Morgunblaðið - 09.02.2010, Qupperneq 14
14 FréttirERLENT
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. FEBRÚAR 2010
ÞÁTTTAKENDUR í mótmælum gegn Vetrarólympíu-
leikunum í Vancouver í Kanada ganga með eftirlíkingu
af ólympíukyndlinum um götu í borginni. Göngufólkið
telur að of miklum peningum sé sóað í Ólympíuleikana
og vill að þeim sé frekar varið til baráttunnar gegn
fátækt og hungri í heiminum.
Vetrarólympíuleikarnir hefjast í Vancouver á föstu-
daginn kemur.
Reuters
VETRARÓLYMPÍULEIKUM MÓTMÆLT
FRÉTTASKÝRING
Eftir Boga Þór Arason
bogi@mbl.is
SIGUR Viktors Janúkovítsj í for-
setakosningunum í Úkraínu var
naumur en hlýtur að teljast merki-
legt afrek í ljósi auðmýkjandi ósig-
urs hans fyrir leiðtogum rauðgulu
byltingarinnar fyrir rúmum fimm
árum.
Janúkovítsj var lýstur sigurveg-
ari forsetakosninga árið 2004 en
hæstiréttur Úkraínu fyrirskipaði að
kjósa ætti að nýju vegna kosn-
ingasvika stuðningsmanna fram-
bjóðandans. Hann beið síðan ósigur
fyrir Viktor Jústsjenkó, fráfarandi
forseta. Margir töldu þá að ferli Ja-
núkovítsj sem stjórnmálaleiðtoga
væri lokið vegna þessa auðmýkj-
andi ósigurs og vansæmdarinnar
sem hann hlaut af því að kosn-
ingastjórar hans voru staðnir að
kosningasvikum.
Sigur hans nú er til marks um
þrautseigju hans en mestu máli
skiptir þó að hann hélt stuðningi
helstu bakhjarla sinna og kjósenda í
austurhluta landsins þar sem þorri
íbúanna er rússneskumælandi. Við-
skiptajöfrar Úkraínu, undir forystu
auðugasta manns landsins, Rinats
Akhmetovs, ákváðu að snúa ekki
baki við honum eftir ósigurinn fyrir
Jústsjenkó.
Studdu báða frambjóðendurna
Rússneskir ráðamenn studdu
Janúkovítsj í kosningunum árið
2004 og ósigur hans þá var álitinn
mikið áfall fyrir Rússa sem hafa
lagt áherslu á að halda áhrifum sín-
um í Úkraínu.
Janúkovítsj hélt stuðningi rúss-
nesku ráðmannanna þótt talið sé að
þeir hafi litlar mætur á honum sem
stjórnmálaleiðtoga. Stjórn Vladím-
írs Pútíns, forsætisráðherra Rúss-
lands, kvaðst einnig geta unnið með
Júlíu Tymoshenko, forsætisráð-
herra Úkraínu, og segja má því að
Pútín hafi að þessu sinni veðjað á
báða frambjóðendurna í forseta-
kosningunum.
Það sem skipti mestu máli fyrir
Pútín var að Jústsjenkó yrði ekki
áfram forseti, en hann beið auð-
mýkjandi ósigur í fyrri umferð
úkraínsku forsetakosninganna í
janúar.
Janúkovítsj naut einnig góðs af
ósættinu milli Tymoshenko og
Jústsjenkó, gömlu bandamannanna
í rauðgulu byltingunni.
Jústsjenkó tók að biðla til
Janúkovítsj skömmu eftir kosning-
arnar árið 2004 til að grafa undan
Tymoshenko. Janúkovítsj varð síð-
an forsætisráðherra með stuðningi
forsetans um tveimur árum síðar.
Adam var þó ekki lengi í paradís
því Janúkóvítsj varð svo valdamikill
að Jústsjenkó varð um og ó, sakaði
forsætisráðherrann um valdarán og
boðaði til þingkosninga. Tymos-
henko varð þá forsætisráðherra og
bjó sig undir að taka við forseta-
embættinu af Jústsjenkó.
Financial Times hafði í gær eftir
stjórnmálaskýrandanum Andrew
Wilson að efnahagskreppan í Úkra-
ínu á liðnu ári hefði sett strik í
reikninginn og dregið úr vinsældum
Tymoshenko. Sigurlíkur hennar
hefðu verið meiri ef hún hefði sagt
sig úr stjórninni árið 2008.
Sigraði eftir að hafa
verið afskrifaður
Margir töldu að ferli Viktors Janúkovítsj væri lokið eftir auð-
mýkjandi ósigur hans í forsetakosningum í Úkraínu árið 2004
Sigur Janúkovítsj er m.a. rakinn
til ósættis leiðtoga rauðgulu
byltingarinnar og þess að hann
hélt stuðningi úkraínskra auðkýf-
inga og rússneskumælandi kjós-
enda í austurhluta Úkraínu.
Reuters
Forsætisráðherrann Júlía Tymos-
henko beið nauman ósigur.
Reuters
Sigurvegari Viktor Janúkovítsj
ræðir við fréttamenn.
ÁR TÍGURSINS AÐ HEFJAST
Ár tígursins hefst á sunnudaginn
kemur samkvæmt tímatali Kínverja.
Ljónið dansar og
hoppar við slátt trumbu,
gong og málmgjalla,
færir fólki gæfu og
hagsæld, og fær
peninga sem vafðir
hafa verið inn í kálblöð
Dans ljónsins
Mikill
hávaði til
að flæma
í burtu
djöfla og
illa anda
Hong Bao
(Rauður böggull)
Venja er að gefa
börnum, einhleypu fólki,
starfsmönnum eða
þjónum litla böggla sem
innihalda peninga
Púðurkerlingar
Goðsögnin um dýrin tólf
Dýr jarðar urðu þrætugjörn og kínverski guðinn Jaðe keisari ákvað að hvert dýr ætti að fá
sitt eigið ár. Hann fyrirskipaði kapphlaup til að skera úr um hvaða ár dýrin fengju. Tólf dýr
tóku þátt í hlaupinu. Rottan sigraði, síðan komu uxinn, tígurinn, kanínan, drekinn,
snákurinn, hesturinn, geitin, apinn, haninn, hundurinn og svínið.
2008
1996
1984
1972
1960
1948
1936
1924
2009
1997
1985
1973
1961
1949
1937
1925
2010
1998
1986
1974
1962
1950
1938
1926
2011
1999
1987
1975
1963
1951
1939
1927
2012
2000
1988
1976
1964
1952
1940
1928
2013
2001
1989
1977
1965
1953
1941
1929
2002
1990
1978
1966
1954
1942
1930
1918
2003
1991
1979
1967
1955
1943
1931
1919
2004
1992
1980
1968
1956
1944
1932
1920
2005
1993
1981
1969
1957
1945
1933
1921
2006
1994
1982
1970
1958
1946
1934
1922
2007
1995
1983
1971
1959
1947
1935
1923
ROTTAN UXINN TÍGURINN KANÍNAN DREKINN SNÁKURINN
HESTURINN GEITIN APINN HANINN HUNDURINN SVÍNIÐ
Tákn
langlífis,
vinsælasta
plantan til
skreytingar
Er tákn gæfu
og með dansinum
lýkur hátíðar-
höldunum
Þeir sem fæðast á ári tígursins eru taldir vera
uppreisnargjarnir, ástríðufullir, einlægir, ástríkir
og mannúðlegir inn við beinið.
Dans drekans
Ferskjublóm
ÁSTRALSKUR götulistamaður
komst í Heimsmetabók Guinness í
gær með því að gleypa átján sverð í
einu. Hvert sverð var 72 sentimetra
langt.
Ástralinn, sem heitir Chayne
Hultgren, sló eigið met sem hann
setti árið 2008 þegar hann gleypti
seytján sverð.
Hultgren setti nýja metið á götu-
sýningu í Sydney. Hann er 31 árs að
aldri og kallar sig „Geimkúrekann“.
Hann segist hafa æft þessa list frá
því hann var sex-
tán ára gamall og
notað ýmsar að-
ferðir til að
teygja á háls-
inum. Hann segir
að þetta sé ekki
hættuleg list ef
rétt sé farið að.
Hann kveðst þó
vera stoltur af
metinu og hafa þurft að undirbúa
það mjög lengi.
Heimsmet Chayne
Hultgren gleypir
sverðin.
Gleypti átján sverð
HÁTT settir embættismenn frá ríkj-
um sem liggja að Eystrasalti koma
saman í Helsinki á morgun til að
ræða aðgerðir til að bjarga lífríkinu í
innhafinu.
Sérfræðingar segja að lífríkinu
stafi mikil hætta af efnum sem safn-
ast þar fyrir vegna þess að Eystra-
saltið er tiltölulega lítið, grunnt og
lokað. Eystrasaltið er því talið á með-
al menguðustu hafsvæða heims.
Sérfræðingar benda meðal annars
á að útselum hefur fækkað mjög í
Eystrasaltinu og þeir hurfu nánast
algerlega frá strönd Póllands. „Við
vitum ekki alveg hvað olli því að út-
selurinn hvarf frá Eystrasaltsströnd
Póllands,“ segir Iwona Pawliczka, líf-
fræðingur við sjávarrannsóknastöð
Gdansk-háskóla. „Fyrir öld er talið
að um 100.000 útselir hafi lifað í
Eystrasalti en þeim fækkaði í um
2.000-3.000 á níunda áratug ald-
arinnar sem leið.“
Er þetta meðal annars rakið til sel-
veiða og mengunar sem gerði margar
urtur ófrjóar, að sögn Pawliczka.
Útselum í norðanverðu Eystrasalti
Vilja bjarga líf-
ríki Eystrasalts
nálægt Svíþjóð
hefur þó fjölgað í
um 20.000.
Hnísur eru í
enn meiri útrým-
ingarhættu í
Eystrasalti og
sérfræðingar
telja að þær séu
nú aðeins um 250
í innhafinu.
Ásakanir um að
rússneski herinn hafi hent kjarn-
orkuúrgangi og efnavopnum í sjóinn í
lögsögu Svíþjóðar á árunum 1991-94
hafa kynt undir áhyggjum manna af
lífríkinu. Ennfremur hefur verið deilt
um hvort lífríkinu stafi hætta af gas-
leiðslunni NordStream sem Rússar
og Þjóðverjar hyggjast leggja þvert
yfir botn Eystrasaltsins.
Lífríkinu kann þó að stafa mest
hætta af svonefndri „næringar-
efnaauðgun“, en hún kemur af stað
miklum þörungagróðri, sem aftur
veldur því að sjórinn verður súrefnis-
snauður og oft alveg „dauður“ á
stórum svæðum. bogi@mbl.is
Selir eru fáir í
Eystrasalti.
Viktor Janúkovítsj er 59 ára gam-
all og fæddist í Donetsk-héraði í
austurhluta Úkraínu. Hann varð
munaðarlaus tveggja ára og ólst
upp í mikilli fátækt hjá ömmu
sinni. Hann gekk til liðs við götu-
gengi og var dæmdur fyrir rán árið
1967 þegar hann var sextán ára og
fyrir árás þremur árum síðar. Hann
afplánaði fangelsisdómana en
úkraínskir dómstólar felldu dóm-
ana niður í desember 1978.
Janúkovítsj starfaði sem vélvirki
og síðar framkvæmdastjóri í tvo
áratugi þar til hann varð héraðs-
stjóri Donetsk 1997. Hann varð
forsætisráðherra í stjórn Leoníds
Kútsjma árið 2002.
Frá glæpagengi til æðstu metorða