 20.01.2010, Side 25
20. janúar 2002
Guðni Tyrfingsson arkitekt og
danskir samstarfsmenn hans
unnu fyrstu verðlaun í hug-
myndasamkeppni um skipulag
tónlistarhúss, ráðstefnu-
miðstöðvar og hótels við höfn-
ina í Reykjavík.
Dagar Íslands | Jónas Ragnarsson.
Þetta gerðist …
Dagbók 25
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 20. JANÚAR 2010
Sudoku
Frumstig
7 9 6 3
4 6 9
8
7 9
2 4 1 7
6 1
1
6 7 3 4
8 3 4 2
1 3 2
4 1 7
8 4 5
3 2
9 5 1
4 8 3 1
5 2 4 8 9
7 2
4 2 6
9
2 9 3 7
7 1 2 9 6
2 8 7
8 3 6 4 2
1 3 4
7
6
9 7 4 6 5 2 1 8 3
8 5 6 9 3 1 4 7 2
1 3 2 8 7 4 5 6 9
2 6 5 7 4 8 9 3 1
3 8 7 5 1 9 6 2 4
4 9 1 2 6 3 8 5 7
7 1 3 4 8 6 2 9 5
6 4 9 3 2 5 7 1 8
5 2 8 1 9 7 3 4 6
8 7 3 9 5 1 6 4 2
5 4 9 7 6 2 8 1 3
1 6 2 8 3 4 5 7 9
4 2 7 6 1 8 3 9 5
3 8 5 4 9 7 2 6 1
9 1 6 5 2 3 7 8 4
6 3 8 1 4 5 9 2 7
7 5 1 2 8 9 4 3 6
2 9 4 3 7 6 1 5 8
7 2 1 6 3 8 4 9 5
6 5 9 1 7 4 2 8 3
8 3 4 5 2 9 1 7 6
4 9 7 3 1 5 6 2 8
2 8 3 7 9 6 5 1 4
1 6 5 4 8 2 9 3 7
5 1 8 2 6 7 3 4 9
9 4 2 8 5 3 7 6 1
3 7 6 9 4 1 8 5 2
Efsta stigMiðstig Lausn síðustu sudoku
Þrautin felst í því að fylla
út í reitina þannig að í
hverjum 3x3-reit birtist
tölurnar 1-9. Það verður að
gerast þannig að hver níu
reita lína bæði lárétt og
lóðrétt birti einnig tölurnar
1-9 og aldrei má tvítaka
neina tölu í röðinni.
Í dag er miðvikudagur 20. janúar,
20. dagur ársins 2010
Orð dagsins: Drottinn er ljós mitt og
fulltingi, hvern ætti ég að óttast?
Drottinn er vígi lífs míns, hvern ætti
ég að hræðast? (Sl. 27, 1.)
Rúmlega 40 manns hafa veriðhandteknir í Íran vegna ábend-
inga, sem bárust eftir að lögregla
birti myndir af þátttakendum í mót-
mælum á hátíðardeginum Ashura í
lok desember. Lögreglan í Teheran
greindi frá þessu í gær. Birtar voru
nærmyndir af mótmælendum í sér-
útgáfu af blaði lögreglunnar og á vef-
síðu hennar og voru dregnir rauðir
hringir utan um andlit þeirra kvenna
og karla, sem yfirvöld höfðu sér-
stakan hug á að ná í. Átta manns létu
lífið þegar öryggissveitir létu til skar-
ar skríða gegn mótmælendum.
Mahmoud Ahmadinedjad, forseti
Íraks, sem hefur átt undir högg að
sækja vegna ásakana um að hann
hafi haft rangt við í kosningunum í
fyrrasumar, hefur sakað Bandaríkja-
menn og Ísraela um að skipuleggja
mótmælin.
x x x
Aðferðir Írana vekja margarspurningar. Greinilegt er að
lögreglan notar myndir með þessum
hætti og slær árangrinum upp til
þess að fá stjórnarandstæðinga til að
hugsa sig um tvisvar áður en þeir
mótmæla á götum úti. Hún vill sýna
mótmælendum hvað þeir eiga í
vændum hafi þeir sig ekki hæga.
Þessar aðferðir eru ekki aðeins um-
hugsunarefni fyrir almenna borgara í
Írak, heldur einnig fjölmiðla um allan
heim. Athygli umheimsins veitir
írönskum stjórnvöldum aðhald og
verður vonandi til að þau haldi aftur
af sér. Áhrifin verða meiri þegar
myndir fylgja umfjöllun um ólguna í
Íran.
x x x
Myndir af mannhafi mótmælendaí Teheran í fyrrasumar opnuðu
án efa augu margra fyrir víddum
íransks samfélags. Ef það var ekki
ljóst fyrir þarf nú að hafa í huga þeg-
ar myndir eru birtar í fjölmiðlum að
þær geta verið tæki lögreglu til að
handtaka fólk og ofsækja. Þá getur
myndbirtingin hjálpað til við að
kveða niður þau öfl, sem henni er ætl-
að að styrkja. Líta má á aðgerðir lög-
reglunnar í Íran sem tilraun til að
knýja fram sjálfsritskoðun fjölmiðla
um allan heim. víkverji@mbl.is
Víkverjiskrifar
Krossgáta
Lárétt | 1 rakka, 4
kletts, 7 dáin, 8 hegna, 9
óhróður, 11 skylda, 13
ímyndun, 14 svínakjöt,
15 legubekkur, 17 ótta,
20 hvíldi, 22 bárur, 23
borga, 24 konungborinn
maður, 25 nes.
Lóðrétt | 1 falin, 2 veið-
arfærið, 3 bráðum, 4
húsgagn, 5 skott, 6
stólpi, 10 kýli, 12 skyld-
menni, 13 keyrðu, 15
greind, 16 ól, 18 ekki
djúp, 19 vitri, 20 atlaga,
21 vont.
Lausn síðustu krossgátu
Lárétt: 1 renningur, 8 eyjan, 9 yndis, 10 náð, 11 nýrna,
13 annar, 15 hatts, 18 öflug, 21 tin, 22 fiska, 23 unnur,
24 saklausar.
Lóðrétt: 2 erjur, 3 nunna, 4 neyða, 5 undin, 6 senn, 7 ás-
ar, 12 net, 14 nef, 15 hafs, 16 tuska, 17 stagl, 18 önuðu,
19 lunga, 20 garð.
1
7
11
15
22
24
12
14
3
9
20
10
4
8
21
23
25
13
17
5
18
6
19
2
16
Skák
Helgi Áss Grétarsson | ritstjorn@mbl.is
1. e4 c5 2. Rf3 d6 3. d4 cxd4 4. Rxd4
Rf6 5. Rc3 Rc6 6. Be2 e6 7. 0-0 Be7
8. f4 0-0 9. Be3 a6 10. a4 Dc7 11. Kh1
He8 12. Bf3 Bd7 13. Rb3 b6 14. g4
Bc8 15. g5 Rd7 16. Bg2 Bf8 17. Hf3
g6 18. Hh3 Hb8 19. Dg4 b5 20. axb5
axb5 21. Dh4 h5 22. Bf3 Bg7 23. f5
Rde5
Staðan kom upp á stórmeistaramóti
MP-banka og CCP sem var haldið
fyrir skömmu, m.a. í tilefni af 110 ára
afmælisári Taflfélags Reykjavíkur.
Jóhann Hjartarson (2.585) hafði hvítt
gegn Þresti Þórhallssyni (2.426). 24.
Bxh5! gxh5 25. f6 Rg6 26. Dxh5 Kf8
27. Dh7! og svartur gafst upp enda
yrði hann mát eftir 27. … Bh8 28.
Dxh8+ Rxh8 29. Hxh8#. Jóhann
deildi öðru sæti á mótinu með Helga
Ólafssyni en Jón L. Árnason varð
hlutskarpastur á því.
Hvítur á leik.
Brids
Guðmundur Páll Arnarson | ritstjorn@mbl.is
Upplagt spil.
Norður
♠ÁG94
♥ÁK8
♦10
♣ÁD865
Vestur Austur
♠7 ♠D10832
♥D109532 ♥G76
♦64 ♦875
♣G972 ♣K10
Suður
♠K65
♥4
♦ÁKDG932
♣43
Suður spilar 7♦.
„Ég á þetta allt saman.“ Um leið og
útspilið dettur á borðið leggur suður
upp og segist eiga alla slagina. And-
stæðingarnir horfa nokkra stund á
báðar hendur, en ná ekki að telja nema
upp í tólf slagi. „Keppnisstjóri!“ Hann
reynist vant við látinn, en vestur telur
sig vel heima í lögunum og tekur
stjórnina í sínar hendur: „Þú verður að
toppa alla liti og mátt engu spili svína.“
Makker hans maldar í móinn og segir
þetta alltof strangt skilyrði, en vestur
stendur fastur á sínu: „Lög eru lög.“
Grautfúll tekur sagnhafi hjartaútspilið
með ás, hendir laufi í ♥K, spilar næst
trompunum um hríð, tekur ♠Á og ♠K,
stingur hjarta og klárar trompin. Í
tveggja spila endastöðu á blindur
♣ÁD, en heima á sagnhafi ♠6 og ♣4.
Og austur? Hann horfir drápsaugum á
makker sinn.
(21. mars - 19. apríl)
Hrútur Þú ættir að taka ákvörðun í dag
sem er heilsunni í hag. Nú er komið að því
að leyfa öðrum að annast þig. Þér er
óhætt að tala um þínar innstu tilfinningar.
(20. apríl - 20. maí)
Naut Nýtt samband er áhugavert og
spennandi en mun fyrr en seinna kólna.
Spennandi ferðalag er framundan.
(21. maí - 20. júní)
Tvíburar Segðu það sem þú meinar því
meiningin skín hvort eð er í gegn. Líklega
er þetta einstakt tækifæri, því eitt skipti
er alveg nóg.
(21. júní - 22. júlí)
Krabbi Smámunasemin er alveg að fara
með þig þessa dagana. Fylgstu með hegð-
un annarra, lærðu af henni og reyndu að
gera betur.
(23. júlí - 22. ágúst)
Ljón Það reynir á trúnaðinn og ákveðnina,
þegar taka þarf ákvarðanir í viðkvæmum
málum. Skipuleggðu tíma þinn svo þú
komist yfir verkefnin.
(23. ágúst - 22. sept.)
Meyja Þú gætir fengið góðar fjáröflunar-
hugmundir í dag. Mat þitt er hugsanlega
óraunsætt. Að fjárfesta í öðrum þýðir að
vita hvenær maður á að leyfa fólki að
klára sitt upp á eigin spýtur.
(23. sept. - 22. okt.)
Vog Haltu þétt utan um budduna ef ekki á
illa að fara. Ef hjarta þitt er hreint og þú
hefur velferð allra að leiðarljósi verða
breytingarnar sem framundan eru nánast
sársaukalausar.
(23. okt. - 21. nóv.)
Sporðdreki Varastu öll gylliboð, sem eiga
að færa þér hamingju og auðæfi í einu
vetfangi. Með réttum viðbrögðum kemstu
hjá vandræðum í umferðinni.
(22. nóv. - 21. des.)
Bogmaður Nú virðist allt ganga þér í hag-
inn og er það vel því þú átt viðurkenningu
skilið fyrir dugnað þinn og framtakssemi.
Reynsla þín, álit og tilfinningaþroski
komu þér á þennan stað.
(22. des. - 19. janúar)
Steingeit Einhver verður þér ósammála í
dag og þú tekur það óstinnt upp. Tæki-
færin sem þú færð krefjast visku, ekki
lífsleiða, fágunar, ekki þreytu.
(20. jan. - 18. febr.)
Vatnsberi Þér hefur fundist þú aðþrengd/
ur að undanförnu. Jafnvel þótt þú hafir
rétt fyrir þér er þá öll fyrirhöfnin þess
virði? Er ekki betra að halda friðinn?
(19. feb. - 20. mars)
Fiskar Það kann ekki góðri lukku að stýra
að láta fjármálin reka á reiðanum. Him-
intunglin boða upphaf nýs sambands.
StjörnuspáDemantsbrúðkaup
Lilja Magnúsdóttir og Baldvin
Steindórsson eiga sextíu ára brúð-
kaupsafmæli í dag, 20. janúar. Þau
eru að heiman.
Demantsbrúðkaup
Hjónin Guðrún H. Waage og Sig-
urður S. Waage, fyrrverandi
framkvæmdastjóri Sanitas hf., eiga
sextíu ára brúðkaupsafmæli í dag,
20. janúar.
HANDKNATTLEIKSKAPPINN, framhalds-
skólaneminn og leikskólaleiðbeinandinn Jónatan
Vignisson er tvítugur í dag. Það heyrir þó varla til
tíðinda hjá honum enda lítið afmælisbarn og sök-
um álags eru litlar líkur á að haldið verði upp á
áfangann í bráð. „Ég ætla nú bara að byrja á því
að fara í skólann, eftir hann hefst svo undirbún-
ingur fyrir æfingarleik sem ég tek þátt í og fer
fram um kvöldið,“ segir Jónatan sem leikur í stöðu
skyttu með ÍR og vonast auðvitað eftir sigri.
ÍR leikur í 1. deild og er hörð barátta í jafnri
deild. Þar sem Íslandsmótið er að hefjast á ný og
lið Jónatans á erfiðan leik fyrir höndum á sunnudag gegn Aftur-
eldingu og svo aftur um miðja næstu viku gegn Víkingi er ekki útlit
fyrir að hann fagni áfanganum fyrr en í fyrsta lagi eftir tvær vikur.
Jónatan segist ekki hafa lagst í neina skipulagsvinnu enn sem kom-
ið er og einbeiti sér að öðru, en fyrir utan handboltann nemur hann á
félagsfræðibraut við Menntaskólann í Sund og sinnir starfi sínu á leik-
skólanum Geislabaugi. Þar fyrir utan segist hann sjaldnast gefa af-
mælisdegi sínum gaum og haldi hann upp á afmæli sé frekar um að
ræða óundirbúin teiti.
Jónatan Vignisson nemi er tvítugur
Fagnar vonandi með sigri
Nýbakaðir
foreldrar?
Sendið mynd af
barninu til birtingar í
Morgunblaðinu
Frá forsíðu mbl.is er einfalt
að senda mynd af barninu
með upplýsingum um
fæðingarstað, stund, þyngd,
lengd, ásamt nöfnum
foreldra. Einnig má senda
tölvupóst á barn@mbl.is
Frú Sólveig
Sigríður Ósk-
arsdóttir, hjúkr-
unar- og for-
stöðukona,
Arnarhóli Sand-
gerði, er áttræð í
dag, 20. janúar.
Hún ætlar að
eyða deginum
með fjölskyldu sinni í Flórída.
80 ára