Morgunblaðið - 09.02.2010, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 09.02.2010, Qupperneq 16
16 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. FEBRÚAR 2010 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ SteingrímurHer-mannsson, fyrrverandi for- sætisráðherra, er borinn til grafar í dag. Steingrímur ólst upp í umhverfi sem litaðist af iðu og átökum stjórnmálanna, enda faðir hans, Hermann Jónasson, löngum í hópi öflugustu stjórn- málamanna landsins, formaður Framsóknarflokksins og for- sætisráðherra um langt skeið. Hermann og Steingrímur eru einu feðgarnir sem gegnt hafa forsætisráðherraembætti á Ís- landi. Steingrímur fór fyrir þremur ríkisstjórnum, en sat áður sem ráðherra í ríkisstjórn frá árinu 1978. Árið 1983 myndaði Steingrímur Her- mannsson ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokki. Í henni sátu auk Steingríms þrír framsókn- armenn og sex sjálfstæð- ismenn. Þegar sú stjórn tók við var verðbólga mæld á heilu ári um 80 prósent, og mikil óvissa ríkjandi á mörgum sviðum. Góð sátt ríkti innan stjórn- arinnar, sem sat út kjör- tímabilið. Næst myndaði Stein- grímur stjórn eftir að þriggja flokka stjórn hafði sprungið með ótrúlegum hætti í sjón- varpsútsendingu. Sú stjórn sem Steingrímur myndaði í kjölfarið var einnig þriggja flokka og hafði 32 þingmenn á bak við sig en var þó minni- hlutastjórn í þinginu vegna deildarskiptingar þess. Hún sat í eitt ár, og þá tók við fjögurra flokka stjórn sem sat eitt og hálft ár. Þótt Steingrímur Her- mannsson hefði ungur ekki stefnt að því að gera stjórnmál að ævistarfi hafði hann margt til brunns að bera til að spjara sig vel á þeim vettvangi. Hann var kappsamur og fylginn sér, eins og hann átti kyn til og starfsforkur mikill. Hann átti gott með að umgangast fólk, var sveigjanlegur og útsjón- arsamur. Stundum var haft á orði að stefnufesta hefði ekki verið hans sterka hlið og hann gat verið fljótur að lýsa sig samþykkan þeirri gagnrýni sem að honum og ríkisstjórn hans beindist. Þetta var ný- lunda, sem fólki féll ekki illa. Steingrímur fékk orð á sig fyr- ir að vera hreinskilinn og op- inn. Og þeir sem gagnrýndu skort á stefnufestu fengu þau svör að Steingrímur væri frem- ur maður lausna en þrætu- bókar, maður sem forðaðist að ríghalda í kreddur eða gamlar kennisetningar, næði mönnum saman og kæmi hlutum í verk. En gagnvart þjóðfrelsi lands- ins og framsali á fullveldi þess bilaði Steingrímur aldrei og var lítt fáanlegur til afsláttar á slíkum grundvallaratriðum. Steingrímur Hermannsson var með öflugustu stjórnmálamönnum á sinni tíð } Steingrímur Her- mannsson kvaddur Í lok síðustu vikuvar sterkur orð- rómur á sveimi um tilraunir forystu- manna úr Samfylk- ingu til að fá Fram- sóknarflokkinn inn í ríkisstjórnina. Allmargir fjöl- miðlar greindu frá því að slíkar óformlegar og leynilegar þreif- ingar ættu sér stað. Í forsíð- ugrein Agnesar Bragadóttur, blaðamanns í Morgunblaðinu, í gær greinir hún frá upplýs- ingum sem blaðið býr yfir sem ganga í sömu átt. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokks, kannast við málið. En hann bendir á að nú- verandi stjórn hafi enn meiri- hluta á Alþingi og telji menn hann ekki duga til þeirra verka sem vinna þarf ætti fyrsti kostur að vera að kanna möguleika á þjóðstjórn. Þá bendir hann á að Framsóknarflokkurinn gæti aldrei gengið inn í núverandi stjórnarsamstarf nema að stjórnarstefnunni yrði gjör- breytt. Hann er enn brenndur af stuðn- ingi sínum við minnihlutastjórn Steingríms og Jó- hönnu, sem voru af- leit mistök. Hitt hlýtur svo að vera mikið umhugsunarefni að á ársafmæli ríkisstjórnarinnar skuli leyni- makk á borð við það sem var á haustdögum 2008 vera hafið á ný. Hverjir innan ríkisstjórn- arinnar vissu af þessu möndli? Næsta öruggt er að formenn flokkanna tveggja voru ekki hafðir með í ráðum. Hvað segir það þjóðinni um þeirra stöðu innan eigin flokka? Og hvað seg- ir það þeim sjálfum um rík- isstjórnina sem þeir leiða? Svör- in hljóta að vera þau að þjóðin upplifir ríkisstjórnina sem magn- vana og þreytta. Og svarið sem forystumennirnir horfast í augu við hlýtur að vera að burðarásar innan ríkisstjórnarinnar kunni að bresta. Gerist það brestur ríkisstjórnin skömmu síðar. Forystumenn í Samfylkingu hafa verið að biðla til Framsóknarflokks} Þreytumerki að koma í ljós P eningakerfi heimsins byggist á svo- kölluðum „fiat“-peningum – papp- írsseðlum og rafrænum innistæð- um sem ríkisvaldið segir að séu ígildi peninga og þannig ávísun á ákveðin verðmæti. Í einfölduðu máli má segja að ríkisstjórnir hafi fundið þetta kerfi upp, til að afla sér peninga og fjármagna fjárlagahalla. Þannig hefur peningakerfið að stórum hluta gengið út á það að svína á almenningi. Ríkis- stjórnir fjármagna aukin útgjöld með nýjum peningum, sem koma inn í efnahagslífið á því verði sem í gildi er þegar þeir eru prentaðir. Þeir sem hagnast eru þeir sem fá peningana fyrstir, áður en verðbólgan rýrir verðgildi allra peninga í hagkerfinu. Kaupmáttur peninga minnkar – fleiri peningar verða ávísun á sömu verðmæti. Það bitnar verst á hinum almenna launamanni og þeim sem ekki hafa tök eða fjármagn til að tryggja sig gegn verðbólgunni. Þeim sem síðastir fá nýju peningana í hendurnar. Þetta svínarí gagnvart almenningi, sem hefur falið í sér gríðarlega dulda skattlagningu síðustu áratugi og aldir, á sér liðsmenn í hópi margra hagfræðinga, sem telja að þeir geti, í gegnum seðlabanka, handstýrt verðinu á peningum eða aukið peningamagn í umferð. Ef þeir sjái fram á sam- drátt í efnahagslífinu geti þeir lækkað verðið, þ.e. vextina, og á sama hátt hækkað það ef þensla er á næsta leiti. Þetta er auðvitað algjört ofmat á hæfileikum hagfræð- inga, þótt klárir séu. Enginn getur séð fyrir þróunina í efnahagslífinu. Alan Greenspan seðlabanka- stjóri lækkaði vexti í Bandaríkjunum í kring- um aldamótin, til að koma í veg fyrir að fyrir- tæki yrðu gjaldþrota eftir hina svokölluðu netbólu. Ben Bernanke, arftaki hans, hefur nú lækkað vextina niður undir núllið. Þetta hefur rækilega ruglað í öllu efnahagskerfinu og lagt grunninn að þeirri stjarnfræðilegu skuldsetn- ingu sem við glímum núna við. Í stað þess að leggja fyrir og framleiða hefur vestrænt efna- hagslíf tekið lán og eytt um efni fram. Á Ís- landi, Bandaríkjunum, Grikklandi, Portúgal, Bretlandi – alls staðar hefur svokölluðum „hagvexti“ verið haldið uppi með gegndar- lausum lántökum. Og nú er komið að skulda- dögum. Of lágur kostnaður við lántöku kemur nefni- lega í veg fyrir að hagkerfin lagi sig að að- stæðum. Þannig viðhéldum við allt of miklum við- skiptahalla í allt of mörg ár fyrir hrun, í krafti lágra vaxta á erlendum fjármagnsmörkuðum. Erlendir bankar lánuðu og lánuðu Íslendingum, í trausti þess að ríkið tæki á sig skuldbindingarnar þegar við gætum ekki lengur borgað. Bankarnir skoðuðu ekki rekstur bankanna gaumgæfilega, heldur treystu matsfyrirtækjunum, sem í fláræði gáfu þeim hæstu lánshæfiseinkunnir vegna ríkisábyrgðarinnar. Matsfyrirtækin gerðu sér ekki grein fyrir því, í einfeldni sinni, að ríkið hefði ekki tök á því að bjarga neinum banka; síst af öllu heilu bankakerfi sem var margfalt íslenska hag- kerfið að stærð. ivarpall@mbl.is Ívar Páll Jónsson Pistill Svikamylla pappírspeninganna STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjórar: Davíð Oddsson Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Útgefandi: Óskar Magnússon Blóðugur niður- skurður um allt land FRÉTTASKÝRING Eftir Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is N ú eru að koma æ betur í ljós afleiðingar þess að skera þarf niður í heilbrigðiskerfi þjóð- arinnar um eina sjö milljarða króna í ár. Eðlilega þarf að skera af stærstu bitana hjá þeim sem stærstu kökuna fær, þ.e. Landspít- alanum, sem þarf að skera niður í rekstri um nærri þrjá milljarða króna á þessu ári. Þar hafa og munu tugir starfsmanna missa vinnuna. Þó að upphæðirnir séu allar smærri í sniðum á öðrum heilbrigðisstofn- unum landsins hefur niðurskurð- urinn þar hlutfallslega mun meiri áhrif á nærsamfélagið. Þannig jafn- ast fækkun starfsmanna Heilbrigð- isstofnunarinnar á Blönduósi um átta á við uppsagnir um 1.000 manns í Reykjavík. Flestar stofnanir hafa nú þegar gripið til ýmissa aðgerða til að draga úr rekstrarkostnaði; minnkað yf- irvinnu, sameinað deildir, lækkað starfshlutfall og laun starfsmanna, ekki ráðið í störf þeirra sem hætta, skorið niður aksturs- og dagpeninga- kostnað og fleira og fleira. Áfram verður unnið á þessum nót- um, þar sem allt er gert til að verja störfin og draga sem minnst úr þjón- ustu. Hún mun hins vegar óhjá- kvæmilega skerðast víða og þegar er búið að ákveða lokun deilda og leggja niður þjónustu. Blóðugur niður- skurður er hafinn um allt land. Allt að 11% niðurskurður Boðaður niðurskurður á Heilbrigð- isstofnun Suðurnesja, þar sem upp- sagnir 14-15 starfsmanna eru yfirvof- andi og lokun skurðdeildar, er aðeins forsmekkurinn að því sem koma skal. Þar þarf að skera niður um rúmar 80 milljónir króna á þessu ári, sem er um 5% af rekstri síðasta árs. Sé horft til fleiri stofnana þá þarf að skera enn meira niður, eða um allt að 10-11%. Þannig þarf stofnunin á Blönduósi að skera niður um tæp 11%, eða um 50 milljónir króna, og á Sauðárkróki þarf heilbrigðisstofnunin að skera niður um 100 milljónir króna, sem er 10,8% samdráttur, með lokun fæð- ingardeildar og skertri þjónustu á ýmsum sviðum. Svipaður er niður- skurðurinn hlutfallslega á Siglufirði. Svo tekin séu fleiri dæmi þá er Sjúkrahúsið og heilsugæslan á Akra- nesi að skera niður um 170 milljónir króna, eða um 8%, Sjúkrahúsið á Ak- ureyri um rúmar 200 milljónir (5,2%) og Heilbrigðisstofnun Suðurlands á Selfossi um 130 milljónir (6,7%). Ósáttir við reiknilíkan Stjórnendur heilbrigðisstofnana eru margir hverjir mjög ósáttir við reiknilíkan heilbrigðisráðuneytisins, sem miðað er við þegar fjárframlög ríkisins eru ákveðin. Telja þeir t.d. að ekki sé tekið tillit til mismikillar þjón- ustu stofnana, þar sem margar reka um leið öldrunarheimili auk hefð- bundins sjúkrahúss og heilsugæslu. Jafnframt er bent á að kostnaður rík- isins geti í einhverjum tilvikum auk- ist, þegar greiða þarf fólki vinnutap og ferðakostnað við að leita sér þjón- ustu og læknismeðferðar langt utan héraðs. Það á því eftir að koma betur í ljós hver sparnaður ríkissjóðs verður af þessum aðgerðum þegar upp er stað- ið, og t.d. hvort útgjöld Sjúkratrygg- ingastofnunar munu ekki aukast verulega. Ljósmynd/SHA Heilbrigðisstofnanir Læknar við aðgerð á sjúkrahúsinu á Akranesi. Ekki verður skorið upp í rekstri sjúkrahúsa á næstunni heldur niður í stórum stíl. Forsvarsmenn heilbrigðisstofn- ana í landinu standa frammi fyrir erfiðum ákvörðunum. Skera þarf niður um tugi eða hundruð millj- óna króna á hverjum stað, skerða þjónustu og segja upp fólki. BOÐAÐUR niðurskurður hjá heil- brigðisstofnunum mætir harðri andstöðu víða um land. Borg- arafundur er í Reykjanesbæ síðdeg- is í dag um málefni Heilbrigð- isstofnunar Suðurnesja, HSS. Yfirvofandi eru uppsagnir á starfs- fólki og skerðing á þjónustu, sem íbúar svæðisins sætta sig illa við. Hátt í 6.000 undirskriftir voru komnar á vef Víkurfrétta í gær, þar sem niðurskurði á HSS er mótmælt. Eins og fram kemur framar í blaðinu í dag eru mótmælafundir einnig boðaðir í Skagafirði og Húnaþingi og undirskriftasöfnun í gangi. Hollvinasamtök heilbrigð- isstofnananna á Sauðárkróki hafa boðað til mótmælastöðu og úti- funda við stofnanirnar á föstudag, kl. 14 á Blönduósi og 15.30 á Sauð- árkróki. Heilbrigðisráðherra og þingmönnum kjördæmisins hefur verið boðið til fundanna. MÓTMÆLA- FUNDIR ›› Morgunblaðið/Björn Björnsson Sauðárkrókur Mikill niðurskurður er framundan hjá stofnuninni þar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.