Morgunblaðið - 20.01.2010, Side 31

Morgunblaðið - 20.01.2010, Side 31
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 20. JANÚAR 2010 SÖNGKONAN Madonna, sem er 51 árs að aldri, þráir að eignast fleiri börn og ætlar að reyna að koma unnustanum, Jesus Luz, á þá skoð- un að þau eigi að fjölga börnum heimsins. Vinur Madonnu segir í samtali við The Sun að Madonna geri sér grein fyrir því að það geti orðið erfitt að verða þunguð á hefð- bundinn hátt en hún sé í gríðarlega góðu formi og reiðubúin til þess að taka áhættuna. Madonna á fyrir fjögur börn; Lourdes, 13 ára, Rocco, níu ára, og David og Mercy, sem eru bæði fjög- urra ára. Jesus Luz, 22 ára, er sagður taka vel í þá hugmynd að eignast barn með unnustu sinni. Hann er sam- kvæmt heimildum yfir sig ástfang- inn af Madonnu og þykir afar vænt um börn hennar. Hann á að þrá að eignast börn sjálfur og á að hafa sagt við Madonnu að hann vilji eignast börn með henni. Reuters Glæsileg Madonna er falleg. Madonna þráir fleiri börn Ég fæ ekki fullþakkað fyrirkvikmyndahátíðir hér álandi, stórar sem smáar. Að vera boðið upp á úrval mynda sem koma annars staðar frá en úr svo- kallaðri Hollywoodmaskínu (sem sumar eru auðvitað líka góðar) vekur ekki ósvipaðar kenndir og í æsku þegar maður komst í namm- iskál (sem var afar sjaldan á mínu bernskuheimili). Þessa dagana er frönsk kvik- myndahátíð í Háskólabíói og þar er margt nammið til að gæða sér á. Til dæmis má þar finna gullmola sem segir frá honum Nikulási litla sem fyllist ógnarskelfingu þegar hann heldur að von sé á litlum bróður. Hann grípur til ýmissa ráða og það er skemmst frá því að segja að ég og afkvæmi mín (20 ára og 11 ára), sem og salurinn allur, veltumst um af hlátri. Við þrjú vorum sammála um það þegar út var komið að þetta væri frábær mynd.    Eftir á fór ég að velta fyrir mérhvað það væri sem gerði þessa mynd svona góða. Það er ekki bara að húmorinn í henni sé dásamlegur og hugmyndaflugið í handritinu eins og best verður á kosið, heldur er svo margt annað sem kemur til. Myndatakan og sjónarhornið er mjög oft úthugsað og frumlegt og kemur verkinu til skila á annan hátt en annars hefði verið. En fyrst og fremst gerir það upplifun áhorf- andans að veislu. Sviðsetning, litir, klæði og leik- munir, allt á það líka þátt í að gera þessa mynd að bragðgóðum nammimola. Leikararnir eru einnig óborgan- lega góðir. Strákarnir, allir sem einn, eru sem skapaðir í hlutverk sín. Sjálfsagt fer þar saman góð leikstjórn og meðfæddir hæfileikar piltanna, í það minnsta er unun að fylgjast með þessum snillingum á tjaldinu. Það er eins og þeir hafi ekkert fyrir þessu, þeir skila sínu alger- lega tilgerðarlaust. Fullorðnir leikarar myndarinnar skila sínu líka einstaklega vel en það sem er meðal annars svo hress- andi við þessa mynd er að útlit leik- aranna er venjulegt, bæði barnanna og þeirra eldri (sumir kannski fremur kómískir í útliti en það gerir þetta bara enn betra, þeir passa fullkomlega í hlutverkin).    Kvikmyndir með leikurum semeru eins og steyptir í mót, með ofurhvíttaðar tennur, sílikon- barm eða bótoxvarir, eru alltaf mun minna sannfærandi en þær sem skarta leikurum með venjulegt útlit. Það er auðveldara fyrir Jón Jónsson að samsama sig við venju- legt fólk, fólk sem er mátulega ófullkomið eins og við öll hin sem fylgjumst með úti í sal. Það er sárt til þess að hugsa hversu lítið brot af öllum þeim úr- valsmyndum sem búnar eru til í öðrum löndum en Bandaríkjunum rata í kvikmyndahúsin hér á Ís- landi. Meira af kvikmyndahátíðum takk. Meira af myndum sem lyfta okk- ur upp, auðga andann og örva fleiri en eina stöð í heilanum. Okkur veitir ekki af, kreppu- kraminni þjóð. khk@mbl.is Frábærir franskir strákar » Það er auðveldarafyrir Jón Jónsson að samsama sig við venju- legt fólk, fólk sem er mátulega ófullkomið eins og við öll hin sem fylgjumst með úti í sal. AF KVIKMYNDUM Kristín Heiða Kristinsdóttir Litrík Nikulás ásamt foreldrum sínum. Dásamleg fjölskylda. Alvin og Íkornarnir kl. 3:40 - 5:50 LEYFÐ Avatar 3D kl. 4:40 - 7 - 8 - 10:20 B.i.10 ára Did you hear about the Morgans kl. 4:40 - 8 - 10:20 B.i. 7 ára Avatar 2D kl. 4:40 - 8 Lúxus Mamma Gógó kl. 4 - 6 - 8 - 10 LEYFÐ SÝND Í SMÁRABÍÓI, HÁSKÓLABÍÓI OG BORGARBÍÓI Missið ekki af þessari byltingarkenndu stórmynd frá James Cameron leikstjóra Titanic. VINSÆLASTA MYNDIN Á ÍSLANDI Í DAG SÝND Í SMÁRABÍÓI, HÁSKÓLABÍÓI OG BORGARBÍÓI HHHHH -H.K., Bylgjan HHHHH -H.S., MBL YFIR 90.000 MANNS ÍSLENSKT TAL Sýnd kl. 6 Sýnd kl. 6 og 9 (POWERSÝNING) Sýnd kl. 6, 8 og 10 Sýnd kl. 8 og 10:10 POWE RSÝN ING Á STÆ RSTA DIGIT AL TJALD I LAN DSINS KL. 9 HHH „Myndin er mann- leg og fyndin“ -S.V., MBL Þú færð 5% endurgreitt í Smárabíó 2 GOLDEN GLOBEVERÐLAUNBESTA MYNDBESTI LEIKSTJÓRI HHHH+-Ó.H.T., Rás 2HHHHH-V.J.V., FBLHHHHH-T.V., Kvikmyndir.is HHHH-Á.J., DV YFIR 90.000 MANNS HHHH - Hilmar Karlsson, Frjáls verslun HHHHH -Hulda G. Geirsdóttir, Poppland/Rás 2 HHHH - Hjördís Stefánsdóttir, Morgunblaðið HHHH - Dr. Gunni, Fréttablaðið H nd!” ri 50 kr. afsláttur ef þú kaupir bíómiðann á -bara lúxus Sími 553 2075 Þú færð 5 % endurgreitt í Laugarásbíó ef þú greiðir með kreditkorti tengdu Aukakrónumwww.laugarasbio.isKreditkorti tengdu Aukakrónum!

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.