Morgunblaðið - 22.01.2010, Side 4

Morgunblaðið - 22.01.2010, Side 4
4 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. JANÚAR 2010 25-60% © IL V A Ís la n d 20 10 einfaldlega betri kostur laugardaga 10-18 sunnudaga 12-18 mánudaga - föstudaga 11-19 s: 522 4500 www.ILVA.is NALÚT AS ER Í FULLUM GANGI AF VÖLDUM VÖRUM YFIR 1000 VÖRUNÚMER Á LÆKKUÐU VERÐI Eftir Kristján Jónsson kjon@mbl.is ÆTLUNIN er að samþykkja á hlut- hafafundi fjárfestingafélagsins Atorku í dag að afskrifa allt hlutafé félagsins, sem í október fór fram á nauðasamninga vegna erfiðrar stöðu. Stærsti hluthafi og stjórnar- formaður félagsins er Þorsteinn Vil- helmsson, sem áður var kenndur við útgerðarfyrirtækið Samherja. Tveir stærstu eignarhlutar Atorku voru í plastframleiðslufyrirtækinu Pro- mens og orkufyrirtækinu Geysi Green Energy. Gert er ráð fyrir því að sögn Bene- dikts Olgeirssonar, sem var forstjóri Atorku fram að síðustu áramótum og hefur síðan veitt stjórninni ráðgjöf vegna nauðasamninganna, að minnst 40% fáist upp í kröfur. Það telur hann þó afar varlegt mat, segir að fé- lagið eigi ýmsar góðar eignir, ekki síst erlendis í fyrirtækjum í ágætum rekstri. Meðal stærstu kröfuhafa Atorku eru NBI, Íslandsbanki og ýmsir lífeyrissjóðir. Hluthafar eru um 4.000. Kröfuhaf- ar munu eignast félagið í samræmi við kröfur sínar, síðan skrá þeir sig fyrir nýju hlutafé. Þeir samþykktu nauðasamninga í desember. „Undirliggjandi eignir eru miklar og hafa ekki brunnið niður í eins stafs tölu eins og gerst hefur víða,“ segir Benedikt. „En efnahagsreikn- ingurinn þoldi ekki þetta þrefalda fall, það þolir enginn heimskreppu, bankahrun og krónuhrun.“ Hluthafar Atorku tapa öllu STAÐREYNDIR »Atorka átti 41% eignarhlutí Geysi Green Energy og tóku kröfuhafarnir þegar sæti í stjórn GGE eftir að fallist var á nauðasamningana. »Um 95% kröfuhafa sam-þykktu á endanum nauða- samningana í desember. »Tap á rekstri Atorku var45 milljónir króna árið 2006 og 207 milljónir árið 2007.  Hlutafé afskrifað  Kröfuhafar munu taka félagið yfir á hluthafafundi í dag og skrá fyrir nýju hlutafé  Gert er ráð fyrir að minnst 40% fáist upp í skuldirnar Morgunblaðið/Kristinn Atorka Hluthafar tapa öllu. MIKIÐ rót var á sjónum í Reykjavíkurhöfn í gær, ljósin vörpuðu dramatískri birtu á öldurnar í hviðunum en smábátarnir létu sér fátt um finnast enda ýmsu vanir á norðurslóðum. Vafalaust hafa margir eigendurnir samt til vonar og vara farið niður á höfn til að huga að því hvort bátarnir væru ekki örugglega vel bundnir. Morgunblaðið/Golli Kári ygglir brún og lemur sjóinn við Reykjavík Særót í smábátahöfninni KRÖFUR í þrotabú Björg- ólfs Guðmunds- sonar nema um 101 milljarði króna, en frestur til að skila kröf- um rann út 4. janúar sl. Þetta eru heldur meiri skuldir en komu fram þegar búið var lýst gjaldþrota 4. maí á síðasta ári, en þá voru skuldirnar taldar 96 milljarðar. Þessi mismunur skýrist af nýrri kröfu sem Landsbankinn gerði í búið. Skiptastjóri á eftir að taka afstöðu til krafna í búið. Sveinn Sveinsson, skiptastjóri þrotabúsins, segir að ekkert liggi enn fyrir um hversu miklar eignir séu í búinu. Eitt af þeim félögum sem Björgólfur átti er Bell Global Investments sem er skráð á Kýpur, en vonast er eftir að í því félagi séu eignir. Félagið er bókhaldsskylt fé- lag og hefur Björgólfur ávallt gert grein fyrir því hjá skattayfir- völdum á Íslandi. egol@mbl.is Kröfur í þrotabú Björgólfs nema 101 milljarði króna Björgólfur Guðmundsson MIKILL viðbúnaður var af hálfu Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins í gærkvöldi eftir að tilkynning barst um að eldur væri laus í húsi í Selja- hverfi í Breiðholti. Eldurinn reynd- ist vera í potti og var íbúi búinn að slökkva eldinn þegar slökkviliðs- menn komu á staðinn. Liðsmenn allra stöðva voru ræstir út til að byrja með en dregið var úr viðbún- aði þegar í ljós kom að búið var að slökkva eldinn. Slökkviliðsmenn frá einni stöð fóru á staðinn til að reykræsta. Töluverður reykur myndaðist og nokkurt tjón varð vegna þess. Eng- an íbúa sakaði hins vegar. Eldur út frá potti MANNANAFNANEFND hafnaði því, að taka karlmannsnafnið Háv- arr á mannanafnaskrá á þeirri for- sendu að það uppfyllti ekki skilyrði laga um mannanöfn. Í greinargerð nefndarinnar segir m.a. að eiginnafnið Hávar sé á mannanafnaskrá. Nafnið komi fyrir í fornum heimildum með rithætt- inum Hávarr en þá hafi verið gerður sá greinarmunur að nefnifall endaði á -rr en þolfallið og önnur föll í orð- um af þessu tagi höfðu aðeins eitt r. Þessi hljóðlega aðgreining sé löngu horfin úr íslensku máli og nútíma- stafsetning endurspegli hana ekki. Karlmannsnafninu Hávarr hafnað „VIÐ reiknum með því að lenda í Keflavík um eittleytið,“ sagði Hlyn- ur Sigurðsson, fréttastjóri Mbl sjón- varps, síðdegis í gær er hann og ljós- myndari Morgunblaðsins ásamt íslensku rústabjörgunarsveitinni voru að stíga um borð í flugvélina á Bahamaeyjum. „Stemningin í hópn- um er betri en ég átti von á. Eftir það sem þeir hafa séð átti ég von á að mjög þungt væri í þeim hljóðið. En svo er ekki, enda eru þetta náttúr- lega vanir menn,“ bætti hann við. Björgunarmennirnir, sem hafa verið á Haítí síðan á miðvikudaginn í síðustu viku, flugu frá Haítí til Ba- hamaeyja enda þurfti vélin að taka þar bensín. Einn björgunarmannanna sem Hlynur ræddi við í ferðinni segir þetta erfiðustu björgunarferð sína til þessa, en björgunarmaðurinn hefur tvisvar áður farið utan í leiðangur í kjölfar náttúruhamfara. Fegnir að fá samlokur „Þeir voru afar fegnir því að fá samloku í flugvélinni á leiðinni frá Haítí,“ sagði Hlynur en björgunar- mennirnir hafa undanfarna daga verið á fæði sem er sérstaklega útbú- ið með það í huga að það taki sem minnst pláss. „Þeir nutu gærkvölds- ins einnig vel þar sem farið var á steikarhlaðborð á hótelinu.“ Erfið ferð á enda Björgunarsveitin var væntanleg heim í nótt Morgunblaðið/Árni Sæberg Heimleið Íslensku björgunarsveitarmennirnir skoða Morgunblaðið á flug- vellinum á Bahamaeyjum í gær, á leið til Íslands eftir strembna ferð. TALSVERT var um óveðursútköll hjá björgunarsveitum á sunnan- og vestanverðu landinu í gær vegna óveðursins sem gekk yfir landið. Í Keflavík var tilkynnt um að þakið væri að fjúka af Officeraklúbbnum á vallarsvæðinu, vinnuskúr fauk og bátur slitnaði frá bryggju. Í Skeiða- og Gnúpverjahreppi var björgunar- sveitin Sigurgeir kölluð út þegar hlaða fauk. Björgunarsveitin Þorbjörn í Grindavík var kölluð út vegna foks í bænum, einnig sveitirnar í Vest- mannaeyjum, Hafnarfirði, á Hellu og Patreksfirði. Gert var ráð fyrir að veðrið myndi ganga niður þegar liði á kvöldið og nóttina. Undir Eyjafjöll- um fór vindur í 50 metra á sekúndu í hviðum. Afar slæmt veður var um hríð í Eyjum, vindur um 33 m/s og mikil rigning. Sinnti björgunarfélag- ið nokkrum aðstoðarbeiðnum. Raf- magnslaust var um hríð í Höfnum á Suðurnesjum eftir að tveir staurar í háspennulínu skemmdust í rokinu. Veðurstofa Íslands spáir að suð- lægar áttir verði ríkjandi næstu daga og að það verði vætusamt en þó úrkomulítið norðanlands. Veður fer kólnandi frá þriðjudegi. kjon@mbl.is Rokið upp í 50 m/s í hviðum Talsvert um útköll

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.