Morgunblaðið - 20.01.2010, Síða 36

Morgunblaðið - 20.01.2010, Síða 36
MIÐVIKUDAGUR 20. JANÚAR 20. DAGUR ÁRSINS 2010 »VEÐUR mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 350 ÁSKRIFT 3890 HELGARÁSKRIFT 2400 PDF Á MBL.IS 2200 SPARIÐ MEIRA EN HELMING MEÐ ÁSKRIFT Morgunblaðið bíður eftir þér þegar þú vaknar á morgnana FÓLK Í FRÉTTUM»                       ! " #  $    $  ! %& '!&  !  ( )*+ *,+-,. )*)-+* */-,0 *)-10) )0-.20 )*)-*. )-30.1 )1.-*/ )01-)+  456  4 )1" 7 8 5 *,), )*+-3 *,+-+. )*)-22 */-)/ **-,3. )0-031 )*)-. )-32,1 )1.-2* )01-.+ *3/-)// %  9: )*+-. *,.-,. )**-*/ */-*) **-),) )0-01) )*)-1/ )-32/1 )10-/ )2,-)+ Heitast 10°C | Kaldast 4°C  Suðaustan 8-15 m/s en hvessir heldur í kvöld. Rigning vestan til og talsverð rigning suðaustanlands. »10 Kristín Heiða Krist- insdóttir fær ekki fullþakkað fyrir kvikmyndahátíðir hér á landi, stórar sem smáar. »31 AF LISTUM » Hallelúja og húrrahróp FÓLK» Eru ekki saman en sáust kela á stórhátíð. »35 Leikarar í sýning- unni Tilbrigði við stef gefa allir vinnu sína. Frumsýning verður í Iðnó á sunnudaginn. »27 LEIKLIST» Óeigingjarnt starf leikara TÓNLIST» Lily Allen fékk þrjár Brit-tilnefningar. »29 TÓNLIST» Góður hljómburður í Fríkirkjunni. »28 Menning VEÐUR» 1. Andlát: Guðmundur Lárusson 2. Karlmaður lést í vinnuslysi 3. Sneri á keppinautinn 4. Jafntefli gegn Serbum  Íslenska krónan hélst óbreytt »MEST LESIÐ Á mbl.is  Bækurnar um litla og stóra skrímslið, eftir Áslaugu Jóns- dóttur, Rakel Hemsdal og Kalle Güett- lerum, koma brátt út í Finnlandi, Frakklandi og á Spáni en spænska útgáfan kemur líka út í S-Ameríku og Bandaríkj- unum. Fimm bækur hafa komið út um skrímslin á Íslandi, í Svíþjóð, Færeyjum og Danmörku. Fyrsta bókin, Nei! sagði litla skrímslið, hlaut Dimmalimm - Íslensku mynd- skreytiverðlaunin. BÓKMENNTIR Litla og stóra skrímslið gleðja börn víða um heim  Enginn faglegur ágreiningur um dagskrárstjórn er sagður liggja að baki uppsögn Þórhalls Gunn- arssonar, dag- skrárstjóra inn- lendrar þáttagerðar Sjónvarpsins. Í bréfi sem Þórhallur sendi til sam- starfsmanna segir að hann hafi ákveðið að láta af störfum af per- sónulegum ástæðum. Þórhallur hef- ur einnig ritstýrt Kastljósi Sjón- varpsins um árabil og mun Sigmar Guðmundsson taka við því starfi til að byrja með. SJÓNVARP Þórhallur Gunnarsson segir upp störfum á RÚV  Útvarpsþáttur- inn Party Zone, dansþáttur þjóð- arinnar, mun ljúka göngu sinni á Rás 2 laugardaginn 30. janúar nk. eftir tuttugu ár í loftinu. „Það eru einhverjar breytingar í gangi á Rás 2 núna, þeir eru eitthvað að reyna að hysja upp hlustunina, hafa einhverjar áhyggjur af sam- keppninni við Bylgjuna líklega, ég veit ekki af hverju við lentum allt í einu í skotlínunni,“ segir Helgi Már Bjarnason, annar þáttarstjórnenda Party Zone. | 32 TÓNLIST Party Zone hættir á laugar- dagskvöldum á Rás 2 Morgunblaðið/RAX Útnefning Tómas Guðmundsson situr á bekknum og Halla Gunnarsdóttir brosir breitt með blómvönd í fanginu. Eftir Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is TILLAGA Höllu Gunnarsdóttur myndlistarmanns varð fyrir valinu í samkeppni borgarinnar um styttu af Tómasi Guðmundssyni skáldi og verður verkið sett upp við Reykja- víkurtjörn í vor. Dómnefnd greindi frá niður- stöðum sínum í gær. Halla Gunnars- dóttir lagði til að Reykjavíkur- skáldið sæti á bekk við suðurenda Reykjavíkurtjarnar, og horfði yfir Kvosina. Hún sagði að eftir að hafa kynnt sér Tómas, lesið ljóð hans og viðtöl við hann auk þess að hafa tal- að við góðan vin hans, hefði sér fund- ist við hæfi að hann horfði á yrkis- efni sín eins og Menntaskólann í Reykjavík og Fríkirkjuna, sem hann unni mjög. „Hann hugsaði mikið til MR-áranna,“ sagði hún. Halla segir að eftir að hún hafi komist að niðurstöðu um staðsetn- inguna við göngustíginn hafi hún ákveðið að láta styttuna sitja á bekk og þannig verði Tómas hluti mann- lífsins. Það hefði hann líka örugg- lega viljað sjálfur. Skemmtilega útfært verk Haustið 2008 samþykkti borgar- stjórn tillögu Kjartans Magnús- sonar um að gerð yrði myndastytta af Tómasi og henni komið fyrir á áberandi stað í borginni. Menning- ar- og ferðamálaráð ákvað síðan að halda lokaða samkeppni með forvali og var auglýst eftir tillögum í júní í fyrra. Þriggja manna forvalsnefnd valdi þrjá myndlistarmenn úr inn- sendum umsóknum til þess að vinna tillögur og skiluðu þeir tillögum sín- um í október sem leið. Í umsögn dómnefndar segir að verðlaunaverkið sé „skemmtilega útfært með skýra vísun til Reykja- víkur sem felst meðal annars í borg- arbekknum sem styttan er látin sitja á. Mótun styttunnar er fíngerð og nákvæm og lýsir Tómasi vel sem hinu unga glæsimenni sem hann var á þeim tíma sem Fagra veröld kom út, léttklæddur eins og að vori. Tóm- as situr afslappaður en íhugull á Reykjavíkurbekknum og býður gestum að koma og setjast hjá sér, beina sjónum að Kvosinni og þar með sögu Reykjavíkur.“ Halla lauk MBA-námi í París í fyrrasumar og er nýflutt til Íslands eftir að hafa búið erlendis í 15 ár. Tómas hluti mannlífsins Reykjavíkurskáld- ið á bekk við Tjörnina í vor ÍSLENSK börn verða nú ekki þau einu sem fá að njóta leikgleði stalln- anna Skoppu og Skrítlu, því þær hyggja nú á útrás vestur um haf. „Það er eins og hver annar happ- drættisvinningur að þetta fólk hafi áhuga á að vinna með manni, því það fær fjölda tilboða í hverri viku,“ segir Hrefna Hallgríms- dóttir, sem ásamt Lindu Ásgeirs- dóttur er höfundur tvíeykisins. Frumkynning á markaðssetningu Skoppu og Skrítlu hefur fengið mjög jákvæð viðbrögð í Bandaríkj- unum. Þær hafa nú ráðið til sín fyrrverandi forstjóra Warner Brothers sem listrænan stjórnanda úti og fjárfestar eru þegar komnir inn í verkefnið. Settur hefur verið saman hópur sérfræðinga í Los Angeles til að annast þróun á alþjóðaútgáfu byggðri á íslenskum ævintýrum þeirra Skoppu og Skrítlu, en nýtt leikrit um þær verður frumsýnt í Borgarleikhúsinu í febrúar. Morgunblaðið/ÞÖK Skemmtilegar Skoppa og Skrítla eiga sér stóran aðdáendahóp. Skoppa og Skrítla stefna á Bandaríkjamarkað „ÉG er gítarnörd. Algjör. Og mig langaði til að setja fram rödd þessa hljóðfæris með afgerandi hætti,“ segir Björn Thoroddsen gítarleikari. Hann stendur fyrir Gítarveislu Bjössa Thor í Salnum í Kópavogi um næstu helgi þar sem fjöldinn allur af gítarleikurum kemur fram. „Þetta eru allt gítarleikarar sem hafa haft áhrif á mig á einn eða ann- an hátt, bæði þeir sem eru eldri en ég og þeir sem eru yngri,“ segir Björn. | 30 Algjör gítarnörd Hver var Tómas Guðmundsson? Tómas Guðmundsson (1901-1983) hefur oft verið kallaður Reykjavíkur- skáldið enda einna fyrstur til þess að yrkja af aðdáun og áhuga um líf- ið í Reykjavík. Er til stytta af skáldinu? Reykjavíkurborg fékk Sigurjón Ólafsson til þess að gera brjóst- mynd á stalli af skáldinu 1974 og var henni komið fyrir í Austurstræti við Reykjavíkurapótek. Vegna fram- kvæmda var hún tekin niður á tí- unda áratugnum og sett í geymslu. Þegar aðalsafn Borgarbókasafnsins var flutt í Tryggvagötu árið 2000 var brjóstmyndinni komið fyrir í anddyrinu á svokölluðu Reykjavíkur- torgi framan við glerlistaverk eftir Leif Breiðfjörð sem heitir Fagra veröld, til heiðurs samnefndri bók Tómasar. S&S

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.