Morgunblaðið - 22.01.2010, Síða 11
Fréttir 11INNLENT
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. JANÚAR 2010
Tilb kr 379.000
DUX CLASSIC
2 DUX Classic 90x200cm/Xtandard
yfirdýna 180x200cm og fætur
DUX VISTA CLASSIK PAKKI
2 DUX Classic 90x200cm/Xtandard
yfirdýna 180x200cm/23cm fætur/
Vista höfuðgafl og Mathilda rykfaldur.
Tilb kr 479.000
Ármúla 10 | sími: 5689950 | www.duxiana.com
C
GUNNSTEINN Sigurðsson, bæj-
arstjóri í Kópavogi, og Gunnar Geir
Gunnarsson, framkvæmdastjóri
umferðaröryggissviðs Umferð-
arstofu, hafa undirritað samstarfs-
samning um öryggisáætlun fyrir
Kópavogsbæ.
Með samningnum hafa bæjar-
félagið og Umferðarstofa tekið
höndum saman um gerð áætlunar
sem leiða á til aukins öryggis í um-
ferðinni í bænum. Með því að virkja
ýmsa hagsmunaaðila til þátttöku
verður stefnt að fækkun óhappa og
slysa í umferðinni. Umferðarstofa
annast fræðslu meðal starfsmanna
Kópavogsbæjar og aðstoðar við
gerð áætlunarinnar.
Undirritun Gunnar og Gunnsteinn.
Öryggi í Kópavogi
AÐALSTJÓRN Öryrkjabandalags
Íslands mótmælir þeim skerðingum
sem felast í því að aftengja lög er
tryggja hækkun lífeyris miðað við
vísitölu en halda verðtryggingu
lána, sem hefur hækkað húsnæðis-
kostnaðinn upp úr öllu valdi.
Þá er mótmælt breytingu á lög-
um sem gera Úrskurðarnefnd al-
mannatrygginga kleift að beita að-
fararhæfi gegn þeim er Trygginga-
stofnun ríkisins telur sig hafa
ofgreitt.
Loks er mótmælt þeirri áráttu
stjórnvalda að byrja ávallt á lífeyr-
isþegum þegar þarf að draga sam-
an seglin.
Öryrkjabandalagið
á móti skerðingu
HÚMANISTAR á Haítí hafa opnað
söfnunarsímann 901 5015. Húm-
anistar hafa verið með öflugt starf
á Haítí sl. 15 ár. M.a. verið með 200
skóla fyrir börn, kröftuga lestrar-
kennslu fyrir fullorðna o.fl.
Framundan er mikið verk, fyrst í
stað að hjálpa þeim eftirlifandi með
brýnustu nauðsynjar. Síðan þarf að
hefjast handa á nýjan leik við upp-
byggingu. „Vel er að mörg samtök
hafa brugðist við, því hér þurfa
margar hendur að koma að verki.
Húmanistar leggja áherslu á að
það fé sem safnast í gegnum þá fer
nú sem endranær í verkefnin sjálf,
því hjá húmanistum er engin yfir-
bygging. Allt fé fer beint til fólksins
á Haítí,“ segir í tilkynningu.
Söfnun fyrir Haítí
Í ÁR bárust alls
295 viðskipta-
hugmyndir í
frumkvöðla-
keppni Innovit,
Gulleggið 2010,
og hafa aldrei
verið jafnmargar
hugmyndir send-
ar inn. Hug-
myndasmiðir munu fá aðstoð frá
sérfræðingum Innovit og samstarfs-
aðilum þess til að byggja upp full-
mótaða viðskiptaáætlun. Þá munu
tíu efstu viðskiptaáætlanirnar kom-
ast áfram í lokahóf keppninnar hinn
10. apríl og keppa um Gulleggið.
Heildarverðlaun í ár eru metin á
meira en þrjár milljónir króna. Þá
munu ýmis fyrirtæki bjóða upp á
sérverðlaun til þátttakenda.
295 viðskiptahug-
myndir bárust
STUTT
FÉLAG kvenna í atvinnurekstri
(FKA) afhenti sínar árlegu við-
urkenningar við hátíðlega athöfn í
Perlunni í gær.
FKA-viðurkenninguna hlaut Vil-
borg Einarsdóttir, framkvæmda-
stjóri Mentors. Hvatningarvið-
urkenningu FKA hlaut Marín
Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri
Practical. Þakkarviðurkenningu
FKA hlaut Bára Magnúsdóttir,
framkvæmdastjóri Jazzballettskóla
Báru. Loks hlaut fyrirtækið Stigi
gæfusporið 2010 fyrir að hafa skar-
að fram úr við að virkja kraft
kvenna innan sinna raða.
Morgunblaðið/Heiddi
Fengu viðurkenningar FKA Viðurkenningarnar voru afhendar í ellefta sinn í gær í Perlunni.
Vaskar konur
verðlaunaðar