Morgunblaðið - 09.02.2010, Qupperneq 10
10 Fréttir
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. FEBRÚAR 2010
Vilhjálmur Bjarnason framkvæmda-stjóri Samtaka fjárfesta undrast
hugmyndir Arion banka um Haga.
Hann segir: „Ég er gáttaður á þvíað verið sé að semja við aðila, og
félög þeim tengd, sem hafa valdið hér
gjaldþroti sem nemur 500-700 millj-
örðum króna, kannski meira. Bank-
inn þarf hugsanlega að afskrifa 50
milljarða vegna þessara sömu aðila út
af þessu eina fyrirtæki.“
Vilhjálmur gagnrýndi einnig að Ar-ion banki skyldi hafa samþykkt
að Ólafur Ólafsson fengi á ný að eign-
ast skipafélagið Samskip.
Vilhjálmur sagði um það: „Þarna erbankinn að semja við mann sem
hefur stöðu grunaðs manns í ein-
hverju alvarlegasta markaðsmis-
notkunarmáli sem upp hefur komið
og snerist að hluta til um það að for-
veri Arion banka, þ.e. Kaupþing, féll.“
Er ekki líklegt að fleiri en Vil-hjálmur Bjarnason séu gáttaðir?
Sennilega er óhætt að snúa spurning-
unni við. Gefur sig einhver fram sem
er ekki gáttaður? Skilur einhver
banka sem telur þá sem skulda hon-
um fimmtíu milljarða, sem þeir ætla
ekki að borga, líklegasta til að koma
með nýja peninga? Ættu þeir „nýju“
peningar ekki að ganga upp í skuldir?
Því á almenningur að venjast.
Og þessir fimmtíu milljarðar erubara eftir eitt af gjaldþrotunum
þeirra. Þeir skilja eftir sig sviðna jörð
og skuldsetta þjóð. Hefur nokkur
banki, sem vitað er um, farið eins illa
af stað og Arion banki er spurt.
Finnur
Sveinbjörnsson
Vilhjálmur gáttaður
Vilhjálmur
Bjarnason
Sauðárkrókur | „Við erum að safna undirskriftum
gegn þeirri gríðarlegu aðför sem gerð er að einni
veigamestu grunnstoð samfélagsins hér, heil-
brigðisstofnuninni, og boðuð hefur verið af heil-
brigðisráðherra. Við munum ekki láta það yfir
okkur ganga að þessi stofnun, sem hefur fram til
þessa verið mjög vel rekin og alltaf innan ramma
fjárlaga, verði nánast lögð í rúst með 11% skerð-
ingu á fjárlögum, langt umfram landsmeðaltal,“
segir Helga Sigurbjörnsdóttir, sem stofnað hefur
Hollvinasamtök Heilbrigðisstofnunarinnar á
Sauðárkróki og stendur jafnframt fyrir undir-
skriftasöfnun þessa dagana. Boðað hefur verið til
mótmælafundar við stofnunina nk. föstudag kl.
15.30. Heilbrigðisráðherra og þingmönnum hefur
verið boðið til þeirrar samkomu en samskonar
mótmæli verða einnig á Blönduósi sama dag kl. 14.
Helga segir að nú þegar hafi fæðingardeild
stofnunarinnar á Sauðárkróki verið lokað, starfs-
stöð hjúkrunarfræðings á Hofsósi einnig, auk þess
sem fjölda starfsmanna, þar á meðal læknum, hef-
ur verið sagt upp störfum. Einnig er ljóst að kom-
um þeirra sérfræðinga, að sunnan eða norðan,
sem hér hafa starfað tímabundið, muni stórlega
fækka. Þannig muni Skagfirðingar nú þurfa að
sækja ýmsa þá þjónustu til Reykjavíkur eða til
Akureyrar sem þeir áður gátu fengið í heima-
byggð. Með þeirri skipan mála sem fyrirhuguð er
segir Helga að stigið sé spor til baka, eða allt til
miðrar síðustu aldar, þegar líf manna valt á því
hvort unnt yrði að koma viðkomandi nógu fljótt
undir læknishendur. „Við munum sætta okkur við
að þurfa að rifa seglin í því umróti sem nú steðjar
að þjóðinni, en að leggja eigi Heilbrigðisstofnun
Skagafjarðar í rúst – það munum við ekki láta við-
gangast,“ segir Helga að lokum.
Rísa upp og mótmæla í Skagafirði
Undirskriftasöfnun hafin til stuðnings Heilbrigðisstofnuninni á Sauðárkróki
VÆNGJAMESSA er nýjung í starfi
kirkjunnar og verða þær í Guðríð-
arkirkju í Grafarholti. Fyrsta mess-
an verður á morgun, miðvikudaginn
10. febrúar næstkomandi kl. 20.00,
en vængjamessa er hversdagsmessa
að kvöldi dags og kallast á við æðru-
leysismessurnar á sunnudags-
kvöldum í Dómkirkjunni. Allir eru
velkomnir en messan miðar að því
að lyfta mönnum upp frá áhyggjum
af sínu nánasta fólki vegna erf-
iðleika, kvíða eða vímuefnaneyslu.
Vængjamessan dregur nafn sitt
af texta Hómilíubókarinnar, en þar
er okkur sagt að berast um á tveim-
ur vængjum; elsku til Guðs og elsku
til náungans.
„Í Biblíunni er víða tekin líking af
Guði sem fugli sem skýlir okkur
undir vængjum sínum og þess
vegna hæfir vængjamessa vel sem
tákn um stað þar sem við getum
fengið huggun, styrk og nýjan
anda,“ segir Karl Matthíasson
prestur.
Undirbúningshópi um messurnar
hefur verið komið á legg og í honum
eru Jóhanna Arnþórsdóttir, Sig-
urrós Yrja, Inda Hrönn Björnsdóttir
og Inga Valdís Heimisdóttir. Í
vængjamessunum munu leikmenn
líka miðla af reynslu sinni. Eftir
messu er boðið upp á kaffi og spjall.
Í fyrstu messunni mun Sylvía Rún
leiða söng og syngja einsöng en
undirleikari er Björn Tómas Kjaran
Njálsson. Séra Karl Matthíasson
stýrir vængjamessunum sem til
stendur að halda fyrsta mið-
vikudagskvöld í hverjum mánuði yf-
ir veturinn.
Vængjamessur nýj-
ung í Guðríðarkirkju
Byggt á upplýsingum frá Veðurstofu Íslands
Veður víða um heim kl. 18.00 í gær að ísl. tíma °C Veður
Reykjavík 4 léttskýjað Lúxemborg -1 léttskýjað Algarve 18 léttskýjað
Bolungarvík 0 alskýjað Brussel 0 skýjað Madríd 10 skúrir
Akureyri -3 léttskýjað Dublin 4 skýjað Barcelona 10 skúrir
Egilsstaðir -8 heiðskírt Glasgow 5 skýjað Mallorca 13 léttskýjað
Kirkjubæjarkl. 4 skýjað London 1 snjóél Róm 10 léttskýjað
Nuuk 5 skýjað París 4 alskýjað Aþena 10 skýjað
Þórshöfn 3 léttskýjað Amsterdam -3 skýjað Winnipeg -14 léttskýjað
Ósló -10 heiðskírt Hamborg -4 skýjað Montreal -9 skýjað
Kaupmannahöfn -5 skýjað Berlín -4 skýjað New York -3 heiðskírt
Stokkhólmur -5 heiðskírt Vín -4 skýjað Chicago -4 skýjað
Helsinki -3 snjókoma Moskva -15 léttskýjað Orlando 13 heiðskírt
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://morgunbladid.blog.is/
HALLDÓR STAKSTEINAR
VEÐUR
9. febrúar Fjara m Flóð m Fjara m Flóð m Fjara m Sólarupprás Sólsetur
REYKJAVÍK 3.24 3,0 9.54 1,4 15.52 2,8 22.07 1,4 9:43 17:42
ÍSAFJÖRÐUR 5.33 1,8 12.07 0,8 17.58 1,5 10:01 17:34
SIGLUFJÖRÐUR 0.57 0,6 7.14 1,1 13.58 0,5 20.49 1,0 9:44 17:17
DJÚPIVOGUR 0.29 1,6 6.52 0,8 12.38 1,3 18.49 0,6 9:16 17:08
Sjávarhæð miðast við meðalstórstraumsfjöru Sjómælingar Íslands/Morgunblaðið
Á miðvikudag
Suðaustan 5-10 m/s, skýjað og
lítilsháttar væta SV-lands, en
annars hægari vindur og létt-
skýjað með köflum. Hiti 0 til 6
stig á S- og V-landi, en annars
frost 0 til 8 stig.
Á fimmtudag, föstudag
og laugardag
Sunnan 5-8 m/s, skýjað og
rigning eða súld öðru hverju
um suðvestan- og vestanvert
landið, en annars hægari suð-
vestanátt og víða léttskýjað.
Hiti breytist lítið.
Á sunnudag
Snýst líklega í norðanátt með
snjókomu norðantil á landinu
og kólnar í veðri.
VEÐRIÐ NÆSTU DAGA
SPÁ KL. 12.00 Í DAG
Suðaustlæg eða breytileg átt,
3-8 m/s. Léttskýjað eða bjart-
viðri á norðanverðu landinu, en
annars skýjað að mestu með
köflum. Sums staðar dálítil
væta við suðurströndina og
einnig SV-lands. Hiti 0 til 6 stig,
en frost 0 til 9 stig á N- og A-
landi, kaldast í innsveitum.
ALMANAK Siðbótar er komið út en
almanaksár þeirra miðast við 22.
janúar, daginn sem búsáhaldabylt-
ingin fékk byr undir báða vængi á
síðasta ári.
Að þessu tilefni ætlar Siðbót að
færa lögreglustjóra höfuðborg-
arsvæðisins „Kúlulánasiðbót með al-
væpni“ að gjöf kl. 15.30 í dag. Að því
loknu fer hópurinn siðbótarleið-
angur í strætó, nánar tiltekið með
leið 15 kl. 16.02 frá Hlemmi. Þar
verður almanakið kynnt en á því má
finna myndir sem minna á atburði
síðasta árs, m.a. prýðir mynd af
Óslóartrénu sem var eftirminnilega
fellt í búsáhaldabyltingunni, einn
mánuð þess. Á almanakinu má einn-
ig finna nýja málshætti á borð við
„Betra er þrotabú en þrjótabú.“
Almanak Siðbótar komið út