Morgunblaðið - 09.02.2010, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 09.02.2010, Qupperneq 4
4 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. FEBRÚAR 2010 Hvað borga foreldrar? Samkvæmt viðmiðunarskrá Akureyrarbæjar kostar vistun hjá dagforeldrum um 80 þúsund krónur á mánuði. Þar af er niðurgreiðsla bæj- arins 41 þúsund krónur, og hefst niðurgreiðsla nú er barn er eins árs. Hversu mikið sparast? Kostnaður bæjarins vegna niðurgreiðslna dag- gæslugjalda jókst mikið þegar reglum var breytt árið 2006 á þann veg að greidd voru niður dag- gæslugjöld fyrir börn frá níu mánaða aldri í stað eins árs. Árið 2005 var heildarkostnaður vegna slíkra niðurgreiðslna tæpar 20 milljónir, en árið 2008 var kostnaðurinn tæpar 77 milljónir. Hversu mörg eru börnin? Samkvæmt upplýsingum frá Akureyrarbæ eru 24 börn sem fædd eru á síðasta ári hjá dagfor- eldrum, en ekki fengust upplýsingar um hversu mörg eru undir eins árs. S&S börn séu sem lengst hjá sínum foreldrum,“ segir Elín. Breytingin nær ekki til einstæðra foreldra og heimila þar sem báðir foreldrar eru í námi. Í slíkum tilfellum hefst niðurgreiðsla við sex mánaða aldur. Greiða meira á mánuði „Þetta er bara eitt af því sem við höfum þurft að gera til að bregðast við erfiðari fjár- hagsstöðu,“ segir Hermann Jón Tómasson, bæjarstjóri Akureyrar. Hann bendir á að þótt niðurgreiðslutímabilið hjá Akureyrarbæ sé styttra en víða annars staðar, sé heildarnið- urgreiðsla vegna hvers barns á Akureyri svip- uð og í öðrum sveitarfélögum, enda nið- urgreiðslan í hverjum mánuði í hærra lagi hjá bænum. Hjá Akureyrarbæ er niðurgreiðsla á mánuði um 41 þúsund krónur. Samkvæmt upplýsingum frá Barnavistun, félagi dagforeldra í Reykja- vík, er upphæð mánaðarlegra niðurgreiðslna mjög misjöfn eftir sveitarfélögum. Í Reykjavík eru greiddar niður 35 þúsund krónur á mánuði. Í vanda vegna breytinga á niðurgreiðslu daggæslugjalda  Segir erfitt að vera búin að skipuleggja orlofið  Fékk mánaðar fyrirvara Eftir Hlyn Orra Stefánsson hlynurorri@mbl.is ÞÆR breytingar hafa verið gerðar hjá Ak- ureyrarbæ að niðurgreiðsla daggæslugjalda hefst nú þegar barn er orðið árs gamalt í stað níu mánaða. Þurfa foreldrar því nú að greiða fullt gjald hjá dagforeldrum, um áttatíu þús- und krónur á mánuði, þar til barn verður eins árs, en greiða fjörutíu þúsund krónur á mánuði með niðurgreiðslu. Helga Sigurðardóttir býr á Akureyri og á tæplega átta mánaða gamlan son, Daníel Skjaldarson. Hún gagnrýnir að einungis skuli hafa verið gefinn mánaðar fyrirvari áður en breytingin gekk í garð þann 1. nóvember sl. Sjálf var Helga í miðju orlofi þegar breytingin var gerð, og því búin að semja við sinn vinnu- veitanda um að taka níu mánaða fæðingarorlof. „Mér fannst ég þá ekki vera í þeirri stöðu að geta breytt mínu fæðingarorlofi,“ segir hún. Stuttur fyrirvari „Auðvitað skilur maður að skera þarf niður,“ segir Helga. Hins vegar hefði munað miklu ef lengri fyrirvari hefði verið gefinn, þannig að fólk gæti viðeigandi ráðstafanir. Hún bendir á að í flestum tilfellum sé miðað við að pör taki að hámarki níu mánuði í fæðingarorlof. Því sé eðlilegt að niðurgreiðsla sveitarfélaga hefjist í síðasta lagi þegar börn eru níu mánaða gömul. Elín Margrét Hallgrímsdóttir, formaður skólanefndar Akureyrarbæjar, segir skiljanlegt að ekki séu allir sáttir þegar þjónusta er skert með þessum hætti. Hins vegar telur hún breyt- inguna ekki þurfa að skapa mikið vandamál. Fram til ársins 2006 hafi daggæslugjöld ekki verið niðurgreidd fyrr en börn urðu árs gömul, og fram að því hafi foreldrar fundið leiðir til að brúa bilið. Hún segir bæjarfélagið ekki hafa verið búið undir þann aukna fjölda sem ákvað að nýta sér þjónustu dagforeldra þegar reglum var breytt árið 2006 á þann veg að hafið var að greiða niður daggæslugjöld þegar börn urðu níu mán- aða. Við breytinguna hafi heildarkostnaður sveit- arfélagsins vegna niðurgreiðslu daggæslu- gjalda farið úr 20 milljónum króna á ári í um 77 milljónir á ári. „En við erum nú líka að hugsa um börnin og fjölskylduna. Það er ekkert sérstaklega barn- vænt og fjölskylduvænt að börn séu drifin snemma í einhverja gæslu. Auðvitað er best að „ÞESSU miðar ágætlega áfram,“ segir Vilhjálmur Birgisson, for- maður Verkalýðsfélags Akraness, um kjaraviðræðurnar sem standa yfir um nýjan kjarasamning fyrir starfsmenn Norðuráls. Samninganefndirnar eru þó enn ekki farnar að takast á við launalið samninga og meginkröfu verka- lýðsfélagsins um leiðréttingu á launakjörum starfsmanna Norður- áls til samræmis við launakjör í öðrum verksmiðjum sem félagið vill taka mið af, þ.e. í járnblendi- verksmiðjunni og álveri Alcan. Vil- hjálmur segir að frá þeirri kröfu muni félagið ekki hvika. Fara samningafundir fram hjá ríkis- sáttasemjara og var seinasti fund- ur haldinn í gær. Kjaradeilunni hefur þó ekki verið vísað til sátta- meðferðar hjá ríkissáttasemjara. Að undanförnu hefur aðallega verið unnið að textabreytingum í væntanlegum kjarasamningi að sögn Vilhjálms. Fljótlega verður væntanlega farið að ræða launalið- inn. „Það eru uppi töluverðar væntingar. Álverð er hátt og af- koma fyrirtækisins hefur verið góð í gegnum tíðina,“ segir Vilhjálmur. Hann segir að ekki verði gengið frá neinu í væntanlegum samn- ingum fyrr en samkomulag liggur fyrir um launaleiðréttingu og boða forsvarsmenn félagsins fulla hörku ef þörf krefur við að knýja fram sömu kjör og gilda í öðrum verk- smiðjum. „Það eru allar forsendur fyrir því að það sé hægt að ganga frá ágætum samningi núna að mínu mati,“ segir hann. Við ríkjandi að- stæður er að hans mati eðlilegt að sýna fyrirtækjum sem eiga í erf- iðleikum skilning „en á móti ger- um við þá kröfu að fyrirtæki sem hafa hagnast á gengishruni krón- unnar komi með hækkanir til handa fólkinu“. omfr@mbl.is Standa fast á kröfunni um leiðréttingu launa Í HNOTSKURN »Samningar vegna um 530starfsmanna í álveri Norð- uráls á Grundartanga runnu út um áramótin. »Haldnir hafa verið fast aðtíu samningafundir um endurnýjun kjarasamningsins. Töluverðar vænt- ingar uppi um hækkanir launa SKIPULEGGJENDUR fundarins Virkjum karla og konur – fjöl- breytni í forystu sem fram fer milli kl. 8 og 10 í fyrramálið á Hótel Nordica brugðu á það ráð að bjóða tvö fyrir eitt skráningargjald fyrir karl og konu sem mæta saman til fundarins til þess að freista þess að jafna kynjahlutfall þátttakenda. Að sögn Harðar Vilbergs, verk- efnastjóra hjá Samtökum atvinnu- lífsins, sem er meðal þeirra sem standa að fundinum, hefur átakið nú þegar skilað sér í því að kynja- hlutfall skráðra þátttakenda er 45% karlar og 55% konur. Bendir hann á að á fyrri fundum skipu- leggjenda Virkjum kraft kvenna sem haldinn var árið 2007 og Virkjum fjármagn kvenna haldinn 2008, hafi hátt í 90% þátttakenda verið konur. Hörður segir mjög jákvætt að fleiri karlmenn sæki fundinn á morgun, enda mikilvægt að fá karla til þess að taka þátt í um- ræðunni til jafns við konur. Skrán- ing fer fram á vef SA (www.sa.is) og er þátttökugjaldið 3.900 krónur fyrir staka þátttakendur en sama verð fyrir karl og konu sem mæta saman til fundar. silja@mbl.is Tvö fyrir eitt tilboð skilar fleiri körlum Morgunblaðið/G.Rúnar Konur Um fjögur hundruð manns tóku þátt í Virkjum kraft kvenna. LÖGREGLU höf- uðborgarsvæð- isins voru til- kynntar átta líkamsárásir um liðna helgi, allar minniháttar. Sem fyrr áttu flestar þeirra sér stað í miðborg Reykjavíkur eða sjö talsins, ýmist á eða við skemmtistaði. Í einu tilviki var hins vegar ráðist á gest í samkvæmi í heimahúsi. Báru aðrir samkvæmisgestir því við að fórnarlambið hefði verið til mikilla leiðinda og þar af leiðandi átt kjaftshögg skilið. Átta líkamsárásir til- kynntar um helgina Sæbraut við Kirkjusand einfalt & ódýrt! Ódýrt! Fiskibollur og borgarar forsteiktir 799kr.kg „Ég fór í fæðingarorlof í júní á síðasta ári, og var þá búin að semja um það við minn vinnu- veitanda að taka níu mánaða fæðingarorlof. Þegar ég var hálfnuð í fæðingarorlofinu breytti Akureyrarbær reglum um niðurgreiðslu daggæslu- gjalda með eins mánaðar fyr- irvara. Mér fannst ég þá ekki vera í þeirri stöðu að geta breytt mínu fæðingarorlofi. Það er hins vegar líklegt að ég hefði tekið aðeins lengra orlof ef ég hefði vitað af þessari breytingu fyrr,“ segir Helga Sigurðardóttir, viðskiptafræð- ingur. Með henni á myndinni er sonur hennar Daniel Skjald- arson, tæplega átta mánaða gamall. Morgunblaðið/Skapti Breyttar reglur í miðju orlofi

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.