Morgunblaðið - 22.01.2010, Qupperneq 17
Daglegt líf 17
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. JANÚAR 2010
Reuters
Götufólk Sýning Vivienne
Westwood var innblásin af
klæðaburði götufólks.
„Glamúr“ umrennings
í tískuheiminum
TÖTRALEGUR maður ýtir á undan sér inn-
kaupakerru. Annar skríður út úr pappakassa og
rúllar saman svefnpoka. Heimilislausir vesalingar
fastir í fátæktargildru? Nei, þetta eru karlmódel í
nýjustu hátískusýningu Vivienne Westwood, sem
sýnd var í Mílanó á sunnudaginn.
Þessari nýju vetrarlínu Westwood var fagnað
með standandi lófataki en hún hefur þó líka vakið
hneykslan. Þetta er samt ekki í fyrsta skipti sem
„stíll“ heimilislausra er gerður að glamúr í hönd-
um tískumógúla.
Christian Lacroix lét t.a.m. hafa eftir sér í
Vogue fyrir um áratug að þótt það væri „hræðilegt
að segja það, þá má oft sjá mest spennandi klæðn-
aðinn á fátækasta fólkinu“.
Tötrar heimilislausra voru líka hönnuðinum John
Galliano innblástur í vorlínunni sem
hann hannaði fyrir Dior árið 2000.
Aðrir kannast svo kannski við heim-
ilislausu tískuna úr grínmyndinni Zo-
olander, þar sem tískumógúllinn Mu-
gatu réð Derek Zoolander sem
módel í sýningu sem var inn-
blásin af „heimilislausum, um-
renningum og krakkhórum“.
Zoolander var skrumskæld
háðshádeila á tískuheiminn
en kannski var hún ekki
svo ýkt eftir allt sam-
an …
Í tötrum Heim-
ilislausir oft í
mest spennandi
fatnaðinum?
Klassíkin er ekki allra
Það sem síðar verður sígilt fær ekki alltaf góðar viðtökur í fyrstu. Hér má sjá
nokkur dæmi um klassísk bókmenntaverk sem fengu hörmulega umsögn
sumra gagnrýnenda.
Draumur á Jónsmessunótt –
frumsýnt árið 1662 í London
„Þetta er það allra heimsku-
legasta og fáránlegasta leikrit
sem ég hef nokkurn tíma á ævi
minni séð.“
– Úr dagbókum Samuels Pe-
pys
Ferðir Gúllívers eftir Jonathan
Swift 1726
„Þessi skrif bera vitni um
sýktan huga og sundurtætt
hjarta.“
– John Dunlop úr „The Hi-
story of Fiction“
Madame Bovary eftir Gustave
Flaubert 1857
„Herra Flaubert er enginn rit-
höfundur.“
– Le Figaro
Anna Karenína eftir Leo
Tolstoj 1877
„Væmið kjaftæði.“
– The Odessa Courier
Hinn mikli Gatsby eftir F.
Scott Fitzgerald 1925
„Það sem aldrei hefur verið
með lífsmarki mun ekki svo auð-
veldlega haldast lengi á lífi. Þessi
bók mun ekki endast lengur en
þetta misseri.“
– New York Herald Tribune
Catch-22 eftir Josep Heller
1961
„Heller veltir sér upp úr eigin
fyndni … og hagar sér á álíka
trúðslegan hátt og börn grípa til
þegar þau finna að þau eru að
missa athygli þína.“
– New Yorker
Listhúsinu Laugardal, 581 2233 • Baldursnesi 6, Akureyri, 461 1150
Fyrst og fremst í heilsudýnum
3 mán.
vaxtalausar greiðslur Opið virkadaga frá 10.00-18.00 lau 12.00-16.00
ÚTSALA 20-50% afslátturaf völdum vörum
TÍU
ÞÚSUND
KRÓNUR
PENINGABAN
KI
ÍSLANDS
SAMKVÆMT S
VEFN & HEILS
U
JANÚAR 2005
E20052006
E20052006
Matthías Ásgei
rsson
TTT 10.000 kr. vöruúttekt
fylgir hverju heilsurúmi
Á morgun fer fram
handboltaleikur á
milli Íslands og
Danmerkur og
liggur spennan í
loftinu eins og eðli-
legt er þegar silf-
urdrengirnir
okkar stíga
fram á sjón-
arsviðið, skjóta
fast fram, verja af miklum dug og vinna oftar en
ekki. Síðar um kvöldið mun fara fram annar hand-
boltaleikur en leikvöllurinn verður með öðru sniði
og spannar í raun allan miðbæ Reykja-
víkurborgar. Því að vera á markaðnum
er jú dálítið eins og að spila handbolta,
sífellt þarf að vera í vörn og sókn (það
er jú öllu flóknara en hjá hand-
boltamönnunum), stundum geigar skotið
en stundum hittir það beint í mark eða
þetta bara endar í jafntefli með svo sem
ágætis leik en engum frekari áhuga á að spila
meira. Í íþróttum er drengskapur við lýði,
þetta á líka við um stelpur því María var jú
drengur góður, og frá drengskapnum skal ekki
víkja. Stór hluti drengskaparins er kurteisi, en á
leikvelli öldurhúsanna virðist hún því miður oft
skilin eftir heima. Þá er hér komið að kjarna málsins sem
er einmitt sá að sjá til þess að kurteisin fari örugglega
með ofan í vasann ásamt lyklunum, símanum, pen-
ingnum og smokknum (íþróttamenn forðast meiðsli í
lengstu lög). Kurteisi kostar ekkert og þú verður mun
álitlegri í augum dömunnar ef þú ryðst ekki fram fyrir
hana á barnum, skutlast fram fyrir hana í fataheng-
inu eða gloprar einhverju ókurteislegu út úr þér
við hana. Sem dæmi um það sem þú færð ekki
plús í kladdann fyrir að segja gæti verið að
hlaupa á eftir stelpum og segja; viljið þið koma í
partí?, stansa síðan fyrir framan þær og segja;
æ nei, þið eruð miklu fallegri að aftan en fram-
an. Eða að segja; viltu koma með mér heim?
og þegar svarið er nei, að spyrja þá; ertu
lesbía? Taki þetta til sín þeir sem eiga
en fagleg og drengileg taktík virkar
oftast mun betur. Þangað til þið náið
að fínpússa hana getum við döm-
urnar í það minnsta hlegið dátt að
vitleysunni í ykkur og skemmt heilu
saumaklúbbunum með sögum af
gullkornum sem rignt hefur yfir
okkur. Svo mætum við galvaskar á
völlinn í næsta leik, enda skiptir jú
ekki öllu máli að vinna heldur bara að
vera með.
María Ólafsdóttir | maria@mbl.is
HeimurMaríu
’Þú verður munálitlegri í augum
dömunnar ef þú
gloprar ekki ein-
hverju ókurteislegu
út úr þér við hana.